Renault með 600.000 króna bíl á Indlandsmarkað Finnur Thorlacius skrifar 2. júní 2015 09:40 Renault Kwid er með öryggispúðum og leiðsögukerfi. Þó svo að Nissan hafi mislukkast að markaðssetja mjög ódýran bíl í Indlandi með bíl sem þeir settu Datsun merkið ætlar Renault að reyna það. Það sem gæti þó riðið baggamuninn er að þessi bíll er miklu mun betur búinn og verður til að mynda öryggispúðum og leiðsögukerfi. Bíllinn mun heita þvi einkennilega nafni Kwid og kosta aðeins 600.000 krónur í Indlandi. Suzuki býður reyndar ódýrari bíl en þetta en Suzuki Alto kostar þar aðeins 500.000 krónur en Suzuki hefur lukkast gríðarvel að selja bíla í Indlandi og er einn stærsti bílasali í Indlandi. Renault ætlar að byrja að selja Kwid í september á þessu ári. Datsun bílinn sem heitir Go hefur aðeins selst í 16.000 eintökum frá því Nissan hóf sölu hans á síðasta ári en það er minni sala en Suzuki Alto nær í hverjum mánuði. Renault ætlar að taka Indlandsmarkaðinn með trompi og ætlar að vera komið með 280 sölustaði Renault bíla strax á næsta ári, en er nú með 157 sölustaði. Tata Motors í Indlandi hefur einnig reynt að markaðssetja Nano bíl sinn í heimalandinu en hefur ekki náð þeirri miklu sölu sem fyrirtækið stefndi að og nýjasta útspil þeirra er að bjóða Nano bílinn með sjálfskiptingu á ríflega 500.000 krónur. Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent
Þó svo að Nissan hafi mislukkast að markaðssetja mjög ódýran bíl í Indlandi með bíl sem þeir settu Datsun merkið ætlar Renault að reyna það. Það sem gæti þó riðið baggamuninn er að þessi bíll er miklu mun betur búinn og verður til að mynda öryggispúðum og leiðsögukerfi. Bíllinn mun heita þvi einkennilega nafni Kwid og kosta aðeins 600.000 krónur í Indlandi. Suzuki býður reyndar ódýrari bíl en þetta en Suzuki Alto kostar þar aðeins 500.000 krónur en Suzuki hefur lukkast gríðarvel að selja bíla í Indlandi og er einn stærsti bílasali í Indlandi. Renault ætlar að byrja að selja Kwid í september á þessu ári. Datsun bílinn sem heitir Go hefur aðeins selst í 16.000 eintökum frá því Nissan hóf sölu hans á síðasta ári en það er minni sala en Suzuki Alto nær í hverjum mánuði. Renault ætlar að taka Indlandsmarkaðinn með trompi og ætlar að vera komið með 280 sölustaði Renault bíla strax á næsta ári, en er nú með 157 sölustaði. Tata Motors í Indlandi hefur einnig reynt að markaðssetja Nano bíl sinn í heimalandinu en hefur ekki náð þeirri miklu sölu sem fyrirtækið stefndi að og nýjasta útspil þeirra er að bjóða Nano bílinn með sjálfskiptingu á ríflega 500.000 krónur.
Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent