Yfirlýsing MP banka: Fjölskyldutengslin hafa legið lengi fyrir Jóhann Óli Eiðsson skrifar 3. júní 2015 18:31 MP banki og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. vísir MP banki hefur sent yfirlýsingu til fjölmiðla í kjölfar umfjöllunar Vísis um innihald fjárkúgunarbréfs þess er Malín Brand og Hlín Einarsdóttir sendu forsætisráðherra. Í yfirlýsingunni kemur fram að fjölskyldutengsl forsætisráðherra og stjórnenda bankans hafi legið lengi fyrir. Yfirlýsinguna má lesa í heild sinni hér að neðan.Fjölmiðlar hafa fjallað um tengsl MP banka við rannsókn lögreglu á tilraun til að kúga fé út úr forsætisráðherra. Fullyrt hefur verið í fréttum að í bréfi sem sent var á heimili forsætisráðherra komi fram að ráðherrann hafi beitt sér fyrir láni frá MP banka til tilgreindra fyrirtækja. Bréfið sem um ræðir er sönnunargagn í lögreglurannsókn og hefur ekki verið gert opinbert. Forsvarsmenn MP banka hafa ekki séð bréfið og þekkja ekki þær ásakanir sem þar eru settar fram.MP banki getur ekki tjáð sig efnislega um hvort nafngreindir einstaklingar eða fyrirtæki eru, eða eru ekki, í viðskiptum við bankann. Bankinn getur ekki rofið trúnað um viðskiptavini eða einstök viðskipti. Við getum þó fullyrt að vinnulag bankans er í öllum tilvikum í fullu samræmi við þau lög sem gilda um starfsemi fjármálafyrirtækja.Í fréttum hefur jafnframt verið fjallað um tengsl forsætisráðherra við MP banka. Rétt er að fjölskyldutengsl eru á milli forstjóra bankans og forsætisráðherra. Þau tengsl hafa legið fyrir lengi og hafa engin áhrif haft á rekstur bankans. MP banki er starfræktur með faglegum hætti þar sem hagur viðskiptavina og hluthafa bankans er hafður að leiðarljósi.Einnig hefur verið fjallað um þá staðreynd að starfsmenn bankans hafa fengið leyfi frá störfum til að vinna með stjórnvöldum að vandasömum úrlausnarefnum sem varða þjóðarhag, þar með talið afléttingu gjaldeyrishafta. Hjá MP banka vinna margir hæfir sérfræðingar. Stjórnvöld hafa leitað eftir því að fá að njóta starfskrafta þriggja starfsmanna bankans vegna tímabundinna verkefna. Einn þeirra hætti hjá bankanum til að geta sinnt slíku verkefni og tveimur þeirra hefur bankinn veitt leyfi frá störfum til að sinna þessum verkefnum.MP banki hefur ekki hagsmuni af því en lítur á það sem samfélagslega skyldu bankans að starfsfólkið fái leyfi frá störfum til að sinna þessum þjóðhagslega mikilvægu verkefnum. Gjaldeyrishöft Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Tengdar fréttir Hótun systranna: Sigmundur sagður hafa beitt sér fyrir láni frá MP banka Pressan fékk sextíu milljóna króna yfirdrátt hjá MP banka en hafna tengslum við forsætisráðherra. 3. júní 2015 17:08 Sökuðu manninn um að hafa nauðgað Hlín Maðurinn sem lagði fram kæru á hendur systrunum Hlín Einarsdóttur og Malín Brand í dag vegna fjárkúgunar greiddi 700 þúsund krónur gegn því að vera ekki sakaður um að hafa nauðgað Hlín. 3. júní 2015 14:43 Sérsveitin kölluð til þótt öryggi Sigmundar væri ekki ógnað Sú staðreynd að fjárkúgunarkröfu var beint gegn forsætisráðherra og fjölskyldu hans hafði ekki áhrif á umfang aðgerðar lögreglu. "Þetta var tilraun til fjárkúgunar og viðbrögð í samræmi við það,“ segir Friðrik Smári Björgvinsson. 3. júní 2015 13:15 Systurnar leggja Twitter undir sig... aftur Þær Hlín Einarsdóttir og Malín Brand hafa annan daginn í röð sett Twitter á hliðina hér á landi. 3. júní 2015 15:29 Annað fjárkúgunarmál Kæra var í dag lögð fram hjá lögreglunni á hendur systrunum Hlín Einarsdóttur og Malínar Brand vegna fjárkúgunar. 3. júní 2015 13:54 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira
MP banki hefur sent yfirlýsingu til fjölmiðla í kjölfar umfjöllunar Vísis um innihald fjárkúgunarbréfs þess er Malín Brand og Hlín Einarsdóttir sendu forsætisráðherra. Í yfirlýsingunni kemur fram að fjölskyldutengsl forsætisráðherra og stjórnenda bankans hafi legið lengi fyrir. Yfirlýsinguna má lesa í heild sinni hér að neðan.Fjölmiðlar hafa fjallað um tengsl MP banka við rannsókn lögreglu á tilraun til að kúga fé út úr forsætisráðherra. Fullyrt hefur verið í fréttum að í bréfi sem sent var á heimili forsætisráðherra komi fram að ráðherrann hafi beitt sér fyrir láni frá MP banka til tilgreindra fyrirtækja. Bréfið sem um ræðir er sönnunargagn í lögreglurannsókn og hefur ekki verið gert opinbert. Forsvarsmenn MP banka hafa ekki séð bréfið og þekkja ekki þær ásakanir sem þar eru settar fram.MP banki getur ekki tjáð sig efnislega um hvort nafngreindir einstaklingar eða fyrirtæki eru, eða eru ekki, í viðskiptum við bankann. Bankinn getur ekki rofið trúnað um viðskiptavini eða einstök viðskipti. Við getum þó fullyrt að vinnulag bankans er í öllum tilvikum í fullu samræmi við þau lög sem gilda um starfsemi fjármálafyrirtækja.Í fréttum hefur jafnframt verið fjallað um tengsl forsætisráðherra við MP banka. Rétt er að fjölskyldutengsl eru á milli forstjóra bankans og forsætisráðherra. Þau tengsl hafa legið fyrir lengi og hafa engin áhrif haft á rekstur bankans. MP banki er starfræktur með faglegum hætti þar sem hagur viðskiptavina og hluthafa bankans er hafður að leiðarljósi.Einnig hefur verið fjallað um þá staðreynd að starfsmenn bankans hafa fengið leyfi frá störfum til að vinna með stjórnvöldum að vandasömum úrlausnarefnum sem varða þjóðarhag, þar með talið afléttingu gjaldeyrishafta. Hjá MP banka vinna margir hæfir sérfræðingar. Stjórnvöld hafa leitað eftir því að fá að njóta starfskrafta þriggja starfsmanna bankans vegna tímabundinna verkefna. Einn þeirra hætti hjá bankanum til að geta sinnt slíku verkefni og tveimur þeirra hefur bankinn veitt leyfi frá störfum til að sinna þessum verkefnum.MP banki hefur ekki hagsmuni af því en lítur á það sem samfélagslega skyldu bankans að starfsfólkið fái leyfi frá störfum til að sinna þessum þjóðhagslega mikilvægu verkefnum.
Gjaldeyrishöft Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Tengdar fréttir Hótun systranna: Sigmundur sagður hafa beitt sér fyrir láni frá MP banka Pressan fékk sextíu milljóna króna yfirdrátt hjá MP banka en hafna tengslum við forsætisráðherra. 3. júní 2015 17:08 Sökuðu manninn um að hafa nauðgað Hlín Maðurinn sem lagði fram kæru á hendur systrunum Hlín Einarsdóttur og Malín Brand í dag vegna fjárkúgunar greiddi 700 þúsund krónur gegn því að vera ekki sakaður um að hafa nauðgað Hlín. 3. júní 2015 14:43 Sérsveitin kölluð til þótt öryggi Sigmundar væri ekki ógnað Sú staðreynd að fjárkúgunarkröfu var beint gegn forsætisráðherra og fjölskyldu hans hafði ekki áhrif á umfang aðgerðar lögreglu. "Þetta var tilraun til fjárkúgunar og viðbrögð í samræmi við það,“ segir Friðrik Smári Björgvinsson. 3. júní 2015 13:15 Systurnar leggja Twitter undir sig... aftur Þær Hlín Einarsdóttir og Malín Brand hafa annan daginn í röð sett Twitter á hliðina hér á landi. 3. júní 2015 15:29 Annað fjárkúgunarmál Kæra var í dag lögð fram hjá lögreglunni á hendur systrunum Hlín Einarsdóttur og Malínar Brand vegna fjárkúgunar. 3. júní 2015 13:54 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira
Hótun systranna: Sigmundur sagður hafa beitt sér fyrir láni frá MP banka Pressan fékk sextíu milljóna króna yfirdrátt hjá MP banka en hafna tengslum við forsætisráðherra. 3. júní 2015 17:08
Sökuðu manninn um að hafa nauðgað Hlín Maðurinn sem lagði fram kæru á hendur systrunum Hlín Einarsdóttur og Malín Brand í dag vegna fjárkúgunar greiddi 700 þúsund krónur gegn því að vera ekki sakaður um að hafa nauðgað Hlín. 3. júní 2015 14:43
Sérsveitin kölluð til þótt öryggi Sigmundar væri ekki ógnað Sú staðreynd að fjárkúgunarkröfu var beint gegn forsætisráðherra og fjölskyldu hans hafði ekki áhrif á umfang aðgerðar lögreglu. "Þetta var tilraun til fjárkúgunar og viðbrögð í samræmi við það,“ segir Friðrik Smári Björgvinsson. 3. júní 2015 13:15
Systurnar leggja Twitter undir sig... aftur Þær Hlín Einarsdóttir og Malín Brand hafa annan daginn í röð sett Twitter á hliðina hér á landi. 3. júní 2015 15:29
Annað fjárkúgunarmál Kæra var í dag lögð fram hjá lögreglunni á hendur systrunum Hlín Einarsdóttur og Malínar Brand vegna fjárkúgunar. 3. júní 2015 13:54