Handbolti

Schmid bestur annað árið í röð

Andy Schmid.
Andy Schmid. vísir/getty
Leikstjórnandi Rhein-Neckar Löwen, Andy Schmid, hefur verið valinn besti leikmaður þýsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik.

Það eru þjálfarar og framkvæmdastjórar félaganna sem kjósa en þetta er annað árið í röð sem Schmid hlýtur þessa útnefningu.

Svisslendingurinn var frábær í liði Löwen sem hefur veitt Kiel mikla keppni í vetur en verður væntanlega að sætta sig við silfur á endanum.

Besti leikmaður þýsku deildarinnar:

2002: Ólafur Stefánsson

2003: Christian Schwarzer

2004: Lars Krogh-Jeppesen

2005: Henning Fritz

2006: Guðjón Valur Sigurðsson

2007: Nikola Karabatic

2008: Nikola Karabatic

2009: Thierry Omeyer

2010: Filip Jicha

2011: Uwe Gensheimer

2012: Kim Andersson

2013: Domagoj Duvnjak

2014: Andy Schmid

2015: Andy Schmid




Fleiri fréttir

Sjá meira


×