Fyrsta rallkeppni sumarsins um helgina Finnur Thorlacius skrifar 4. júní 2015 16:45 Frá rallkeppni í fyrra. Nú um helgina, 5. til 6. júní, verður fyrsta umferð Íslandsmeistaramótsins í rallý ekin á Reykjanesi. Er það Akstursíþróttafélag Suðurnesja sem heldur keppnina en ekið verður með svipuðu sniði og undanfarin ár. Fyrsta áhöfn mun leggja af stað klukkan 18:00 frá húsi Aðalskoðunar í Keflavík og verða eknar sérleiðir í nágrenni Reykjanesbæjar. Má þar nefna m.a. sérleið um höfnina í Keflavík, en sú leið hefur ávallt verið vinsæl hjá áhorfendum en mörg skemmtileg atvik hafa sést þar á undanförnum árum. Keppendur taka síðan næturhlé en mæta eldhressir til leiks snemma á laugardagsmorguninn. Þá verða eknar þrjár ferðir um Djúpavatn, er það er rúmlega 20 km. löng leið en oft ráðast úrslit keppninnar á þessari leið. Keppninni lýkur síðan um klukkan 15:00 við hús Aðalskoðunar þar sem úrslit verða kynnt og verðlaunaafhending fer fram. Íslandsmeistararnir 2014, þeir Tímon félagar Baldur og Aðalsteinn, mæta galvaskir á sömu bifreið og í fyrra, Subaru Imprezu Sti. Þeir óku mjög vel síðasta sumar og fóru í gegnum keppnistímabilið án áfalla, því hefur keppnisbifreið þeirra eingöngu þurft góða yfirferð og nýja túrbínu í vetur. Kapparnir munu ræsa fyrstir í keppninni en hefð er fyrir því að ríkjandi Íslandsmeistarar hefji sumrið fyrstir í rásröð og fái því sjálfkrafa keppnisnúmerið 1. Þeir Baldur og Aðalsteinn eru spenntir, harðákveðnir í að gera sitt besta og ná í sem flest stig í þessari fyrstu keppni sumarsins. Ljóst er að samkeppnin verður hörð og spennandi en til leiks eru m.a. skráðir fjórir fyrrum íslandsmeistarar. Meðal þeirra eru Henning Ólafsson og Árni Gunnlaugsson í liði Pumba en þeir aka á Subaru Imprezu. Hefur sú bifreið verið mikið endurbætt frá í fyrra og ætla þeir sér stóra hluti í sumar. Þá er vert að minnast á þau systkinin Daníel Sigurðsson og Ástu Sigurðardóttur sem líkleg til afreka líkt og Þór Lína Sævarsson og Sigurjón Þór Þrastarson en báðar þessar áhafnir eru á öflugum Subaru Impreza bílum. Jón Bjarni Hrólfsson, fyrrum íslandsmeistari mætir sterkur til eftir nokkurra ára hlé, nú ásamt Sæmundi Sæmundssyni á Jeep Cherokee, en góð þátttaka er í jeppaflokki að þessu sinni og því útlit fyrir spennandi keppni þar. Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent
Nú um helgina, 5. til 6. júní, verður fyrsta umferð Íslandsmeistaramótsins í rallý ekin á Reykjanesi. Er það Akstursíþróttafélag Suðurnesja sem heldur keppnina en ekið verður með svipuðu sniði og undanfarin ár. Fyrsta áhöfn mun leggja af stað klukkan 18:00 frá húsi Aðalskoðunar í Keflavík og verða eknar sérleiðir í nágrenni Reykjanesbæjar. Má þar nefna m.a. sérleið um höfnina í Keflavík, en sú leið hefur ávallt verið vinsæl hjá áhorfendum en mörg skemmtileg atvik hafa sést þar á undanförnum árum. Keppendur taka síðan næturhlé en mæta eldhressir til leiks snemma á laugardagsmorguninn. Þá verða eknar þrjár ferðir um Djúpavatn, er það er rúmlega 20 km. löng leið en oft ráðast úrslit keppninnar á þessari leið. Keppninni lýkur síðan um klukkan 15:00 við hús Aðalskoðunar þar sem úrslit verða kynnt og verðlaunaafhending fer fram. Íslandsmeistararnir 2014, þeir Tímon félagar Baldur og Aðalsteinn, mæta galvaskir á sömu bifreið og í fyrra, Subaru Imprezu Sti. Þeir óku mjög vel síðasta sumar og fóru í gegnum keppnistímabilið án áfalla, því hefur keppnisbifreið þeirra eingöngu þurft góða yfirferð og nýja túrbínu í vetur. Kapparnir munu ræsa fyrstir í keppninni en hefð er fyrir því að ríkjandi Íslandsmeistarar hefji sumrið fyrstir í rásröð og fái því sjálfkrafa keppnisnúmerið 1. Þeir Baldur og Aðalsteinn eru spenntir, harðákveðnir í að gera sitt besta og ná í sem flest stig í þessari fyrstu keppni sumarsins. Ljóst er að samkeppnin verður hörð og spennandi en til leiks eru m.a. skráðir fjórir fyrrum íslandsmeistarar. Meðal þeirra eru Henning Ólafsson og Árni Gunnlaugsson í liði Pumba en þeir aka á Subaru Imprezu. Hefur sú bifreið verið mikið endurbætt frá í fyrra og ætla þeir sér stóra hluti í sumar. Þá er vert að minnast á þau systkinin Daníel Sigurðsson og Ástu Sigurðardóttur sem líkleg til afreka líkt og Þór Lína Sævarsson og Sigurjón Þór Þrastarson en báðar þessar áhafnir eru á öflugum Subaru Impreza bílum. Jón Bjarni Hrólfsson, fyrrum íslandsmeistari mætir sterkur til eftir nokkurra ára hlé, nú ásamt Sæmundi Sæmundssyni á Jeep Cherokee, en góð þátttaka er í jeppaflokki að þessu sinni og því útlit fyrir spennandi keppni þar.
Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent