Vill að Sigmundur útskýri leka í DV Birgir Olgeirsson og Jóhann Óli Eiðsson skrifa 7. júní 2015 22:37 Steingrímur J. Sigfússon Vísir Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, sagði á þingi í kvöld að Seðlabanki Íslands hefði talið nauðsyn á að herða reglur um gjaldeyrishöftin vegna leka í DV sem varð á föstudag þar sem sagt var frá því að fjörutíu prósenta stöðugleikaskattur væri væntanlegur.Sjá einnig:Nefndinni gert viðvart eftir hádegi um þörf á að herða reglur um höftin „Þetta hefur leitt skjálfta yfir kerfið. Hjáleiðir eru í undirbúningi eða skoðaðar til að sleppa út með fjármuni áður en til skattsins kæmi,“ sagði Steingrímur og sagðist telja að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson yrði maður meiri ef hann bæðist afsökunar á þeim ásökunum um að stjórnarandstaðan væri að skemma fyrir ferlinu um afnám hafta með leka. „Við lákum ekki,“ sagði Steingrímur og sagði samráðsnefnd ekki hafa verið kallaða saman í sex vikur. „Þarna er á ferðinni hættulegur, skaðlegur og raunverulegur leki,“ sagði Steingrímur og kallaði eftir því að forsætisráðherra útskýrði hvernig það getur gerst að út úr hinu lokaða ferli skuli koma skaðlegur leki að því tagi beint í gegnum blaðamann DV og á forsíðu DV. Sagðist hann hafa fyrir því orð Más Guðmundssonar, seðlabankastjóra.Össur Skarphéðinsson.Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði mikilvægt að samstaða sé um þessar aðgerðir sem þarf til að aflétta höftum. Hann sagði þetta eitt vandasamasta verkefni sem Alþingi hefur staðið fyrir frá lýðveldisstofnun. Hann sagðist hins vegar vera í þeirri undarlegu stöðu að hann hefur ekkert séð. „Ég heyr það í dag að það á að kynna það fyrir fjölmiðlum á undan þinginu,“ sagði Össur og sagði það vera sérkennilegt augnablik í þingsögunni að þing sé kallað saman á sunnudegi. Það hefði aldrei gerst fyrr og fannst honum það undarlegt í ljósi þess að stjórnin hefur undirbúið þetta mál lengi og spurði hvers vegna þessi fundur átti sér ekki stað í síðustu viku. „Skýringin er frá Steingrími J. Sigfússyni. Er það svo að það er leki úr herbúðum ríkisstjórnarinnar, er það vegna þess að þingið er kallað saman, við hvað er að fást?.“ Steingrímur J. fór þá aftur í ræðustól og sagðist hafa fyrir því orð Más Guðmundssonar seðlabankastjóra að leki í DV hefði skapað þrýstinginn og því vilja menn drífa þessi lög í gegn. „Til að girða alveg fyrir það að í smíði séu gjörningar sem menn gætu notað til að koma fjármunum í burtu á næstu klukkustundum og sólarhringum.“ Alþingi Tengdar fréttir Boða til blaðamannafundar vegna afnáms gjaldeyrishafta Fer fram í Hörpu í hádeginu á morgun. 7. júní 2015 19:54 Nefndinni gert viðvart eftir hádegi um þörf á að herða reglur um höftin Árni Páll Árnason kvartaði undan því að stjórnarandstaðan væri ekki með í ráðum. 7. júní 2015 22:28 Lestu frumvarpið sem kvöldfundurinn á Alþingi snýst um Fundur var settur á Alþingi í kvöld klukkan 22 þar sem til umræðu er frumvarp til laga um breytingar á gjaldeyrismálum. 7. júní 2015 22:13 Lögunum ætlað að mæta hættum sem gætu grafið undan aðgerðum stjórnvalda Lestu lögin sem voru samþykkt á Alþingi í kvöld og taka gildi þegar í stað. 7. júní 2015 22:12 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, sagði á þingi í kvöld að Seðlabanki Íslands hefði talið nauðsyn á að herða reglur um gjaldeyrishöftin vegna leka í DV sem varð á föstudag þar sem sagt var frá því að fjörutíu prósenta stöðugleikaskattur væri væntanlegur.Sjá einnig:Nefndinni gert viðvart eftir hádegi um þörf á að herða reglur um höftin „Þetta hefur leitt skjálfta yfir kerfið. Hjáleiðir eru í undirbúningi eða skoðaðar til að sleppa út með fjármuni áður en til skattsins kæmi,“ sagði Steingrímur og sagðist telja að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson yrði maður meiri ef hann bæðist afsökunar á þeim ásökunum um að stjórnarandstaðan væri að skemma fyrir ferlinu um afnám hafta með leka. „Við lákum ekki,“ sagði Steingrímur og sagði samráðsnefnd ekki hafa verið kallaða saman í sex vikur. „Þarna er á ferðinni hættulegur, skaðlegur og raunverulegur leki,“ sagði Steingrímur og kallaði eftir því að forsætisráðherra útskýrði hvernig það getur gerst að út úr hinu lokaða ferli skuli koma skaðlegur leki að því tagi beint í gegnum blaðamann DV og á forsíðu DV. Sagðist hann hafa fyrir því orð Más Guðmundssonar, seðlabankastjóra.Össur Skarphéðinsson.Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði mikilvægt að samstaða sé um þessar aðgerðir sem þarf til að aflétta höftum. Hann sagði þetta eitt vandasamasta verkefni sem Alþingi hefur staðið fyrir frá lýðveldisstofnun. Hann sagðist hins vegar vera í þeirri undarlegu stöðu að hann hefur ekkert séð. „Ég heyr það í dag að það á að kynna það fyrir fjölmiðlum á undan þinginu,“ sagði Össur og sagði það vera sérkennilegt augnablik í þingsögunni að þing sé kallað saman á sunnudegi. Það hefði aldrei gerst fyrr og fannst honum það undarlegt í ljósi þess að stjórnin hefur undirbúið þetta mál lengi og spurði hvers vegna þessi fundur átti sér ekki stað í síðustu viku. „Skýringin er frá Steingrími J. Sigfússyni. Er það svo að það er leki úr herbúðum ríkisstjórnarinnar, er það vegna þess að þingið er kallað saman, við hvað er að fást?.“ Steingrímur J. fór þá aftur í ræðustól og sagðist hafa fyrir því orð Más Guðmundssonar seðlabankastjóra að leki í DV hefði skapað þrýstinginn og því vilja menn drífa þessi lög í gegn. „Til að girða alveg fyrir það að í smíði séu gjörningar sem menn gætu notað til að koma fjármunum í burtu á næstu klukkustundum og sólarhringum.“
Alþingi Tengdar fréttir Boða til blaðamannafundar vegna afnáms gjaldeyrishafta Fer fram í Hörpu í hádeginu á morgun. 7. júní 2015 19:54 Nefndinni gert viðvart eftir hádegi um þörf á að herða reglur um höftin Árni Páll Árnason kvartaði undan því að stjórnarandstaðan væri ekki með í ráðum. 7. júní 2015 22:28 Lestu frumvarpið sem kvöldfundurinn á Alþingi snýst um Fundur var settur á Alþingi í kvöld klukkan 22 þar sem til umræðu er frumvarp til laga um breytingar á gjaldeyrismálum. 7. júní 2015 22:13 Lögunum ætlað að mæta hættum sem gætu grafið undan aðgerðum stjórnvalda Lestu lögin sem voru samþykkt á Alþingi í kvöld og taka gildi þegar í stað. 7. júní 2015 22:12 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Boða til blaðamannafundar vegna afnáms gjaldeyrishafta Fer fram í Hörpu í hádeginu á morgun. 7. júní 2015 19:54
Nefndinni gert viðvart eftir hádegi um þörf á að herða reglur um höftin Árni Páll Árnason kvartaði undan því að stjórnarandstaðan væri ekki með í ráðum. 7. júní 2015 22:28
Lestu frumvarpið sem kvöldfundurinn á Alþingi snýst um Fundur var settur á Alþingi í kvöld klukkan 22 þar sem til umræðu er frumvarp til laga um breytingar á gjaldeyrismálum. 7. júní 2015 22:13
Lögunum ætlað að mæta hættum sem gætu grafið undan aðgerðum stjórnvalda Lestu lögin sem voru samþykkt á Alþingi í kvöld og taka gildi þegar í stað. 7. júní 2015 22:12