„Við áttum bara að hlusta á blaðamannafundinn“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. júní 2015 16:45 Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. vísir/stefán Róbert Marshall, þingmaður Bjartrar framtíðar, greindi frá því á Alþingi í dag að þingmenn hafi verið boðaðir á kynningarfund um losun hafta með níu mínútna fyrirvara. Fundurinn hófst klukkan hálftólf í dag en sagði Róbert að tilkynning um fundinn hafi komið klukkan 11.21. Sagðist hann vita til þess að forseti Alþingis, Einar K. Guðfinnsson, hafi lagt mikið á sig til að af fundinum gæti orðið og þakkaði þingmaðurinn forsetanum fyrir það. Hins vegar sagði Róbert það vera vonbrigði að ríkisstjórnin hafi ekki planað slíkan fund og ráðgert að tala við stjórnarandstöðuna. Undir þessi orð Róberts tók Bjargey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna. Sagði hún að eftir mikla eftirgangssemi af hálfu Svandísar Svavarsdóttur, þingflokksformanns Vinstri grænna, hafi það fengist í gegn að halda fundinn. Sagði Bjarkey að ekki hafi gefist mikill tími til að spyrja spurninga um frumvörpin þar sem hálftíma síðar hafi blaðamannafundur ríkisstjórnarinnar vegna málsins hafist í Hörpu en þingmaðurinn sagði blaðamannafundinn hafa verið „skrautsýningu.“ „Ríkisstjórnin þarf að gera sér grein fyrir því að hún þarf á stjórnarandstöðunni að halda í þessu máli,“ sagði Bjarkey. Þá kom fram í máli Oddnýjar G. Harðardóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, að í gærkvöldi hafi staðan verið þannig að einungis hafi átt að kynna haftafrumvörpin fyrir þingflokkum stjórnarflokkanna en ekki sjórnarandstöðunnar. „Við áttum bara að hlusta á blaðamannafundinn. [...] Upplagið er algjörlega óásættanlegt og ekki sæmandi þessu stóra máli og virðingu þingsins.“ Umræðuna á þinginu í dag má sjá hér að neðan. Alþingi Gjaldeyrishöft Tengdar fréttir Leggja á 39 prósenta skatt á eignir slitabúanna Slitabúin hafa til áramóta að ljúka nauðasamningum. Tekjur ríkissjóðs gætu numið 850 milljörðum. 8. júní 2015 12:12 „Tóm vitleysa“ að forsíðufrétt DV hafi haft áhrif á atburðarásina Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, og Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, hafna því báðir að forsíðufrétt DV síðastliðinn föstudag hafi haft áhrif á atburðarásina vegna losunar fjármagnshafta. 8. júní 2015 14:00 Bjarni Benediktsson: „Mikil og ánægjuleg tímamót“ Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, sagði á blaðamannafundi í hádeginu að stjórnvöld hafi reynt að nálgast vandamálið vegna hafta með það að leiðarljósi að koma með heildstæða lausn. 8. júní 2015 12:51 Forsætisráðherra: Aðgerðirnar geta haft raunveruleg áhrif á daglegt líf Allt sem fæst í aðgerðum stjórnvalda verður notað til að greiða niður skuldir ríkisins. 8. júní 2015 12:23 Skuldir ríkissjóðs gætu lækkað um hátt í helming Tekjur sem koma í ríkiskassann frá slitabúum föllnu bankanna við losun fjármagnshafta verða eyrnamerktar því að greiða niður skuldir ríkissjóðs. 8. júní 2015 13:27 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Róbert Marshall, þingmaður Bjartrar framtíðar, greindi frá því á Alþingi í dag að þingmenn hafi verið boðaðir á kynningarfund um losun hafta með níu mínútna fyrirvara. Fundurinn hófst klukkan hálftólf í dag en sagði Róbert að tilkynning um fundinn hafi komið klukkan 11.21. Sagðist hann vita til þess að forseti Alþingis, Einar K. Guðfinnsson, hafi lagt mikið á sig til að af fundinum gæti orðið og þakkaði þingmaðurinn forsetanum fyrir það. Hins vegar sagði Róbert það vera vonbrigði að ríkisstjórnin hafi ekki planað slíkan fund og ráðgert að tala við stjórnarandstöðuna. Undir þessi orð Róberts tók Bjargey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna. Sagði hún að eftir mikla eftirgangssemi af hálfu Svandísar Svavarsdóttur, þingflokksformanns Vinstri grænna, hafi það fengist í gegn að halda fundinn. Sagði Bjarkey að ekki hafi gefist mikill tími til að spyrja spurninga um frumvörpin þar sem hálftíma síðar hafi blaðamannafundur ríkisstjórnarinnar vegna málsins hafist í Hörpu en þingmaðurinn sagði blaðamannafundinn hafa verið „skrautsýningu.“ „Ríkisstjórnin þarf að gera sér grein fyrir því að hún þarf á stjórnarandstöðunni að halda í þessu máli,“ sagði Bjarkey. Þá kom fram í máli Oddnýjar G. Harðardóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, að í gærkvöldi hafi staðan verið þannig að einungis hafi átt að kynna haftafrumvörpin fyrir þingflokkum stjórnarflokkanna en ekki sjórnarandstöðunnar. „Við áttum bara að hlusta á blaðamannafundinn. [...] Upplagið er algjörlega óásættanlegt og ekki sæmandi þessu stóra máli og virðingu þingsins.“ Umræðuna á þinginu í dag má sjá hér að neðan.
Alþingi Gjaldeyrishöft Tengdar fréttir Leggja á 39 prósenta skatt á eignir slitabúanna Slitabúin hafa til áramóta að ljúka nauðasamningum. Tekjur ríkissjóðs gætu numið 850 milljörðum. 8. júní 2015 12:12 „Tóm vitleysa“ að forsíðufrétt DV hafi haft áhrif á atburðarásina Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, og Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, hafna því báðir að forsíðufrétt DV síðastliðinn föstudag hafi haft áhrif á atburðarásina vegna losunar fjármagnshafta. 8. júní 2015 14:00 Bjarni Benediktsson: „Mikil og ánægjuleg tímamót“ Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, sagði á blaðamannafundi í hádeginu að stjórnvöld hafi reynt að nálgast vandamálið vegna hafta með það að leiðarljósi að koma með heildstæða lausn. 8. júní 2015 12:51 Forsætisráðherra: Aðgerðirnar geta haft raunveruleg áhrif á daglegt líf Allt sem fæst í aðgerðum stjórnvalda verður notað til að greiða niður skuldir ríkisins. 8. júní 2015 12:23 Skuldir ríkissjóðs gætu lækkað um hátt í helming Tekjur sem koma í ríkiskassann frá slitabúum föllnu bankanna við losun fjármagnshafta verða eyrnamerktar því að greiða niður skuldir ríkissjóðs. 8. júní 2015 13:27 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Leggja á 39 prósenta skatt á eignir slitabúanna Slitabúin hafa til áramóta að ljúka nauðasamningum. Tekjur ríkissjóðs gætu numið 850 milljörðum. 8. júní 2015 12:12
„Tóm vitleysa“ að forsíðufrétt DV hafi haft áhrif á atburðarásina Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, og Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, hafna því báðir að forsíðufrétt DV síðastliðinn föstudag hafi haft áhrif á atburðarásina vegna losunar fjármagnshafta. 8. júní 2015 14:00
Bjarni Benediktsson: „Mikil og ánægjuleg tímamót“ Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, sagði á blaðamannafundi í hádeginu að stjórnvöld hafi reynt að nálgast vandamálið vegna hafta með það að leiðarljósi að koma með heildstæða lausn. 8. júní 2015 12:51
Forsætisráðherra: Aðgerðirnar geta haft raunveruleg áhrif á daglegt líf Allt sem fæst í aðgerðum stjórnvalda verður notað til að greiða niður skuldir ríkisins. 8. júní 2015 12:23
Skuldir ríkissjóðs gætu lækkað um hátt í helming Tekjur sem koma í ríkiskassann frá slitabúum föllnu bankanna við losun fjármagnshafta verða eyrnamerktar því að greiða niður skuldir ríkissjóðs. 8. júní 2015 13:27