Greiðfært upp að stíflu við Hítarvatn Karl Lúðvíksson skrifar 8. júní 2015 19:55 Flott veiði úr Hítarvatni í fyrra Mynd: Karl Bartels Hítarvatn er eitt skemmtilegasta veiðivatnið til að kíkja í við sumarbyrjun enda er veiðin þar oft mjög góð þegar vatnið fer að hlýna. Vatnið opnaði fyrir veiði síðustu helgi og samkvæmt fréttum á vef Veiðikortsins þá er oðrið greiðfært upp að stíflu og nýbúið að hefla veginn. Austurleiðin er illfær og ekki mælt með því að aka hana nema á sérstaklega vel búnum bílum. Einhverjir veiðimenn hafa þegar lagt leið sína upp að vatni og hafa samkvæmt fréttum frá Veiðikortinu veitt ágætlega. Veiðin í vatninu getur verið mjög góð þegar réttar aðstæður eru fyrir hendi og þegar fyrstu heitu dagarnir eru í Hítardal getur hreinlega verið mokveiði. Bestu flugurnar fyrst á veiðitímanum eru gjarnan straumflugur eins og Nobbler, Dentist, Heimasætan og Mickey Finn en púpurnar koma svo sterkar inn þegar líður á veiðitímann og þá eru það hefðbundnar flugur eins og Krókurinn, Taylor, Peacock, Alma Rún og Killer og þá gjarnan í stærðum 10-16# Stangveiði Mest lesið Ólíku saman að jafna í Dölunum Veiði "Umræðan er byggð á algjörum misskilningi" Veiði Veiðin í Stóru Laxá að fara í gang Veiði Veiðivötn yfir 20.000 fiska múrinn Veiði Veiðin með Gunnari Bender - 8. þáttur Veiði Leirvogsá er komin í gang Veiði 15 punda urriði við opnun Veiðivatna Veiði Fyrstu veiðitölur frá Landssambandi Veiðifélaga Veiði Fimmta tölublað Veiðislóðar komið út Veiði Um 40 laxar komnir úr Korpu Veiði
Hítarvatn er eitt skemmtilegasta veiðivatnið til að kíkja í við sumarbyrjun enda er veiðin þar oft mjög góð þegar vatnið fer að hlýna. Vatnið opnaði fyrir veiði síðustu helgi og samkvæmt fréttum á vef Veiðikortsins þá er oðrið greiðfært upp að stíflu og nýbúið að hefla veginn. Austurleiðin er illfær og ekki mælt með því að aka hana nema á sérstaklega vel búnum bílum. Einhverjir veiðimenn hafa þegar lagt leið sína upp að vatni og hafa samkvæmt fréttum frá Veiðikortinu veitt ágætlega. Veiðin í vatninu getur verið mjög góð þegar réttar aðstæður eru fyrir hendi og þegar fyrstu heitu dagarnir eru í Hítardal getur hreinlega verið mokveiði. Bestu flugurnar fyrst á veiðitímanum eru gjarnan straumflugur eins og Nobbler, Dentist, Heimasætan og Mickey Finn en púpurnar koma svo sterkar inn þegar líður á veiðitímann og þá eru það hefðbundnar flugur eins og Krókurinn, Taylor, Peacock, Alma Rún og Killer og þá gjarnan í stærðum 10-16#
Stangveiði Mest lesið Ólíku saman að jafna í Dölunum Veiði "Umræðan er byggð á algjörum misskilningi" Veiði Veiðin í Stóru Laxá að fara í gang Veiði Veiðivötn yfir 20.000 fiska múrinn Veiði Veiðin með Gunnari Bender - 8. þáttur Veiði Leirvogsá er komin í gang Veiði 15 punda urriði við opnun Veiðivatna Veiði Fyrstu veiðitölur frá Landssambandi Veiðifélaga Veiði Fimmta tölublað Veiðislóðar komið út Veiði Um 40 laxar komnir úr Korpu Veiði