Píkuprump er lyktarlaust prump sem kemur úr píkunni við kynferðislega örvun með fingrum, kynlífstæki eða lim. Við innsetningu í leggöng er lofti ýtt inn og þegar viðkomandi utanaðkomani hlutur er fjarlægður getur komið prump.
Þetta er skaðlaust en getur verið hávært og að mati margra, vandræðalegt.
Í hvert sinn sem loft fer inn í píkuna þá þarf það að komast út.
Það er hægt að píkuprumpa án innsetningar hluta og við sumar athafnir þegar grindarbotninn er spenntur getur loft sogast inn og svo komið prumphljóð þegar loftið fer aftur út.
Sumar hafa meira að segja þjálfað þetta og beislað prumpið í hljómfagra flautu.
Þó ber að taka sérstaklega fram að aldrei skal blása lofti upp í leggöng því það getur verið stórhættulegt, sérstaklega á meðgöngu.