Miðaldra karlmenn elska Eurovision Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 20. maí 2015 14:22 Áhugi Íslendinga á Eurovision á sér varla hliðstæðu. vísir/getty Nú er ein stærsta sjónvarpsvika landsins gengin í garð. Enginn dagskrárliður er með meira áhorf í íslensku sjónvarpi en Eurovision-keppnin þrátt fyrir að Áramótaskaupið sé þar mjög nærri, ef miðað er við tölur frá síðasta ári. Meðaláhorf á Eurovision í fyrra var um 70 prósent en uppsafnað áhorf um 83 prósent. H:N markaðssamskipti tók saman athyglisverðar upplýsingar um áhorfið á keppnina í fyrra. Þar kemur fram að 73 prósent ungra kvenna á aldrinum 12-30 ára fylgdust með þegar mest lét. Karlmenn á aldrinum 55-70 ára voru þó fjölmennari, því alls söfnuðust 83 prósent þeirra við skjáinn. Konur á aldrinum 30-45 ára náðu ekki að trompa karlahópinn en þær náðu mest samanlagt 77 prósenta áhorfi, sem þó engu að síður er mjög mikið áhorf.vísir/h:n markaðssamskiptiTil samanburðar má rifja upp að áhorf á einn af þýðingarmeiri knattspyrnuleikjum íslenska karlalandsliðsins, leik Króatíu og Íslands haustið 2013, var 54 prósent. Ef vinsældir Eurovision á Íslandi eru settar í samhengi má nefna að 114 milljónir Bandaríkjamanna horfðu á úrslitaleik Ofurskálarinnar (e.Superbowl) í ár. Það þýðir að meðaláhorf var um 35 prósent. Ef sami áhugi væri fyrir Ofurskálinni í Bandaríkjunum og fyrir Eurovision á Íslandi hefðu tæplega 230 milljónir Bandaríkjamanna setið límdar við skjáinn. Áhorfstölurnar eru unnar upp úr fjölmiðlamælingum Gallup á Íslandi og birtar með góðfúslegu leyfi þeirra.Hvaða Eurovision-lög eru best þetta árið? Taktu þátt í könnun Vísis hér. Eurovision Tengdar fréttir Stíf partýhöld frá klukkan fimm: Heimagerður fáni skylda "Ég er gjörsamlega djúpt sokkinn fyrir mörgum árum,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður forsætisráðherra. 20. maí 2015 11:30 Finnsku Eurovision-fararnir: „Við reyndum að gera allt rétt“ Pertti Kurikka, forsprakki PKN, segir meðlimi sveitarinnar hafa gert sitt besta í gærkvöldi. 20. maí 2015 13:05 „Líf mitt er á krossgötum í augnablikinu“ „Ég fór úr því að lifa mjög miklu einkalífi yfir í að allt í einu vita allir allt um mann. Svo ég þarf að hafa fyrir því að halda persónulegum hlutum fyrir mig,“ segir María Ólafsdóttir. 19. maí 2015 12:00 Eurovision-uppskriftir: Ljúffeng ídýfa og súkkulaðimús Einfalt og fljótlegt og tilvalið í Eurovision-partýið. 20. maí 2015 10:00 Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Fleiri fréttir „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Sjá meira
Nú er ein stærsta sjónvarpsvika landsins gengin í garð. Enginn dagskrárliður er með meira áhorf í íslensku sjónvarpi en Eurovision-keppnin þrátt fyrir að Áramótaskaupið sé þar mjög nærri, ef miðað er við tölur frá síðasta ári. Meðaláhorf á Eurovision í fyrra var um 70 prósent en uppsafnað áhorf um 83 prósent. H:N markaðssamskipti tók saman athyglisverðar upplýsingar um áhorfið á keppnina í fyrra. Þar kemur fram að 73 prósent ungra kvenna á aldrinum 12-30 ára fylgdust með þegar mest lét. Karlmenn á aldrinum 55-70 ára voru þó fjölmennari, því alls söfnuðust 83 prósent þeirra við skjáinn. Konur á aldrinum 30-45 ára náðu ekki að trompa karlahópinn en þær náðu mest samanlagt 77 prósenta áhorfi, sem þó engu að síður er mjög mikið áhorf.vísir/h:n markaðssamskiptiTil samanburðar má rifja upp að áhorf á einn af þýðingarmeiri knattspyrnuleikjum íslenska karlalandsliðsins, leik Króatíu og Íslands haustið 2013, var 54 prósent. Ef vinsældir Eurovision á Íslandi eru settar í samhengi má nefna að 114 milljónir Bandaríkjamanna horfðu á úrslitaleik Ofurskálarinnar (e.Superbowl) í ár. Það þýðir að meðaláhorf var um 35 prósent. Ef sami áhugi væri fyrir Ofurskálinni í Bandaríkjunum og fyrir Eurovision á Íslandi hefðu tæplega 230 milljónir Bandaríkjamanna setið límdar við skjáinn. Áhorfstölurnar eru unnar upp úr fjölmiðlamælingum Gallup á Íslandi og birtar með góðfúslegu leyfi þeirra.Hvaða Eurovision-lög eru best þetta árið? Taktu þátt í könnun Vísis hér.
Eurovision Tengdar fréttir Stíf partýhöld frá klukkan fimm: Heimagerður fáni skylda "Ég er gjörsamlega djúpt sokkinn fyrir mörgum árum,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður forsætisráðherra. 20. maí 2015 11:30 Finnsku Eurovision-fararnir: „Við reyndum að gera allt rétt“ Pertti Kurikka, forsprakki PKN, segir meðlimi sveitarinnar hafa gert sitt besta í gærkvöldi. 20. maí 2015 13:05 „Líf mitt er á krossgötum í augnablikinu“ „Ég fór úr því að lifa mjög miklu einkalífi yfir í að allt í einu vita allir allt um mann. Svo ég þarf að hafa fyrir því að halda persónulegum hlutum fyrir mig,“ segir María Ólafsdóttir. 19. maí 2015 12:00 Eurovision-uppskriftir: Ljúffeng ídýfa og súkkulaðimús Einfalt og fljótlegt og tilvalið í Eurovision-partýið. 20. maí 2015 10:00 Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Fleiri fréttir „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Sjá meira
Stíf partýhöld frá klukkan fimm: Heimagerður fáni skylda "Ég er gjörsamlega djúpt sokkinn fyrir mörgum árum,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður forsætisráðherra. 20. maí 2015 11:30
Finnsku Eurovision-fararnir: „Við reyndum að gera allt rétt“ Pertti Kurikka, forsprakki PKN, segir meðlimi sveitarinnar hafa gert sitt besta í gærkvöldi. 20. maí 2015 13:05
„Líf mitt er á krossgötum í augnablikinu“ „Ég fór úr því að lifa mjög miklu einkalífi yfir í að allt í einu vita allir allt um mann. Svo ég þarf að hafa fyrir því að halda persónulegum hlutum fyrir mig,“ segir María Ólafsdóttir. 19. maí 2015 12:00
Eurovision-uppskriftir: Ljúffeng ídýfa og súkkulaðimús Einfalt og fljótlegt og tilvalið í Eurovision-partýið. 20. maí 2015 10:00