Handbolti

Ásgeir Örn var óstöðvandi

Ásgeir Örn í leik með PSG.
Ásgeir Örn í leik með PSG. vísir/afp
Það gekk vel hjá Íslendingaliðunum í franska handboltanum í kvöld. St. Raphael og Nimes unnu en Sélestat tapaði enn og aftur.

Ásgeir Örn Hallgrímsson fór algjörlega á kostum í liði Nimes í kvöld er liðið vann, 28-34, gegn AIX. Ásgeir var óstöðvandi og skoraði 11 mörk í leiknum.

Mörk Ásgeirs komu úr 15 skotum og ekki eitt markanna kom af vítalínunni.

Arnór Atlason átti mjög fínan leik fyrir St. Raphael sem lagði Istres, 38-30. Arnór skoraði fimm mörk úr sjö skotum.

Snorri Steinn Guðjónsson hafði óvenju hægt um sig og skoraði aðeins tvö mörk í sex skotum örk í tapi, 31-32, gegn Nantes í kvöld. Snorri fær reyndar minna að spila eftir að hann var seldur til Nimes en hann fer þangað í sumar.

Sélestat er í næstneðsta sæti deildarinnar en St. Raphael er í fjórða sæti og Nimes því áttunda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×