Warner Bros hafa birt leikna stiklu fyrir Batman: Arkham Knight sem gengur undir heitinu: Vertu Batman, eða Be The Batman. Leikstjóri stiklunnar er Tim Cronenweth sem leikstýrði myndunum Gone girl, The girl with the Dragon Tatto og Fight Club.
Arkham Knight er fjórði leikurinn í hinni vinsælu Arkham seríu og jafnframt hinn síðasti. Fyrsti leikurinn, Arkham Asylum, kom út árið 2009.