Fíkniefnastefna stjórnvalda mótuð fyrir ráðstefnu S.Þ. Heimir Már Pétursson skrifar 23. maí 2015 19:00 Ný samtök um skaðaminnkun í fíkniefnamálum, Frú Laufey, voru stofnuð í gær, en talskona þeirra sagði á fundi með fyrrverandi forseta Sviss í dag að skilaboð hennar væru mikilvægt innlegg í umræðuna. Formaður nefndar heilbrigðisráðherra um fíkniefnastefnuna segir mikilvægt að Ísland móti nýja stefnu fyrir ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna á næsta ári. Ruth Dreifuss fyrrverandi innanríkisráðherra og forseti Sviss og sendiboði Alþjóðanefndar um stefnuna í fíkniefnamálum hóf heimsókn sína til Íslands með viðtali í Íslandi í dag á fimmtudag. Viðtalið má sjá hér. Hún hefur síðan átt fundi með heilbrigðisráðherra og innanríkisráðherra en í dag flutti hún erindi á opnum fundi í Odda Háskóla Íslands. Umræðan um fíkniefnamálin í heiminum hefur breyst og sú umræða hefur náð til Íslands. Fjöldi manns mætti til að hlusta á Ruth Dreifuss í Odda í dag þar sem fram kom greinilegur áhugi á að breyta stefnunni í þessum málum. Undanfarin fimm ár hefur frú Ragnheiður þjónað sprautuefnaneytendum en í gær voru samtökin frú Laufey stofnuð til að vinna að skaðaminnkun í samfélaginu. „Þetta er fagfólk sem vill láta enn frekar til sín taka og huga að því að efla þessa þjónustu. Samþætta heilbrigðis- og velferðarkerfið og gera það að verkum að við getum búið til heilstæða þjónustu fyrir einstaklinga sem þurfa á þvi að halda. Sem verða fyrir skaða vegna vímuefnanotkunar,“ segir Helga Sif Friðjónsdóttir doktor í geðhjúkrunarfræði og einn stofnenda Frú Laufeyjar. Helgi Gunnlaugsson prófessor í afbrotafræði tók ásamt henni og Borgari Þór Einarssyni formanni nefndar heilbrigðisráðherra um endurskoðun stefnunar í fíkniefnamálum þátt í pallborði með Ruth Dreifuss að loknu erindi hennar í Odda í dag. „Það má segja að Íslendingar hafi fylgt raunverulega þeirri stefnu sem hefur verið víðast hvar ríkjandi. Sem er leið refsivandarins gagnvart þessum vanda,“ segir Helgi. Dreifuss bendi á nauðsyn þess að endurskilgreina fíkniefnavandann sem heilbrigðis- og félagsmál. „Ég held að þetta séu sjónarmið sem við verðum að taka til greina með einhverjum hætti. Reyna að einhverju leyti að hafa hughrekki til að skoða þessi mál á nýjan leik. Þá kannski sérstaklega hvað snertir refsingu á einstaklingum fyrir vörslu og neyslu á þessum efnum,“ segir Helgi. Nú er starfandi nefndsérfræðinga á vegum heilbrigðisráðherra um endurskoðun stefnu íslenskra stjórvalda sem skilar af sér í haust en nefndin hefur þegar lagt til að hún muni starfa áfram í anda réttarfarsnefndar, ráðuneytinu og Alþingi til ráðgjafnar. En á næsta ári verður stór ráðstefna á vegum Sameinuðu þjóðanna um þessi mál. „Ég held að það sé mjög mikilvægt að við komum þar með einhverja skoðun á málinu. Það er hluti af því sem nefndin er að gera, að undirbúa stefnu sem íslensk stjórnvöld munu hafa í þessu máli og hvoru megin línunnar við ætlum að standa,“ segir Borgar Þór. Alþingi Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Ný samtök um skaðaminnkun í fíkniefnamálum, Frú Laufey, voru stofnuð í gær, en talskona þeirra sagði á fundi með fyrrverandi forseta Sviss í dag að skilaboð hennar væru mikilvægt innlegg í umræðuna. Formaður nefndar heilbrigðisráðherra um fíkniefnastefnuna segir mikilvægt að Ísland móti nýja stefnu fyrir ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna á næsta ári. Ruth Dreifuss fyrrverandi innanríkisráðherra og forseti Sviss og sendiboði Alþjóðanefndar um stefnuna í fíkniefnamálum hóf heimsókn sína til Íslands með viðtali í Íslandi í dag á fimmtudag. Viðtalið má sjá hér. Hún hefur síðan átt fundi með heilbrigðisráðherra og innanríkisráðherra en í dag flutti hún erindi á opnum fundi í Odda Háskóla Íslands. Umræðan um fíkniefnamálin í heiminum hefur breyst og sú umræða hefur náð til Íslands. Fjöldi manns mætti til að hlusta á Ruth Dreifuss í Odda í dag þar sem fram kom greinilegur áhugi á að breyta stefnunni í þessum málum. Undanfarin fimm ár hefur frú Ragnheiður þjónað sprautuefnaneytendum en í gær voru samtökin frú Laufey stofnuð til að vinna að skaðaminnkun í samfélaginu. „Þetta er fagfólk sem vill láta enn frekar til sín taka og huga að því að efla þessa þjónustu. Samþætta heilbrigðis- og velferðarkerfið og gera það að verkum að við getum búið til heilstæða þjónustu fyrir einstaklinga sem þurfa á þvi að halda. Sem verða fyrir skaða vegna vímuefnanotkunar,“ segir Helga Sif Friðjónsdóttir doktor í geðhjúkrunarfræði og einn stofnenda Frú Laufeyjar. Helgi Gunnlaugsson prófessor í afbrotafræði tók ásamt henni og Borgari Þór Einarssyni formanni nefndar heilbrigðisráðherra um endurskoðun stefnunar í fíkniefnamálum þátt í pallborði með Ruth Dreifuss að loknu erindi hennar í Odda í dag. „Það má segja að Íslendingar hafi fylgt raunverulega þeirri stefnu sem hefur verið víðast hvar ríkjandi. Sem er leið refsivandarins gagnvart þessum vanda,“ segir Helgi. Dreifuss bendi á nauðsyn þess að endurskilgreina fíkniefnavandann sem heilbrigðis- og félagsmál. „Ég held að þetta séu sjónarmið sem við verðum að taka til greina með einhverjum hætti. Reyna að einhverju leyti að hafa hughrekki til að skoða þessi mál á nýjan leik. Þá kannski sérstaklega hvað snertir refsingu á einstaklingum fyrir vörslu og neyslu á þessum efnum,“ segir Helgi. Nú er starfandi nefndsérfræðinga á vegum heilbrigðisráðherra um endurskoðun stefnu íslenskra stjórvalda sem skilar af sér í haust en nefndin hefur þegar lagt til að hún muni starfa áfram í anda réttarfarsnefndar, ráðuneytinu og Alþingi til ráðgjafnar. En á næsta ári verður stór ráðstefna á vegum Sameinuðu þjóðanna um þessi mál. „Ég held að það sé mjög mikilvægt að við komum þar með einhverja skoðun á málinu. Það er hluti af því sem nefndin er að gera, að undirbúa stefnu sem íslensk stjórnvöld munu hafa í þessu máli og hvoru megin línunnar við ætlum að standa,“ segir Borgar Þór.
Alþingi Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira