Vök sendir frá sér þröngskífuna Circles Stefán Árni Pálsson skrifar 27. maí 2015 19:00 Framundan eru tónleikar í Hörpu þar sem sveitin hitar upp fyrir Ásgeir 16. júní. Hljómsveitin Vök gaf út sína aðra þröngskífu, Circles, föstudaginn 22. maí en sveitin er ný komin heim eftir vel heppnaða ferð á The Great Escape tónlistarhátíðina í Brighton þar sem sveitin hefur hlotið góða dóma fyrir. Framundan eru tónleikar í Hörpu þar sem sveitin hitar upp fyrir Ásgeir 16. júní og þá spilar sveitin á Hróarskeldu ásamt fleiri tónlistarhátíðum vítt og breytt um Evrópu. Vök er skipuð Andra Má Enokssyni, Margréti Rán Magnúsdóttur og Ólafi Alexander Ólafssyni. Upptökur og upptökustjórn var í höndum hljómsveitarmeðlima en Biggi Veira oftast kenndur við GusGus sá um hljóðblöndun og hljómjöfnun. Vök vakti mikla athygli þegar þau komu fyrst fram á sjónarsviðið og sigruðu Músíktilraunir 2013. Plötufyrirtækið Record Records gerði samning við sveitina um útgáfu á EP plötunni „Tension“ sama ár. Platan hefur hlotið mikil lof bæði hér heima sem og erlendis. Melódísk raftónlist með saxafónsveiflum þykir óvenjuleg og frumleg blanda en um leið hefur Vök þó verið líkt við sveitir á borð við Air, Portishead og The xx. Vök kom fram á Eurosonic tónlistarhátíðinni nú í janúar þar sem Ísland var fókusþjóð hátíðarinnar. Vök er á lista yfir þau bönd sem fengu flestar bókanir í kjölfarið og er líklegt að þau komi fram á yfir 10 tónlistarhátíðum víðsvegar um heiminn í sumar. Mörg af stærstu tónlistarbloggum erlendis hafa spáð sveitinni góðu gengi, þ.á.m. New York Times, Drowned In Sound, Line of Best Fit, Clash Magazine og Record of the Day. Það er Record Records sem gefur út á Íslandi. Hönnun umslagsins er eftir Snorra Eldjárn en Héðinn Eiríksson tók ljósmyndirnar. Tónlist Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Persónuleg gjafakort sem renna aldrei út Lífið samstarf Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Hljómsveitin Vök gaf út sína aðra þröngskífu, Circles, föstudaginn 22. maí en sveitin er ný komin heim eftir vel heppnaða ferð á The Great Escape tónlistarhátíðina í Brighton þar sem sveitin hefur hlotið góða dóma fyrir. Framundan eru tónleikar í Hörpu þar sem sveitin hitar upp fyrir Ásgeir 16. júní og þá spilar sveitin á Hróarskeldu ásamt fleiri tónlistarhátíðum vítt og breytt um Evrópu. Vök er skipuð Andra Má Enokssyni, Margréti Rán Magnúsdóttur og Ólafi Alexander Ólafssyni. Upptökur og upptökustjórn var í höndum hljómsveitarmeðlima en Biggi Veira oftast kenndur við GusGus sá um hljóðblöndun og hljómjöfnun. Vök vakti mikla athygli þegar þau komu fyrst fram á sjónarsviðið og sigruðu Músíktilraunir 2013. Plötufyrirtækið Record Records gerði samning við sveitina um útgáfu á EP plötunni „Tension“ sama ár. Platan hefur hlotið mikil lof bæði hér heima sem og erlendis. Melódísk raftónlist með saxafónsveiflum þykir óvenjuleg og frumleg blanda en um leið hefur Vök þó verið líkt við sveitir á borð við Air, Portishead og The xx. Vök kom fram á Eurosonic tónlistarhátíðinni nú í janúar þar sem Ísland var fókusþjóð hátíðarinnar. Vök er á lista yfir þau bönd sem fengu flestar bókanir í kjölfarið og er líklegt að þau komi fram á yfir 10 tónlistarhátíðum víðsvegar um heiminn í sumar. Mörg af stærstu tónlistarbloggum erlendis hafa spáð sveitinni góðu gengi, þ.á.m. New York Times, Drowned In Sound, Line of Best Fit, Clash Magazine og Record of the Day. Það er Record Records sem gefur út á Íslandi. Hönnun umslagsins er eftir Snorra Eldjárn en Héðinn Eiríksson tók ljósmyndirnar.
Tónlist Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Persónuleg gjafakort sem renna aldrei út Lífið samstarf Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira