Sigurræða Blatters: Ég er ekki fullkominn Tómas Þór Þórðarson skrifar 29. maí 2015 17:37 Sepp Blatter rífur í spaðann á Issa Hayatou. vísir/getty „Kæru félagar, þið hafið fyrir framan ykkur forseta FIFA. Vinsamlega klappið fyrir honum.“ Þetta sagði Issa Hayatou, forseti afríska knattspyrnusambandsins, er hann stóð við hliðina á Sepp Blatter á sviðinu á ársþingi FIFA sem lauk í dag.Blatter var endurkjörinn forseti FIFA í dag þegar prins Ali bin Hussein dró framboð sitt til baka eftir að fá aðeins 73 atkvæði í fyrstu umferð. Það var við hæfi að Issa Hayatou kynnti Blatter á sviðið þar sem Afríka stendur þétt við bakið á Svisslendingnum. Eftir lófaklapp og smá baul úr salnum þakkaði Blatter fundargestum fyrir.Prins Ali náði ekki kjöri.vísir/getty„Fyrst og fremst vil ég hrósa prins Ali og þakka honum fyrir,“ sagði Blatter. „Prins Ali var keppinautur og áskorandi sem fékk góða kosningu. Hann hefði auðveldlega getað haldið áfram í von um að fá fleiri atkvæði.“ „Að því sögðu þakka ég ykkur fyrir að kjósa mig áfram. Næstu fjögur árin verð ég skipstjóri á FIFA-skipinu sem við munum skila aftur til hafnar.“ „Fyrir fjórum árum var mikið af vandræðum sem við þurftum að afgreiða og ég lét ykkur sjá um það. Ég skoraði á ykkur. „En nú eru vandamál sem við þurfum að leysa innan sambandsins,“ sagði Blatter og talaði einnig um að hann vildi fá fleiri konur í nefndarstörfin. Blatter, sem hefur kvartað yfir því á þinginu að honum sé kennt um spillinguna innan sambandins, ítrekaði enn og aftur að hann ætlar að endurbyggja FIFA. „Ég tek á mig ábyrgðina að endurbyggja FIFA. Ég er viss um að við gerum það saman,“ sagði Blatter. „Ég mun skila af mér FIFA í mjög sterkri stöðu að lokinni forsetatíð minni. En við þurfum að vinna saman.“ „Ég er ekki fullkominn. Enginn er fullkominn, en við munum standa okkur saman. Sameinuð stöndum við. Höldum áfram, FIFA! Þakka ykkur fyrir,“ sagði sigurreifur Sepp Blatter. FIFA Tengdar fréttir Hver er prinsinn sem vill verða FIFA-kóngur? Forsetakjör FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandsins, fer fram í dag. Hinn þaulsætni Sepp Blatter sækist eftir endurkjöri en í vegi hans stendur Ali bin Hussein Jórdaníuprins. 29. maí 2015 07:00 Sprengjuhótun á ársþingi FIFA og allir þurftu að yfirgefa þingsalinn Það gengur ýmislegt á í upphafi 65. ársþings FIFA nú þegar styttist í hinar umdeildu forsetakosningar alþjóðaknattspyrnusambandsins sem fara fram seinna í dag. 29. maí 2015 12:04 Blatter: Set spurningarmerki við að þetta hafi komið fram á þessum tíma Sepp Blatter, forseti FIFA, setti 65. ársþing FIFA í morgun og hélt síðan sína forsetaræðu en Blatter hristir af sér allar ásakanir um spillingar og talaði enn einu sinni um þá fáu "spilltu" embættismönnum FIFA sem eyðileggja fyrir svo mörgum. 29. maí 2015 09:30 Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Fanndís leggur skóna á hilluna Fótbolti „Ekki gleyma mér“ Enski boltinn Fleiri fréttir Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Sjá meira
„Kæru félagar, þið hafið fyrir framan ykkur forseta FIFA. Vinsamlega klappið fyrir honum.“ Þetta sagði Issa Hayatou, forseti afríska knattspyrnusambandsins, er hann stóð við hliðina á Sepp Blatter á sviðinu á ársþingi FIFA sem lauk í dag.Blatter var endurkjörinn forseti FIFA í dag þegar prins Ali bin Hussein dró framboð sitt til baka eftir að fá aðeins 73 atkvæði í fyrstu umferð. Það var við hæfi að Issa Hayatou kynnti Blatter á sviðið þar sem Afríka stendur þétt við bakið á Svisslendingnum. Eftir lófaklapp og smá baul úr salnum þakkaði Blatter fundargestum fyrir.Prins Ali náði ekki kjöri.vísir/getty„Fyrst og fremst vil ég hrósa prins Ali og þakka honum fyrir,“ sagði Blatter. „Prins Ali var keppinautur og áskorandi sem fékk góða kosningu. Hann hefði auðveldlega getað haldið áfram í von um að fá fleiri atkvæði.“ „Að því sögðu þakka ég ykkur fyrir að kjósa mig áfram. Næstu fjögur árin verð ég skipstjóri á FIFA-skipinu sem við munum skila aftur til hafnar.“ „Fyrir fjórum árum var mikið af vandræðum sem við þurftum að afgreiða og ég lét ykkur sjá um það. Ég skoraði á ykkur. „En nú eru vandamál sem við þurfum að leysa innan sambandsins,“ sagði Blatter og talaði einnig um að hann vildi fá fleiri konur í nefndarstörfin. Blatter, sem hefur kvartað yfir því á þinginu að honum sé kennt um spillinguna innan sambandins, ítrekaði enn og aftur að hann ætlar að endurbyggja FIFA. „Ég tek á mig ábyrgðina að endurbyggja FIFA. Ég er viss um að við gerum það saman,“ sagði Blatter. „Ég mun skila af mér FIFA í mjög sterkri stöðu að lokinni forsetatíð minni. En við þurfum að vinna saman.“ „Ég er ekki fullkominn. Enginn er fullkominn, en við munum standa okkur saman. Sameinuð stöndum við. Höldum áfram, FIFA! Þakka ykkur fyrir,“ sagði sigurreifur Sepp Blatter.
FIFA Tengdar fréttir Hver er prinsinn sem vill verða FIFA-kóngur? Forsetakjör FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandsins, fer fram í dag. Hinn þaulsætni Sepp Blatter sækist eftir endurkjöri en í vegi hans stendur Ali bin Hussein Jórdaníuprins. 29. maí 2015 07:00 Sprengjuhótun á ársþingi FIFA og allir þurftu að yfirgefa þingsalinn Það gengur ýmislegt á í upphafi 65. ársþings FIFA nú þegar styttist í hinar umdeildu forsetakosningar alþjóðaknattspyrnusambandsins sem fara fram seinna í dag. 29. maí 2015 12:04 Blatter: Set spurningarmerki við að þetta hafi komið fram á þessum tíma Sepp Blatter, forseti FIFA, setti 65. ársþing FIFA í morgun og hélt síðan sína forsetaræðu en Blatter hristir af sér allar ásakanir um spillingar og talaði enn einu sinni um þá fáu "spilltu" embættismönnum FIFA sem eyðileggja fyrir svo mörgum. 29. maí 2015 09:30 Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Fanndís leggur skóna á hilluna Fótbolti „Ekki gleyma mér“ Enski boltinn Fleiri fréttir Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Sjá meira
Hver er prinsinn sem vill verða FIFA-kóngur? Forsetakjör FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandsins, fer fram í dag. Hinn þaulsætni Sepp Blatter sækist eftir endurkjöri en í vegi hans stendur Ali bin Hussein Jórdaníuprins. 29. maí 2015 07:00
Sprengjuhótun á ársþingi FIFA og allir þurftu að yfirgefa þingsalinn Það gengur ýmislegt á í upphafi 65. ársþings FIFA nú þegar styttist í hinar umdeildu forsetakosningar alþjóðaknattspyrnusambandsins sem fara fram seinna í dag. 29. maí 2015 12:04
Blatter: Set spurningarmerki við að þetta hafi komið fram á þessum tíma Sepp Blatter, forseti FIFA, setti 65. ársþing FIFA í morgun og hélt síðan sína forsetaræðu en Blatter hristir af sér allar ásakanir um spillingar og talaði enn einu sinni um þá fáu "spilltu" embættismönnum FIFA sem eyðileggja fyrir svo mörgum. 29. maí 2015 09:30