Innlent

Borgarbúar endurnýja kynnin við snjóinn

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Hálfur mánuður er frá sumardeginum fyrsta en það stoppar ekki snjókomuna.
Hálfur mánuður er frá sumardeginum fyrsta en það stoppar ekki snjókomuna. Vísir
Margir höfuðborgarbúar vöknuðu í morgun og sáu alhvíta jörð. Sólin hefur leikið við borgarbúa undanfarna daga þó að hitatölur hafi ekki verið háar og var því mörgum brugðið við að sjá hvíta jörð snemma í morgun. Þá er liðinn meira en hálfur mánuður frá sumardeginum fyrsta.



Þetta getur verið eitthvað áfram í dag, einhver smá él,“ segir Hrafn Guðmundsson, veðurfræðingur á vakt Veðurstofu Íslands. „En síðan ætti að létta til í kvöld og nótt. Þá færist éljagangurinn yfir á norðaustanvert landið.“   



Hrafn segir að snjórinn hafi einna helst verið á suðvesturhorninu og sunnanverðu landinu í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×