Sápað fyrir sund sigga dögg skrifar 12. maí 2015 16:00 Vísir/Getty Það að fara í sund er nánast órjúfanlegur hluti af því að vera íslendingur. Þó hafa verið sett viðmið um hvenær sé ekki æskilegt að fara í sund. Þú skalt bíða með sundferð ef...: - Þú ert með ungabarn sem er yngra en 3 mánaða, ungabarnasund er alltaf í vel hitaðri innilaug og hefst eftir 3 mánaða aldurinn - Þú hefur nýverið fætt barn í gegnum leggöng og er miðað við að bæða í 6 vikur svo leghálsinn, það er sárið eftir fylgjuna, sé fullgróið - Þú ert með nýtt húðflúr eða hefur fengið þér götun einhver staðar á líkamann - Þú hefur nýlega látið vaxa líkamshár einhver staðar af líkamanum - Þú ert undir áhrif áfengis og/eða vímuefni - Þú ert óviss útaf líkamlegum sárum eða verkjum þá er vissara að láta sund bara bíða þar til heilbrigðissérfræðingur gefur grænt ljós Góð sundferð bætir og kætir líkama og sál en þó eru ákveðnir hlutir sem margir velta fyrir sér í tengslum við tíða sundböðun líkt og hreinlæti og hvort klórinn í sundlaugarvatninu sé skaðlaus fyrir líkamann.Hver hefur ekki rekist á þetta plakat í sundi?Vísir/SkjáskotUmhverfisstofnun gaf út bækling með ítarlegum leiðbeiningum og miklu regluverki um hvernig skuli staðað að hreinsun baðstaða. Það er ýmislegt sem hefur áhrif á gæði vatnsins • Gerð og efnasamsetning vatnsins. • Óhreinindi sem berast í vatnið. • Hitastig vatnsins. • Ófullkomin vatnsdreifing í laugarkeri sem veldur ófullnægjandi klórdreifingu. • Síun og efnameðferð. • Gestafjöldi miðað við vatnsmagn og síunarhraða. • Hversu vel gestir þvo sér fyrir notkun laugar. Óhreinindi sem berast í sundlaugar eru af mismunandi uppruna • Frá baðgestum: Sviti, slím, bakteríur og veirur, fita, hár, snyrtivörur og önnur óhreinindi. • Úr umhverfinu: Sandur, loftbornar örverur, þörungar, gróðurhlutar, skordýr og fugladrit. • Vegna efnanotkunar og uppleystra efna: Fúgusement og margskonar hreinsi- og hleypiefni. • Frá hreinsitækjum: Óhreinindi geta komist frá hreinsitækjum og út í laug, vegna bilunar eða rangrar notkunar. • Með innrennslisvatni: Málmsölt, aðallega járn, kísill, mangan og sínk. Baðvatnið þarf að sótthreinsa til þess að drepa sjúkdómsvaldandi bakteríur og fleiri örverur. Lífræn efni sem bindast sótthreinsiefnum geta myndað óæskileg efni sem geta valdið ertingu. Til að geta dregið úr notkun klórs í sundlaugum er mikilvægt að baða sig með sápu áður en farið er ofan í sundlaugina, samkvæmt sérfræðingum og baðvörðum sundlauganna.Vísir/GettySundlaugagestir eru mis viðkvæmir fyrir klórnum sem eru settir í sund og kvarta sumir undan ertingu í húð og augum en enn aðrir kvarta undan vandræðum tengdum öndunarfærum. Nú eru farnar að heyrast þó nokkrar raddir um annars konar hreinsun á baðvatninu, hvort sem er með útfjólubláu ljósi eða plöntum. Vissulega gilda aðrar reglur um náttúrulega baðstaði líkt og náttúrulaugar víðs vegar um landið en einnig um Bláa Lónið. Það er því vissara að viðhalda hreinlæti sundlauga vatnsins, þín sjálfs og annarra baðgesta og sápa þig fyrir sundferð! Heilsa Tengdar fréttir Sexí leikreglur í sól Með hækkandi sól vaknar kynlöngun en henni er best að stýra og koma í réttan farveg, sérstaklega í norðanátt og stinningskulda 12. maí 2015 11:00 Mest lesið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira
Það að fara í sund er nánast órjúfanlegur hluti af því að vera íslendingur. Þó hafa verið sett viðmið um hvenær sé ekki æskilegt að fara í sund. Þú skalt bíða með sundferð ef...: - Þú ert með ungabarn sem er yngra en 3 mánaða, ungabarnasund er alltaf í vel hitaðri innilaug og hefst eftir 3 mánaða aldurinn - Þú hefur nýverið fætt barn í gegnum leggöng og er miðað við að bæða í 6 vikur svo leghálsinn, það er sárið eftir fylgjuna, sé fullgróið - Þú ert með nýtt húðflúr eða hefur fengið þér götun einhver staðar á líkamann - Þú hefur nýlega látið vaxa líkamshár einhver staðar af líkamanum - Þú ert undir áhrif áfengis og/eða vímuefni - Þú ert óviss útaf líkamlegum sárum eða verkjum þá er vissara að láta sund bara bíða þar til heilbrigðissérfræðingur gefur grænt ljós Góð sundferð bætir og kætir líkama og sál en þó eru ákveðnir hlutir sem margir velta fyrir sér í tengslum við tíða sundböðun líkt og hreinlæti og hvort klórinn í sundlaugarvatninu sé skaðlaus fyrir líkamann.Hver hefur ekki rekist á þetta plakat í sundi?Vísir/SkjáskotUmhverfisstofnun gaf út bækling með ítarlegum leiðbeiningum og miklu regluverki um hvernig skuli staðað að hreinsun baðstaða. Það er ýmislegt sem hefur áhrif á gæði vatnsins • Gerð og efnasamsetning vatnsins. • Óhreinindi sem berast í vatnið. • Hitastig vatnsins. • Ófullkomin vatnsdreifing í laugarkeri sem veldur ófullnægjandi klórdreifingu. • Síun og efnameðferð. • Gestafjöldi miðað við vatnsmagn og síunarhraða. • Hversu vel gestir þvo sér fyrir notkun laugar. Óhreinindi sem berast í sundlaugar eru af mismunandi uppruna • Frá baðgestum: Sviti, slím, bakteríur og veirur, fita, hár, snyrtivörur og önnur óhreinindi. • Úr umhverfinu: Sandur, loftbornar örverur, þörungar, gróðurhlutar, skordýr og fugladrit. • Vegna efnanotkunar og uppleystra efna: Fúgusement og margskonar hreinsi- og hleypiefni. • Frá hreinsitækjum: Óhreinindi geta komist frá hreinsitækjum og út í laug, vegna bilunar eða rangrar notkunar. • Með innrennslisvatni: Málmsölt, aðallega járn, kísill, mangan og sínk. Baðvatnið þarf að sótthreinsa til þess að drepa sjúkdómsvaldandi bakteríur og fleiri örverur. Lífræn efni sem bindast sótthreinsiefnum geta myndað óæskileg efni sem geta valdið ertingu. Til að geta dregið úr notkun klórs í sundlaugum er mikilvægt að baða sig með sápu áður en farið er ofan í sundlaugina, samkvæmt sérfræðingum og baðvörðum sundlauganna.Vísir/GettySundlaugagestir eru mis viðkvæmir fyrir klórnum sem eru settir í sund og kvarta sumir undan ertingu í húð og augum en enn aðrir kvarta undan vandræðum tengdum öndunarfærum. Nú eru farnar að heyrast þó nokkrar raddir um annars konar hreinsun á baðvatninu, hvort sem er með útfjólubláu ljósi eða plöntum. Vissulega gilda aðrar reglur um náttúrulega baðstaði líkt og náttúrulaugar víðs vegar um landið en einnig um Bláa Lónið. Það er því vissara að viðhalda hreinlæti sundlauga vatnsins, þín sjálfs og annarra baðgesta og sápa þig fyrir sundferð!
Heilsa Tengdar fréttir Sexí leikreglur í sól Með hækkandi sól vaknar kynlöngun en henni er best að stýra og koma í réttan farveg, sérstaklega í norðanátt og stinningskulda 12. maí 2015 11:00 Mest lesið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira
Sexí leikreglur í sól Með hækkandi sól vaknar kynlöngun en henni er best að stýra og koma í réttan farveg, sérstaklega í norðanátt og stinningskulda 12. maí 2015 11:00