Bróðir Adebayors stelur öllu steini léttara Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. maí 2015 15:00 Emmanuel er ekki sáttur. vísir/getty Emmanuel Adebayor, framherji Tottenham í ensku úrvalsdeildinni, skrifaði reiðipistil á Facebook-síðu sína um bróður sinn, Rotimi. Sá er mikill þjófur virðist vera, en þetta er ekki í fyrsta skipti sem Tógómaðurinn notar opinbera Facebook-síðu sína til að skammast yfir systkinum sínum. „Árið 2002 fór ég í Afríkukeppnina í Malí og varð þess heiðurs aðnjótandi að skipta á treyjum við Marc-Vivien Foé. Megi hann hvíla í friði,“ segir Adebayor, en Foé, sem var landsliðsmaður Kamerún, lést í miðjum leik í Álfukeppninni ári síðar. „Þegar ég kom aftur til Tógó setti ég þá treyju á öruggan stað, en bróðir minn fann leið til að stela henni og seldi hana svo.“ „Þegar ég fór frá Metz til Monaco komumst við í Meistaradeildina og spiluðum þar gegn Real Madrid. Ég var svo heppinn að fá treyju Zidane áritaða, en bróðir minn stal henni líka og seldi.“ Adebayor hélt áfram að skammast yfir bróður sínum sem lagðist svo lágt að stela af móður þeirra. „Þegar ég var hjá Metz fékk ég 15.000 evrur í laun á mánuði. Ég vildi gefa móður minni eitthvað sérstakt fyrir allt sem hún gerði fyrir mig. Ég vildi gleðja hana,“ segir Adebayor. „Ég ákvað nota þriggja mánaða laun og kaupa handa henni Cartier-hálsfesti. Hún kostaði 45.000 evrur. Rotimi og félagar hans, Akim og Tao, stálu henni og seldu fyrir 800 evrur,“ segir Emmanuel Adebayor. Enski boltinn Tógó Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Sjá meira
Emmanuel Adebayor, framherji Tottenham í ensku úrvalsdeildinni, skrifaði reiðipistil á Facebook-síðu sína um bróður sinn, Rotimi. Sá er mikill þjófur virðist vera, en þetta er ekki í fyrsta skipti sem Tógómaðurinn notar opinbera Facebook-síðu sína til að skammast yfir systkinum sínum. „Árið 2002 fór ég í Afríkukeppnina í Malí og varð þess heiðurs aðnjótandi að skipta á treyjum við Marc-Vivien Foé. Megi hann hvíla í friði,“ segir Adebayor, en Foé, sem var landsliðsmaður Kamerún, lést í miðjum leik í Álfukeppninni ári síðar. „Þegar ég kom aftur til Tógó setti ég þá treyju á öruggan stað, en bróðir minn fann leið til að stela henni og seldi hana svo.“ „Þegar ég fór frá Metz til Monaco komumst við í Meistaradeildina og spiluðum þar gegn Real Madrid. Ég var svo heppinn að fá treyju Zidane áritaða, en bróðir minn stal henni líka og seldi.“ Adebayor hélt áfram að skammast yfir bróður sínum sem lagðist svo lágt að stela af móður þeirra. „Þegar ég var hjá Metz fékk ég 15.000 evrur í laun á mánuði. Ég vildi gefa móður minni eitthvað sérstakt fyrir allt sem hún gerði fyrir mig. Ég vildi gleðja hana,“ segir Adebayor. „Ég ákvað nota þriggja mánaða laun og kaupa handa henni Cartier-hálsfesti. Hún kostaði 45.000 evrur. Rotimi og félagar hans, Akim og Tao, stálu henni og seldu fyrir 800 evrur,“ segir Emmanuel Adebayor.
Enski boltinn Tógó Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Sjá meira