Fullt út úr dyrum alla daga í íslensku moskunni í Feneyjum Bjarki Ármannsson skrifar 11. maí 2015 21:24 Mynd New York Times innan úr moskunni. Sverrir Agnarsson sést fyrir miðju. Mynd/New York Times Framlag Íslands til Feneyjatvíæringsins í ár, Fyrsta moskan í Feneyjum eftir Christop Buchel, hefur vakið mikla athygli á hátíðinni og segja aðstandendur að fullt hafi verið út úr dyrum alla daga frá því að sýningin var opnuð á föstudag. Lögfræðingar skoða þó enn athugasemdir lögreglu þar í bæ við verkið. Fyrsta moskan í Feneyjum er íslömsk moska sem sett hefur verið upp í fornfrægri kaþólskri kirkju frá 10. öld. Björg Stefánsdóttir, hjá Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar (KÍM), segir góða aðsókn og sterk viðbrögð við verkinu ekki koma á óvart. „Við bjuggumst náttúrulega alveg við því, við höfðum mikla trú á þessu verkefni,“ segir Björg. Hún fullyrðir að aldrei hafi fleiri mætt á opnun íslenskrar sýningar á hátíðinni en þó liggur ekki fyrir hversu margir mættu nú um helgina. „Ég kom á laugardaginn, daginn eftir opnunina,“ segir Björg. „Svona kortéri eftir að við vorum búin að opna, þá var alveg fullt út úr dyrum.“ Pína ekki fólk til að fara úr skóm Búast mátti við því að opnun mosku í kaþólskri kirkju myndi ef til vill stuða suma og um helgina bárust fregnir af því að nokkrir Feneyingar hefðu mótmælt fyrir framan moskuna. Björg segir þó að varla sé hægt að tala um mótmæli. „Það var bara fólk sem kom og talaði við okkur og spurði hvað væri í gangi,“ segir hún. „Þau voru með stórar spurningar, sem er skiljanlegt. Þetta er náttúrulega heitt málefni. Við bara töluðum við þau og áttum gott samtal. Þau voru frekar æst til að byrja með en í lokin voru allir frekar sáttir.“ Hún segir að þetta séu sennilega neikvæðustu viðbrögðin við verkinu sem hún hefur orðið vör við. „Það var einhver ein týpa sem var æstur yfir því að hann þyrfti að fara úr skónum,“ segir Björg. „En við sögðum honum svo bara að hann mætti labba um eins og hann vildi, fyrst hann færi fram á það. Við erum ekkert að pína fólk til þess að fara úr skónum.“ Sem kunnugt er, stendur sýning á Feneyjatvíæringnum alla jafna yfir í hálft ár. Að þessu sinni verður hins vegar opið í heila sjö mánuði. Björg og sumir aðrir sem viðstaddir voru opnunina eru komnir frá Feneyjum en Sverrir Ibrahim Agnarsson, formaður Félags íslenskra múslima og þátttakandi í verkinu, hyggst vera viðstaddur sýninguna meira og minna allan tímann sem hún verður opin. Listamaðurinn sjálfur, hinn svissneski og íslenski Christop Buchel, er enn í Feneyjum ásamt Nínu Magnúsdóttur sýningarstjóra, en þau verða þar sennilega ekki alla sjö mánuðina. Stefna að því að halda opnu þrátt fyrir athugasemdir lögreglu Babb kom í bátinn rétt fyrir opnun sýningarinnar þegar KÍM barst bréf frá borgaryfirvöldum í Feneyjum þar sem fram kom að lögreglan þar í borg teldi moskuna mögulega „ógn við öryggið.“ Sýningin opnaði samt sem áður og Björg segir að þau hafi ekki heyrt meira frá borgaryfirvöldum vegna málsins. „Við erum bara að vinna í þessu áfram og erum með lögfræðinga sem eru að hjálpa okkur,“ segir Björg. „Þetta er semsagt í vinnslu.“ Málinu er þannig ekki lokið en Björg telur ekki ástæðu til að óttast það að sýningunni verði lokað. „Nei, það er allavega ekki komið að því ennþá,“ segir hún. „Við náttúrulega stefnum bara að því að halda opnu og erum bara vongóð.“ Feneyjatvíæringurinn Tengdar fréttir Íslensk moska í Feneyjum veldur usla Framlag Íslendinga á Feneyjartvíæringnum er talin ógn við öryggið. 7. maí 2015 07:54 Mest lesið Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Fleiri fréttir Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Sjá meira
Framlag Íslands til Feneyjatvíæringsins í ár, Fyrsta moskan í Feneyjum eftir Christop Buchel, hefur vakið mikla athygli á hátíðinni og segja aðstandendur að fullt hafi verið út úr dyrum alla daga frá því að sýningin var opnuð á föstudag. Lögfræðingar skoða þó enn athugasemdir lögreglu þar í bæ við verkið. Fyrsta moskan í Feneyjum er íslömsk moska sem sett hefur verið upp í fornfrægri kaþólskri kirkju frá 10. öld. Björg Stefánsdóttir, hjá Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar (KÍM), segir góða aðsókn og sterk viðbrögð við verkinu ekki koma á óvart. „Við bjuggumst náttúrulega alveg við því, við höfðum mikla trú á þessu verkefni,“ segir Björg. Hún fullyrðir að aldrei hafi fleiri mætt á opnun íslenskrar sýningar á hátíðinni en þó liggur ekki fyrir hversu margir mættu nú um helgina. „Ég kom á laugardaginn, daginn eftir opnunina,“ segir Björg. „Svona kortéri eftir að við vorum búin að opna, þá var alveg fullt út úr dyrum.“ Pína ekki fólk til að fara úr skóm Búast mátti við því að opnun mosku í kaþólskri kirkju myndi ef til vill stuða suma og um helgina bárust fregnir af því að nokkrir Feneyingar hefðu mótmælt fyrir framan moskuna. Björg segir þó að varla sé hægt að tala um mótmæli. „Það var bara fólk sem kom og talaði við okkur og spurði hvað væri í gangi,“ segir hún. „Þau voru með stórar spurningar, sem er skiljanlegt. Þetta er náttúrulega heitt málefni. Við bara töluðum við þau og áttum gott samtal. Þau voru frekar æst til að byrja með en í lokin voru allir frekar sáttir.“ Hún segir að þetta séu sennilega neikvæðustu viðbrögðin við verkinu sem hún hefur orðið vör við. „Það var einhver ein týpa sem var æstur yfir því að hann þyrfti að fara úr skónum,“ segir Björg. „En við sögðum honum svo bara að hann mætti labba um eins og hann vildi, fyrst hann færi fram á það. Við erum ekkert að pína fólk til þess að fara úr skónum.“ Sem kunnugt er, stendur sýning á Feneyjatvíæringnum alla jafna yfir í hálft ár. Að þessu sinni verður hins vegar opið í heila sjö mánuði. Björg og sumir aðrir sem viðstaddir voru opnunina eru komnir frá Feneyjum en Sverrir Ibrahim Agnarsson, formaður Félags íslenskra múslima og þátttakandi í verkinu, hyggst vera viðstaddur sýninguna meira og minna allan tímann sem hún verður opin. Listamaðurinn sjálfur, hinn svissneski og íslenski Christop Buchel, er enn í Feneyjum ásamt Nínu Magnúsdóttur sýningarstjóra, en þau verða þar sennilega ekki alla sjö mánuðina. Stefna að því að halda opnu þrátt fyrir athugasemdir lögreglu Babb kom í bátinn rétt fyrir opnun sýningarinnar þegar KÍM barst bréf frá borgaryfirvöldum í Feneyjum þar sem fram kom að lögreglan þar í borg teldi moskuna mögulega „ógn við öryggið.“ Sýningin opnaði samt sem áður og Björg segir að þau hafi ekki heyrt meira frá borgaryfirvöldum vegna málsins. „Við erum bara að vinna í þessu áfram og erum með lögfræðinga sem eru að hjálpa okkur,“ segir Björg. „Þetta er semsagt í vinnslu.“ Málinu er þannig ekki lokið en Björg telur ekki ástæðu til að óttast það að sýningunni verði lokað. „Nei, það er allavega ekki komið að því ennþá,“ segir hún. „Við náttúrulega stefnum bara að því að halda opnu og erum bara vongóð.“
Feneyjatvíæringurinn Tengdar fréttir Íslensk moska í Feneyjum veldur usla Framlag Íslendinga á Feneyjartvíæringnum er talin ógn við öryggið. 7. maí 2015 07:54 Mest lesið Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Fleiri fréttir Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Sjá meira
Íslensk moska í Feneyjum veldur usla Framlag Íslendinga á Feneyjartvíæringnum er talin ógn við öryggið. 7. maí 2015 07:54