Fullt út úr dyrum alla daga í íslensku moskunni í Feneyjum Bjarki Ármannsson skrifar 11. maí 2015 21:24 Mynd New York Times innan úr moskunni. Sverrir Agnarsson sést fyrir miðju. Mynd/New York Times Framlag Íslands til Feneyjatvíæringsins í ár, Fyrsta moskan í Feneyjum eftir Christop Buchel, hefur vakið mikla athygli á hátíðinni og segja aðstandendur að fullt hafi verið út úr dyrum alla daga frá því að sýningin var opnuð á föstudag. Lögfræðingar skoða þó enn athugasemdir lögreglu þar í bæ við verkið. Fyrsta moskan í Feneyjum er íslömsk moska sem sett hefur verið upp í fornfrægri kaþólskri kirkju frá 10. öld. Björg Stefánsdóttir, hjá Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar (KÍM), segir góða aðsókn og sterk viðbrögð við verkinu ekki koma á óvart. „Við bjuggumst náttúrulega alveg við því, við höfðum mikla trú á þessu verkefni,“ segir Björg. Hún fullyrðir að aldrei hafi fleiri mætt á opnun íslenskrar sýningar á hátíðinni en þó liggur ekki fyrir hversu margir mættu nú um helgina. „Ég kom á laugardaginn, daginn eftir opnunina,“ segir Björg. „Svona kortéri eftir að við vorum búin að opna, þá var alveg fullt út úr dyrum.“ Pína ekki fólk til að fara úr skóm Búast mátti við því að opnun mosku í kaþólskri kirkju myndi ef til vill stuða suma og um helgina bárust fregnir af því að nokkrir Feneyingar hefðu mótmælt fyrir framan moskuna. Björg segir þó að varla sé hægt að tala um mótmæli. „Það var bara fólk sem kom og talaði við okkur og spurði hvað væri í gangi,“ segir hún. „Þau voru með stórar spurningar, sem er skiljanlegt. Þetta er náttúrulega heitt málefni. Við bara töluðum við þau og áttum gott samtal. Þau voru frekar æst til að byrja með en í lokin voru allir frekar sáttir.“ Hún segir að þetta séu sennilega neikvæðustu viðbrögðin við verkinu sem hún hefur orðið vör við. „Það var einhver ein týpa sem var æstur yfir því að hann þyrfti að fara úr skónum,“ segir Björg. „En við sögðum honum svo bara að hann mætti labba um eins og hann vildi, fyrst hann færi fram á það. Við erum ekkert að pína fólk til þess að fara úr skónum.“ Sem kunnugt er, stendur sýning á Feneyjatvíæringnum alla jafna yfir í hálft ár. Að þessu sinni verður hins vegar opið í heila sjö mánuði. Björg og sumir aðrir sem viðstaddir voru opnunina eru komnir frá Feneyjum en Sverrir Ibrahim Agnarsson, formaður Félags íslenskra múslima og þátttakandi í verkinu, hyggst vera viðstaddur sýninguna meira og minna allan tímann sem hún verður opin. Listamaðurinn sjálfur, hinn svissneski og íslenski Christop Buchel, er enn í Feneyjum ásamt Nínu Magnúsdóttur sýningarstjóra, en þau verða þar sennilega ekki alla sjö mánuðina. Stefna að því að halda opnu þrátt fyrir athugasemdir lögreglu Babb kom í bátinn rétt fyrir opnun sýningarinnar þegar KÍM barst bréf frá borgaryfirvöldum í Feneyjum þar sem fram kom að lögreglan þar í borg teldi moskuna mögulega „ógn við öryggið.“ Sýningin opnaði samt sem áður og Björg segir að þau hafi ekki heyrt meira frá borgaryfirvöldum vegna málsins. „Við erum bara að vinna í þessu áfram og erum með lögfræðinga sem eru að hjálpa okkur,“ segir Björg. „Þetta er semsagt í vinnslu.“ Málinu er þannig ekki lokið en Björg telur ekki ástæðu til að óttast það að sýningunni verði lokað. „Nei, það er allavega ekki komið að því ennþá,“ segir hún. „Við náttúrulega stefnum bara að því að halda opnu og erum bara vongóð.“ Feneyjatvíæringurinn Tengdar fréttir Íslensk moska í Feneyjum veldur usla Framlag Íslendinga á Feneyjartvíæringnum er talin ógn við öryggið. 7. maí 2015 07:54 Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
Framlag Íslands til Feneyjatvíæringsins í ár, Fyrsta moskan í Feneyjum eftir Christop Buchel, hefur vakið mikla athygli á hátíðinni og segja aðstandendur að fullt hafi verið út úr dyrum alla daga frá því að sýningin var opnuð á föstudag. Lögfræðingar skoða þó enn athugasemdir lögreglu þar í bæ við verkið. Fyrsta moskan í Feneyjum er íslömsk moska sem sett hefur verið upp í fornfrægri kaþólskri kirkju frá 10. öld. Björg Stefánsdóttir, hjá Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar (KÍM), segir góða aðsókn og sterk viðbrögð við verkinu ekki koma á óvart. „Við bjuggumst náttúrulega alveg við því, við höfðum mikla trú á þessu verkefni,“ segir Björg. Hún fullyrðir að aldrei hafi fleiri mætt á opnun íslenskrar sýningar á hátíðinni en þó liggur ekki fyrir hversu margir mættu nú um helgina. „Ég kom á laugardaginn, daginn eftir opnunina,“ segir Björg. „Svona kortéri eftir að við vorum búin að opna, þá var alveg fullt út úr dyrum.“ Pína ekki fólk til að fara úr skóm Búast mátti við því að opnun mosku í kaþólskri kirkju myndi ef til vill stuða suma og um helgina bárust fregnir af því að nokkrir Feneyingar hefðu mótmælt fyrir framan moskuna. Björg segir þó að varla sé hægt að tala um mótmæli. „Það var bara fólk sem kom og talaði við okkur og spurði hvað væri í gangi,“ segir hún. „Þau voru með stórar spurningar, sem er skiljanlegt. Þetta er náttúrulega heitt málefni. Við bara töluðum við þau og áttum gott samtal. Þau voru frekar æst til að byrja með en í lokin voru allir frekar sáttir.“ Hún segir að þetta séu sennilega neikvæðustu viðbrögðin við verkinu sem hún hefur orðið vör við. „Það var einhver ein týpa sem var æstur yfir því að hann þyrfti að fara úr skónum,“ segir Björg. „En við sögðum honum svo bara að hann mætti labba um eins og hann vildi, fyrst hann færi fram á það. Við erum ekkert að pína fólk til þess að fara úr skónum.“ Sem kunnugt er, stendur sýning á Feneyjatvíæringnum alla jafna yfir í hálft ár. Að þessu sinni verður hins vegar opið í heila sjö mánuði. Björg og sumir aðrir sem viðstaddir voru opnunina eru komnir frá Feneyjum en Sverrir Ibrahim Agnarsson, formaður Félags íslenskra múslima og þátttakandi í verkinu, hyggst vera viðstaddur sýninguna meira og minna allan tímann sem hún verður opin. Listamaðurinn sjálfur, hinn svissneski og íslenski Christop Buchel, er enn í Feneyjum ásamt Nínu Magnúsdóttur sýningarstjóra, en þau verða þar sennilega ekki alla sjö mánuðina. Stefna að því að halda opnu þrátt fyrir athugasemdir lögreglu Babb kom í bátinn rétt fyrir opnun sýningarinnar þegar KÍM barst bréf frá borgaryfirvöldum í Feneyjum þar sem fram kom að lögreglan þar í borg teldi moskuna mögulega „ógn við öryggið.“ Sýningin opnaði samt sem áður og Björg segir að þau hafi ekki heyrt meira frá borgaryfirvöldum vegna málsins. „Við erum bara að vinna í þessu áfram og erum með lögfræðinga sem eru að hjálpa okkur,“ segir Björg. „Þetta er semsagt í vinnslu.“ Málinu er þannig ekki lokið en Björg telur ekki ástæðu til að óttast það að sýningunni verði lokað. „Nei, það er allavega ekki komið að því ennþá,“ segir hún. „Við náttúrulega stefnum bara að því að halda opnu og erum bara vongóð.“
Feneyjatvíæringurinn Tengdar fréttir Íslensk moska í Feneyjum veldur usla Framlag Íslendinga á Feneyjartvíæringnum er talin ógn við öryggið. 7. maí 2015 07:54 Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
Íslensk moska í Feneyjum veldur usla Framlag Íslendinga á Feneyjartvíæringnum er talin ógn við öryggið. 7. maí 2015 07:54