Innlent

Ríkisstjórnin styrkir hátíðarhöld vegna kjörs Vigdísar

Atli Ísleifsson skrifar
Í sumar eru 35 ár frá forsetakjöri Vigdísar Finnbogadóttur.
Í sumar eru 35 ár frá forsetakjöri Vigdísar Finnbogadóttur. Vísir/GVA/Vilhelm
Ríkisstjórnin samþykki í morgun að veita fjórum milljónum króna af ráðstöfunarfé sínu til hátíðardagskrár sem haldin verður á Arnarhóli sunnudaginn 28. júní næstkomandi.

Hátíðin er haldin í tilefni þess að hinn 29. júní 2015 verða 35 ár liðin frá kjöri Vigdísar Finnbogadóttur í embætti forseta Íslands.

Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu segir að fyrir viðburðinum fari Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum í samvinnu við Alþingi og Reykjavíkurborg.

„Framkvæmdanefnd um 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna og fjölmörg samtök. Skipuð hefur verið framkvæmdanefnd, sem mun bera ábyrgð á undirbúningi viðburðarins og mun Lilja D. Alfreðsdóttir, verkefnisstjóri í forsætisráðuneyti, taki sæti í framkvæmdanefndinni fyrir hönd stjórnvalda.

Háskóli Íslands, Reykjavíkurborg og Framkvæmdanefnd um 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna hafa heitið fjárhagslegum stuðningi við verkefnið, alls 4 til 5 milljónir króna, en áætlað er að heildarkostnaður nemi um 16-18 milljónum króna.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×