Tónlist

Frumsýnt á Vísi: Andvekur með hinni færeysku Byrta

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Guðríð og Janus.
Guðríð og Janus. myndir/byrta
Hljómsveitin Byrta frumsýnir í dag nýtt tónlistarmyndband við lagið Andvekur. Myndbandið er tekið upp bæði á Íslandi og í Færeyjum með færeskum og íslenskum leikurum.

Heiðríkur Á Heygjum er leikstjóri myndbandsins. Hann var í ár verðlaunaður fyrir tónlistarmyndband sem hann gerði fyrir Eivør og undirbýr nú stuttmynd skrifað af Ólafi Egilssyni.

Hljómsveitina skipa Færeyingarnir Guðríð Hansdóttir og Janus Rasmussen. Janus er einnig í hljómsveitinni Kiasmos ásamt Ólafi Arnaldssyni og hefur einnig verið í Bloodgroup.

Myndbandið við Andvekur má sjá hér fyrir neðan en einnig er vert að nefna að Kiasmos kemur fram á tónleikum á Húrra í kvöld. Hefjast herlegheitin kl. 21.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×