Golf

Simpson og Streb leiða á Wells Fargo - McIlroy og Mickelson ekki langt undan

Kári Örn Hinriksson skrifar
Phil Mickelson er í toppbaráttunni.
Phil Mickelson er í toppbaráttunni. Getty
Fyrrum U.S. Open sigurvegarinn, Webb Simpson, leiðir ásamt Robert Streb á Wells Fargo meistaramótinu en eftir 36 holur á Quail Hollow vellinum eru þeir á tiu höggum undir pari.

Martin Flores og nýliðinn Patrick Rodgers koma á eftir þeim á átta undir pari en stórstjörnurnar Rory McIlroy og Phil Mickelson deila fimmta sætinu á sjö höggum undir pari.

Tilþrif gærdagsins átti samt sem áður Bandaríkjamaðurinn Colt Knost en hann fór holu í höggi á 17. holu sem er heilir 210 metrar að lengd. Hann fékk síðan fugl á lokaholunni til þess að koma sér undir par og náði þar með niðurskurðinum á ótrúlegan hátt.

Það verður áhugavert að sjá hvort að Rory McIlroy eða Phil Mickelson nái að blanda sér í baráttuna um sigurinn á þriðja hring en hann verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá klukkan 17:00 í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×