Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, segir átök sem hafa staðið yfir á þingi í nokkurn tíma hafi mikil áhrif á traust almennings til þingsins.
Árið 2013 lét Alþingi framkvæma ítarlega mælingu á trausti fólks til þingsins þar sem fram kom að 76 prósent fólks bar lítið eða ekkert traust til Alþingis.
Í Umræðunni í kvöld ræðir Heiða Kristín Helgadóttir við Svandísi Svavarsdóttur, þingflokksformann Vinstri Grænna, og Ragnheiði Ríkharðsdóttur, þingflokksformann Sjálfstæðisflokksins, um traust til Alþingis og hvernig gengur að byggja það upp.
Fresta á þingi eftir tíu daga og enn eru mörg stór mál órædd. Umræða um rammaáætlun sem hófst í síðustu viku er ekki lokið og fulltrúar minnihlutaflokka á þingi hafa sagt málið þess eðlis og hagsmunina sem undir eru það brýna að málþóf sé nauðsynlegt.
Bjarni Benediktsson sagði í Bítinu í morgun að vinna þingsins einkenndist af tímasóun og að minnihlutinn á þingi tæki sum mál tilviljanakennt fyrir og ræddi þau jafnvel þó að þau væru fullrædd.
Forseti þingsins segir átök valda vantrausti
Heiða Kristín Helgadóttir skrifar