Fjármálaráðherra rífst við fyrrverandi ritstjóra á Facebook Bjarki Ármannsson skrifar 1. maí 2015 15:13 Mikael Torfason og Bjarni Benediktsson. Vísir/Stefán/Vilhelm Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Mikael Torfason, rithöfundur og fyrrverandi ritstjóri, eiga í dag í orðaskiptum á opinberri Facebook-síðu þess fyrrnefnda. Tilefnið var kveðja til launþega, sem Bjarni setti inn í tilefni baráttudags verkalýðsins, en samræðurnar hafa þegar þetta er skrifað að mestu snúist um Borgunarmálið svokallaða. „Til hamingju allir launþegar með 1. Maí,“ skrifar Bjarni á síðu sína fyrir um klukkustund. „Ég heyri forystuna segja að stöðugleika verði ekki náð „á kostnað launþega.“ En hvað með óstöðugleikann. Á hvers kostnað skildi hann verða?“ Mikael mislíkar greinilega þessi kveðja en hann skrifar þessi ummæli við færsluna: „Já, þetta er rétti dagurinn fyrir fjármálaráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins til að skjóta á verkalýðshreyfinguna. Átt þú ekki frekar að fókusera á að gera Borgunarfrændur þína ríka?“ Vísar Mikael þarna til sölu Landsbankans á rúmlega þrjátíu prósenta hlut í fyrirtækinu Borgun, sem vakið hefur mikla athygli. Landsbankinn, sem er í eigu ríkisins, var harðlega gagnrýndur fyrir að hafa ekki boðið hlutinn út í opnu söluferli en eignarhaldsfélagið sem keypti hlutinn er meðal annars í eigu Einars Sveinssonar, frænda Bjarna Benediktssonar. „Þakka þér fyrir málefnalegt framlag hér á síðunni. Og takk fyrir innlitið. Ef þú hefur ekkert betra að gera mættir þú í nokkrum orðum útskýra hvað ég hafði með þetta tiltekna mál að gera. Bara við tækifæri,“ svarar Bjarni. Hann ítrekar það í svörum sínum annars staðar á síðunni að hann reki ekki Landsbankann og beri þannig ekki ábyrgð á ákvörðunum hans. Fylgjast má með samræðum Bjarna og Mikaels í ummælum við færsluna hér fyrir neðan. Til hamingju allir launþegar með 1. maí. Ég heyri forystuna segja að stöðugleika verði ekki náð ,,á kostnað launþega."En hvað með óstöðugleikann. Á hvers kostnað skildi hann verða?Posted by Bjarni Benediktsson on 1. maí 2015 Borgunarmálið Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent Gular viðvaranir gefnar út Innlent Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Erlent Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Innlent Fleiri fréttir Staðan snúnari eftir „fyrirsátur“ í Hvíta húsinu Fordæmalaus staða milli bandalagsríkja og spennan magnast á landsfundi „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Hitafundur í Hvíta húsinu og óveður í Reynisfjöru Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Mikael Torfason, rithöfundur og fyrrverandi ritstjóri, eiga í dag í orðaskiptum á opinberri Facebook-síðu þess fyrrnefnda. Tilefnið var kveðja til launþega, sem Bjarni setti inn í tilefni baráttudags verkalýðsins, en samræðurnar hafa þegar þetta er skrifað að mestu snúist um Borgunarmálið svokallaða. „Til hamingju allir launþegar með 1. Maí,“ skrifar Bjarni á síðu sína fyrir um klukkustund. „Ég heyri forystuna segja að stöðugleika verði ekki náð „á kostnað launþega.“ En hvað með óstöðugleikann. Á hvers kostnað skildi hann verða?“ Mikael mislíkar greinilega þessi kveðja en hann skrifar þessi ummæli við færsluna: „Já, þetta er rétti dagurinn fyrir fjármálaráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins til að skjóta á verkalýðshreyfinguna. Átt þú ekki frekar að fókusera á að gera Borgunarfrændur þína ríka?“ Vísar Mikael þarna til sölu Landsbankans á rúmlega þrjátíu prósenta hlut í fyrirtækinu Borgun, sem vakið hefur mikla athygli. Landsbankinn, sem er í eigu ríkisins, var harðlega gagnrýndur fyrir að hafa ekki boðið hlutinn út í opnu söluferli en eignarhaldsfélagið sem keypti hlutinn er meðal annars í eigu Einars Sveinssonar, frænda Bjarna Benediktssonar. „Þakka þér fyrir málefnalegt framlag hér á síðunni. Og takk fyrir innlitið. Ef þú hefur ekkert betra að gera mættir þú í nokkrum orðum útskýra hvað ég hafði með þetta tiltekna mál að gera. Bara við tækifæri,“ svarar Bjarni. Hann ítrekar það í svörum sínum annars staðar á síðunni að hann reki ekki Landsbankann og beri þannig ekki ábyrgð á ákvörðunum hans. Fylgjast má með samræðum Bjarna og Mikaels í ummælum við færsluna hér fyrir neðan. Til hamingju allir launþegar með 1. maí. Ég heyri forystuna segja að stöðugleika verði ekki náð ,,á kostnað launþega."En hvað með óstöðugleikann. Á hvers kostnað skildi hann verða?Posted by Bjarni Benediktsson on 1. maí 2015
Borgunarmálið Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent Gular viðvaranir gefnar út Innlent Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Erlent Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Innlent Fleiri fréttir Staðan snúnari eftir „fyrirsátur“ í Hvíta húsinu Fordæmalaus staða milli bandalagsríkja og spennan magnast á landsfundi „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Hitafundur í Hvíta húsinu og óveður í Reynisfjöru Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Sjá meira