Fótbolti

Slátrun Barcelona sendi Cordoba niður um deild

Anton Ingi Leifsson skrifar
Börsungar gátu leyft sér að fagna í dag.
Börsungar gátu leyft sér að fagna í dag. vísir/getty
Barcelona rúllaði yfir botnlið Cordoba í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag, en lokatölur urðu 8-0 sigur Börsunga. Staðan var 3-0 í hálfleik, en þetta var stærsti sigurinn í La Liga síðan 2010.

Ivan Rakitic, Luis Suarez og Lionel Messi voru á skotskónum í fyrri hálfleik og staðan 3-0 í hálfleik. Athyglisvert, því staðan eftir fjörutíu mínútur var 0-0.

Suarez bætti við tveimur mörkum, Messi einu og Gerard Pique og Neymar skoruðu sitt hvort markið. Lokatölur ótrúlegur 8-0 sigur.

Barcelona með fimm stiga forystu á Real, en Real á leik gegn Sevilla síðar í kvöld. Cordoba á botninum og er fallið niður um deild.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×