Innlent

Spáir grillveðri fram eftir viku

Birgir Olgeirsson skrifar
Veðurstofa Íslands býður upp á ágætis spá fyrir komandi viku.
Veðurstofa Íslands býður upp á ágætis spá fyrir komandi viku. vedur.is
Þeir sem hafa ekki enn dregið fram grillið eftir veturdvala ættu að fara að huga að því hafa það til fyrir komandi viku. Samkvæmt Veðurstofu Íslands er von á sólríku veðri þó svo að hitatölurnar mættu eflaust vera ögn hærri.

vedur.is
Á morgun má búast við heiðskíru veðri sunnanlands með norðaustlægri átt. Hiti 1 til 7 stig að deginum en um eða undir frostmarki fyrir norðan og austan.

vedur.is
Á mánudag og þriðjudag má búast við norðaustlægri átt en annars víða bjart og hiti 1 til 6 stig að deginum.

vedur.is
Á miðvikudag er minnkandi norðlæg átt með stöku éljum á Norðaustur- og Austurlandi, en annars bjart. Hiti breytist lítið.

Nauðsynlegt er að huga að sólarvörn á þessum árstíma. Hitastigið getur blekkt marga en styrkur útfjólublárrar geislunar er um 3 á sólskinsdögum og gera má ráð fyrir áframhaldandi hækkun. Því er fólki bent á að varast að vera með óvarða húð úti í sólinni í langan tíma. Hægt er að fylgjast með sívöktun á styrk útfjólublárrar geislunar á vef Geislavarna ríkisins hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×