Útrýming blasir við 16% tegunda Jarðar Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 4. maí 2015 19:41 Útrýming blasir við rúmlega sextán prósentum af plöntu- og dýrategundum Jarðar grípi þjóðarleiðtogar ekki til tafarlausra aðgerða til að stemma stigu við losun gróðurhúsalofttegunda og freisti þess að halda loftslagsbreytingum í skefjum. Í umræðunni um áhrif loftslagsbreytinga eigum við til með að einblína á hlutskipti mannskepnunnar, hvernig samfélög mannanna taka breytingum með hækkandi sjávarstöðu, súrnun sjávar og öfgum í veðráttu. Á síðustu áratugum hafa hundruð rannsókna verið gerðar á afdrifum plöntu- og dýralífs með breytingum á loftslagi.Óttast er að þessi sjaldgæfa tegund pokarottu (Hemibelideus lemuroides) muni deyja út með áframhaldandi loftslagsbreytingum. Það tekur hana örfáar klukkustundir að drepast í breyttu hitastigi.VÍSIR/WIKIPEDIANý rannsókn, sem birt var í vísindatímaritinu Science á dögunum, tekur saman niðurstöður úr rúmlega 130 slíkum rannsóknum. Samkvæmt niðurstöðunum er 1 af hverjum 6 tegundum Jarðar í hættu á útrýmingu ef þjóðarleiðtogum mistekst að stemma stigu við loftslagsbreytingum. Þessi sviðsmynd byggir á að meðalhitastig Jarðar hækki um 4 gráður. Lítil hætta er á stórfelldum útdauða í Norður-Ameríku og Evrópu eða á bilinu 5-6%. Rannsóknarhöfundar benda á að frekari rannsókna sé þörf á dýralífi í Asíu en áætla að hætta á útdauða þar sé í kringum 8-9%. Svartast er útlitið þegar Eyjaálfa og Suður-Ameríka eru annars vegar, 14-23%. Hér er miðað við útdauða fyrir aldarlok.Snorri Baldursson, líffræðingur.VÍSIR/ANDRIÍ raun er það eðlilegt að tegundir komi og fari. Slíkt hefur gerst fimm til sex sinnum í jarðsögunni, það er, að stórfelldur og hraður útdauði eigi sér stað. Það hefur, hingað til, ávallt gerst í kjölfar náttúrulegra ferla eða atburða. „Útdauði tegunda er auðvitað ekki nýtt fyrirbæri,“ segir Snorri Baldursson, líffræðingur. „En það sem kveikir í mönnum núna er þessi mikli hraði sem er á þessu, hraði sem getur orðið meiri ef loftslags hlýnar.“ „Núna er þetta fyrst og fremst af mannavöldum, vegna aukins útblásturs koltvísýrings.“Þegar upplifa tegundir vítt og breitt um heiminn gríðarlegt álag í kjölfar skógarhöggs, mengunar og ofveiði. Rannsóknarhöfundar benda á að áhrif loftslagsbreytinga bætist ofan á þegar erfiða stöðu dýra- og plöntulífs Jarðar. Þjóðarleiðtogar koma saman í París í desember til að koma á nýju, bindandi samkomulagi um losun gróðurhúsalofttegunda þar sem markmiðið er að halda hlýnun Jarðar innan við tvær gráður (miðað við meðalhitastig fyrir iðnbyltingu).Þessi sviðsmynd byggir á að meðalhitastig Jarðar hækki um 4 gráður.VÍSIRTakist þetta eru horfurnar betri fyrir dýralíf, en alvarlegar engu að síður. 1 af hverjum 20 tegundum verður þá í hættu á útrýmingu. „Ef að þjóðir heims taka sig saman um að draga verulega úr útstreymi koltvísýrings þá er auðvitað hægt að hægja á þessu ferli. En þú stoppar ekki þennan vagn einn, tveir og þrír. Þetta er eins og olíuflutningaskip, það tekur tíma að draga úr þessari uppsöfnun koltvísýrings.“Svartast er útlitið þegar Eyjaálfa og Suður-Ameríka eru annars vegar, 14-23%.VÍSIR/GETTY„Jafnvel þó að menn hætti nú þegar að blása út þá heldur áfram að hlýna einhver ár eða áratugi í viðbót. En það er auðvitað hægt að draga verulega úr þessari hættu með því að taka hraustlega á þessum málum,“ segir Snorri. Fyrir rúmu ári birtist rannsókn í Science þar sem sýnt var fram á að útrýming plöntu- og dýrategunda hefur aldrei mælst jafn hröð og um þessar mundir. Plöntu- og dýrategundur hverfa nú úr vistkerfi Jarðar þúsund sinnum hraðar í dag en þær gerður áður en mannskepnan fór að láta til sín taka. Loftslagsmál Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Sjá meira
Útrýming blasir við rúmlega sextán prósentum af plöntu- og dýrategundum Jarðar grípi þjóðarleiðtogar ekki til tafarlausra aðgerða til að stemma stigu við losun gróðurhúsalofttegunda og freisti þess að halda loftslagsbreytingum í skefjum. Í umræðunni um áhrif loftslagsbreytinga eigum við til með að einblína á hlutskipti mannskepnunnar, hvernig samfélög mannanna taka breytingum með hækkandi sjávarstöðu, súrnun sjávar og öfgum í veðráttu. Á síðustu áratugum hafa hundruð rannsókna verið gerðar á afdrifum plöntu- og dýralífs með breytingum á loftslagi.Óttast er að þessi sjaldgæfa tegund pokarottu (Hemibelideus lemuroides) muni deyja út með áframhaldandi loftslagsbreytingum. Það tekur hana örfáar klukkustundir að drepast í breyttu hitastigi.VÍSIR/WIKIPEDIANý rannsókn, sem birt var í vísindatímaritinu Science á dögunum, tekur saman niðurstöður úr rúmlega 130 slíkum rannsóknum. Samkvæmt niðurstöðunum er 1 af hverjum 6 tegundum Jarðar í hættu á útrýmingu ef þjóðarleiðtogum mistekst að stemma stigu við loftslagsbreytingum. Þessi sviðsmynd byggir á að meðalhitastig Jarðar hækki um 4 gráður. Lítil hætta er á stórfelldum útdauða í Norður-Ameríku og Evrópu eða á bilinu 5-6%. Rannsóknarhöfundar benda á að frekari rannsókna sé þörf á dýralífi í Asíu en áætla að hætta á útdauða þar sé í kringum 8-9%. Svartast er útlitið þegar Eyjaálfa og Suður-Ameríka eru annars vegar, 14-23%. Hér er miðað við útdauða fyrir aldarlok.Snorri Baldursson, líffræðingur.VÍSIR/ANDRIÍ raun er það eðlilegt að tegundir komi og fari. Slíkt hefur gerst fimm til sex sinnum í jarðsögunni, það er, að stórfelldur og hraður útdauði eigi sér stað. Það hefur, hingað til, ávallt gerst í kjölfar náttúrulegra ferla eða atburða. „Útdauði tegunda er auðvitað ekki nýtt fyrirbæri,“ segir Snorri Baldursson, líffræðingur. „En það sem kveikir í mönnum núna er þessi mikli hraði sem er á þessu, hraði sem getur orðið meiri ef loftslags hlýnar.“ „Núna er þetta fyrst og fremst af mannavöldum, vegna aukins útblásturs koltvísýrings.“Þegar upplifa tegundir vítt og breitt um heiminn gríðarlegt álag í kjölfar skógarhöggs, mengunar og ofveiði. Rannsóknarhöfundar benda á að áhrif loftslagsbreytinga bætist ofan á þegar erfiða stöðu dýra- og plöntulífs Jarðar. Þjóðarleiðtogar koma saman í París í desember til að koma á nýju, bindandi samkomulagi um losun gróðurhúsalofttegunda þar sem markmiðið er að halda hlýnun Jarðar innan við tvær gráður (miðað við meðalhitastig fyrir iðnbyltingu).Þessi sviðsmynd byggir á að meðalhitastig Jarðar hækki um 4 gráður.VÍSIRTakist þetta eru horfurnar betri fyrir dýralíf, en alvarlegar engu að síður. 1 af hverjum 20 tegundum verður þá í hættu á útrýmingu. „Ef að þjóðir heims taka sig saman um að draga verulega úr útstreymi koltvísýrings þá er auðvitað hægt að hægja á þessu ferli. En þú stoppar ekki þennan vagn einn, tveir og þrír. Þetta er eins og olíuflutningaskip, það tekur tíma að draga úr þessari uppsöfnun koltvísýrings.“Svartast er útlitið þegar Eyjaálfa og Suður-Ameríka eru annars vegar, 14-23%.VÍSIR/GETTY„Jafnvel þó að menn hætti nú þegar að blása út þá heldur áfram að hlýna einhver ár eða áratugi í viðbót. En það er auðvitað hægt að draga verulega úr þessari hættu með því að taka hraustlega á þessum málum,“ segir Snorri. Fyrir rúmu ári birtist rannsókn í Science þar sem sýnt var fram á að útrýming plöntu- og dýrategunda hefur aldrei mælst jafn hröð og um þessar mundir. Plöntu- og dýrategundur hverfa nú úr vistkerfi Jarðar þúsund sinnum hraðar í dag en þær gerður áður en mannskepnan fór að láta til sín taka.
Loftslagsmál Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Sjá meira