Kári: Ekkert ýkja bjartsýnn með Karólínu Ingvi Þór Sæmundsson í Hertz-höllinni á Seltjarnarnesi skrifar 5. maí 2015 22:02 Kári Garðarson, þjálfari Gróttu, í leiknum í kvöld. Vísir/Stefán Kári Garðarson, þjálfari Gróttu, var hæstánægður með sigur Seltirninga á Stjörnunni fyrsta leik liðanna í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í kvöld. "Þetta var mjög sveiflukenndur leikur. Þær komust yfir í fyrri hálfleik en við nörtuðum í það forskot undir lok hálfleiksins," sagði Kári. "Við sýndum svo mikinn karakter í seinni hálfleik, þéttum vörnina og Íris (Björk Símonardóttir) var frábær í markinu. Svo fórum við að skora framhjá Florentinu (Stanciu) og nýta færin okkar betur. "Ég er gríðarlega stoltur af stelpunum, sérstaklega í ljósi þess hversu mörg skörð hafa verið höggvin í okkar lið," sagði Kári en Karólína Bæhrenz Lárudóttir fór meidd af velli snemma leiks. Þjálfarinn var ekkert alltof bjartsýnn á frekari þátttöku hennar í úrslitarimmunni. "Það er erfitt að segja hver staðan á henni er núna en tognun aftan í læri er alltaf mjög erfið og maður er lengi að jafna sig á því. Ég er ekkert ýkja bjartsýnn með hana," sagði Kári en Laufey Ásta Guðmundsdóttir, fyrirliði Gróttu, er einnig meidd og spilaði ekkert í seinni hálfleik í kvöld. Þá hefur Anett Köbli ekki leikið með Seltirningum frá því í öðrum leiknum gegn ÍBV vegna meiðsla. "Laufey var að pína sig áfram og það hlaut eitthvað að gefa sig í kálfanum og svo misstum við Evu Margréti (Kristinsdóttur) út af með rautt spjaldið," sagði Kári en hvað fannst honum um þann dóm? "Mér fannst það mjög sérstakt en þessir dómarar (Arnar Sigurjónsson og Svavar Pétursson) reka mikið út af. Maður hefur varla tölu á því hversu marga þeir eru búnir að reka út af og áður en maður veit eru þeir búnir að reka annan út af," sagði Kári en við hversu býst hann í leik tvö á fimmtudaginn? "Ég býst við því sama og í kvöld. Sterkum vörnum, markvörslu og sóknarleik sem er ekkert alltaf gullfallegur," sagði þjálfarinn að lokum. Olís-deild kvenna Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Fótbolti Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira
Kári Garðarson, þjálfari Gróttu, var hæstánægður með sigur Seltirninga á Stjörnunni fyrsta leik liðanna í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í kvöld. "Þetta var mjög sveiflukenndur leikur. Þær komust yfir í fyrri hálfleik en við nörtuðum í það forskot undir lok hálfleiksins," sagði Kári. "Við sýndum svo mikinn karakter í seinni hálfleik, þéttum vörnina og Íris (Björk Símonardóttir) var frábær í markinu. Svo fórum við að skora framhjá Florentinu (Stanciu) og nýta færin okkar betur. "Ég er gríðarlega stoltur af stelpunum, sérstaklega í ljósi þess hversu mörg skörð hafa verið höggvin í okkar lið," sagði Kári en Karólína Bæhrenz Lárudóttir fór meidd af velli snemma leiks. Þjálfarinn var ekkert alltof bjartsýnn á frekari þátttöku hennar í úrslitarimmunni. "Það er erfitt að segja hver staðan á henni er núna en tognun aftan í læri er alltaf mjög erfið og maður er lengi að jafna sig á því. Ég er ekkert ýkja bjartsýnn með hana," sagði Kári en Laufey Ásta Guðmundsdóttir, fyrirliði Gróttu, er einnig meidd og spilaði ekkert í seinni hálfleik í kvöld. Þá hefur Anett Köbli ekki leikið með Seltirningum frá því í öðrum leiknum gegn ÍBV vegna meiðsla. "Laufey var að pína sig áfram og það hlaut eitthvað að gefa sig í kálfanum og svo misstum við Evu Margréti (Kristinsdóttur) út af með rautt spjaldið," sagði Kári en hvað fannst honum um þann dóm? "Mér fannst það mjög sérstakt en þessir dómarar (Arnar Sigurjónsson og Svavar Pétursson) reka mikið út af. Maður hefur varla tölu á því hversu marga þeir eru búnir að reka út af og áður en maður veit eru þeir búnir að reka annan út af," sagði Kári en við hversu býst hann í leik tvö á fimmtudaginn? "Ég býst við því sama og í kvöld. Sterkum vörnum, markvörslu og sóknarleik sem er ekkert alltaf gullfallegur," sagði þjálfarinn að lokum.
Olís-deild kvenna Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Fótbolti Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira