Rakel Dögg: Eftir á að hyggja hefðum við átt að taka Florentinu út af Ingvi Þór Sæmundsson í Hertz-höllinni á Seltjarnarnesi skrifar 5. maí 2015 22:04 Florentina Stanciu í leiknum í kvöld. Vísir/Stefán Rakel Dögg Bragadóttir, þjálfari Stjörnunnar, sagði að slakur seinni hálfleikur hefði orðið Garðbæingum að falli gegn Gróttu í fyrsta leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í kvöld. "Seinni hálfleikurinn var ekki nógu góður af okkar hálfu. Við spiluðum fyrri hálfleikinn glimrandi vel; margir leikmenn tóku af skarið, við gerðum flott mörk og stóðum vel í vörninni," sagði Rakel og bætti við: "Í seinni hálfleik fáum við á okkur klaufaleg mörk og vorum ekki nógu góðar í sókninni og of fáir leikmenn tóku af skarið. "Svo nýttum við yfirtöluna illa og það er eitthvað sem við þurfum að laga fyrir næsta leik," sagði Rakel en Stjarnan missti af gullnu tækifæri til að nálgast Gróttu í stöðunni 20-17 þegar gestirnir voru tveimur fleiri í tvær mínútur. Sá kafli fór 0-0. "Það var mjög dýrt. Þessir kaflar í yfirtölunni eru gríðarlega mikilvægir í leikjum og það þarf helst að vinna þá með a.m.k. einu marki. Við verðum að laga þetta fyrir næsta leik." Stjarnan átti flotta spretti í fyrri hálfleik en hvað getur liðið tekið jákvætt með sér úr þessum leik í þann næsta á fimmtudaginn? "Fyrri hálfleikurinn var mjög flottur þar sem við keyrðum upp hraðann og stóðum vörnina vel. Þær skoruðu mikið í byrjun en svo héldum við þeim gríðarlega vel niðri. "Við þurftum að fá meira frá Florentinu og þá sérstaklega í seinni hálfleik," sagði Rakel en kom það til greina að skipta um markmann í seinni hálfleik í ljósi þess að Florentina átti ekki sinn besta leik? "Að sjálfsögðu og eftir á að hyggja hefðum við átt að gera það. Maður var alltaf að bíða eftir að hún hrykki í gang því hún er þannig markmaður. Maður heldur að hún sé að detta niður en svo tekur hún 2-3 dauðafæri. "Því miður kom það ekki í dag en ég hef engar áhyggjur af því. Þetta var fyrsti leikur og við þurfum bara að vera aðeins rólegri og skipuleggja okkur betur," sagði Rakel að lokum. Olís-deild kvenna Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Sport Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Sjá meira
Rakel Dögg Bragadóttir, þjálfari Stjörnunnar, sagði að slakur seinni hálfleikur hefði orðið Garðbæingum að falli gegn Gróttu í fyrsta leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í kvöld. "Seinni hálfleikurinn var ekki nógu góður af okkar hálfu. Við spiluðum fyrri hálfleikinn glimrandi vel; margir leikmenn tóku af skarið, við gerðum flott mörk og stóðum vel í vörninni," sagði Rakel og bætti við: "Í seinni hálfleik fáum við á okkur klaufaleg mörk og vorum ekki nógu góðar í sókninni og of fáir leikmenn tóku af skarið. "Svo nýttum við yfirtöluna illa og það er eitthvað sem við þurfum að laga fyrir næsta leik," sagði Rakel en Stjarnan missti af gullnu tækifæri til að nálgast Gróttu í stöðunni 20-17 þegar gestirnir voru tveimur fleiri í tvær mínútur. Sá kafli fór 0-0. "Það var mjög dýrt. Þessir kaflar í yfirtölunni eru gríðarlega mikilvægir í leikjum og það þarf helst að vinna þá með a.m.k. einu marki. Við verðum að laga þetta fyrir næsta leik." Stjarnan átti flotta spretti í fyrri hálfleik en hvað getur liðið tekið jákvætt með sér úr þessum leik í þann næsta á fimmtudaginn? "Fyrri hálfleikurinn var mjög flottur þar sem við keyrðum upp hraðann og stóðum vörnina vel. Þær skoruðu mikið í byrjun en svo héldum við þeim gríðarlega vel niðri. "Við þurftum að fá meira frá Florentinu og þá sérstaklega í seinni hálfleik," sagði Rakel en kom það til greina að skipta um markmann í seinni hálfleik í ljósi þess að Florentina átti ekki sinn besta leik? "Að sjálfsögðu og eftir á að hyggja hefðum við átt að gera það. Maður var alltaf að bíða eftir að hún hrykki í gang því hún er þannig markmaður. Maður heldur að hún sé að detta niður en svo tekur hún 2-3 dauðafæri. "Því miður kom það ekki í dag en ég hef engar áhyggjur af því. Þetta var fyrsti leikur og við þurfum bara að vera aðeins rólegri og skipuleggja okkur betur," sagði Rakel að lokum.
Olís-deild kvenna Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Sport Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Sjá meira