Handbolti

Ásgeir Örn hafði betur gegn Snorra Steini

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ásgeir Örn Hallgrímsson.
Ásgeir Örn Hallgrímsson. Vísir/Ernir
Ásgeir Örn Hallgrímsson og félagar í Nimes unnu öruggan sjö marka sigur á Sélestat í Íslendingaslag í frönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Nimes vann leikinn 27-20 eftir að hafa verið 13-11 yfir í hálfleik. Nimes vann fyrstu sjö mínútur seinni hálfleiksins 4-1 og náði mest átta marka forystu í hálfleiknum.

Ásgeir Örn skoraði fimm mörk úr níu skotum í leiknum og var annar markahæsti leikmaður Nimes-liðsins á eftir Juluen Rebichon.

Snorri Steinn skoraði bara eitt mark fyrir Sélestat úr fjórum skotum en hann hefur ekki átt góða daga hjá félaginu að undanförnu eftir frábæra byrjun á tímabilinu.

Nimes er nú í 11. sæti, tveimur sætum á undan Sélestat, sem situr í næstneðsta sæti deildarinnar. Nimes er með sjö stigum meira þegar fjórar umferðir eru eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×