Handbolti

Sætið gulltryggt hjá Tandra og félögum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Tandri Már Konráðsson.
Tandri Már Konráðsson. Vísir/Valli
Tandri Már Konráðsson og félagar Ricoh HK spila áfram í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta á næsta tímabili en það varð endanlega ljóst í kvöld eftir eins marka útisigur á HK Aranäs.

Ricoh HK vann leikinn 28-27 eftir að hafa verið 27-23 yfir þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum. Ricoh HK var 15-14 yfir í hálfleik.

Þetta var næstsíðasti leikur liðanna í sex liða umspili en þrjú efstu liðin verða áfram í deild þeirra bestu á næstu leiktíð. Ricoh HK vantaði eitt stig til að vera hundrað prósent öryggir en liðið vann þarna topplið HK Aranäs.

Tandri Már skoraði fimm mörk í leiknum og var þriðji markahæsti leikmaður síns liðs. Hann skoraði þrjú mörk í fyrri hálfleik og svo tvö mikilvæg mörk á upphafsmínútum seinni hálfleiksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×