Umfjöllun, viðtöl og myndir: Grótta - Stjarnan 22-18 | Grótta einum sigri frá titlinum Dagur Sveinn Dagbjartsson skrifar 10. maí 2015 00:01 Anna Úrsula skýtur að marki í dag. vísir/ernir Grótta er komið með yfirhöndina í einvígi sínu við Stjörnuna eftir fjögurra marka sigur á heimavelli í dag, 22-18. Feykilega sterk byrjun Gróttu reyndist Stjörnunni erfið, en Stjarnan þurfti að eyða miklu púðri í að elta allan leikinn. Íris Björk Símonardóttir átti góðan leik í marki Gróttu og varði 20 skot. Heimastúlkur í Gróttu voru miklu betri aðilinn framan af leik, stemningin í liðinu var frábær, vörnin feykilega góð og Grótta náði mest sex marka forystu í fyrri hálfleik, 11-5.Ernir Eyjólfsson tók ljósmyndirnar sem má sjá hér að ofan. Það munaði um minna hjá Stjörnunni og Florentina Stanciu varði ekki einasta skot þann tíma sem hún var inn á. En eftir u.þ.b. 15 mínútna leik tók Heiða Ingólfsdóttir stöðu Florentinu í marki og hún innkoma hennar skipti sköpum í mjög góðum kafla Stjörnunnar síðari hluta fyrri hálfleiks. Heiða var með 50% markvörslu í fyrri hálfleik og í kjölfarið skoraði Stjarnan auðveld og mikilvæg mörk úr hraðaupphlaupum. Sjö af tíu mörkum Stjörnunnar í fyrri hálfleik komu ýmist úr vítaköstum eða hraðaupphlaupum. Það sýnir kannski líka vandræðin sem liðið var í í opnum leik, þar sem illa gekk að koma sér í fær. Vörn Gróttu var nokkuð góð í fyrri hálfleik en Stjarnan náði að minnka muninn niður í tvö mörk þegar um tvær mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Staðan í hálfleik var 13-10, Gróttu í vil. Þrátt fyrir góða frammistöðu í fyrri hálfleik fékk Heiða ekki að byrja síðari hálfleikinn. Þjálfarar Stjörnunnar ákváðu að setja Florentinu aftur í markið og hún átti góðan síðari hálfleik, varði alls 13 skot. Stjarnan náði að saxa á forskot Gróttu og jafnaði metin í 16-16 þegar um fjórtán mínútur voru eftir. Grótta náði þó aftur yfirhöndinni, jók forskot sitt að nýju og fór að lokum með fjögurra marka sigur af hólmi, 22-18. Grótta er þar með komið með yfirhöndina í þessu einvígi, 2-1, og getur tryggt sér Íslandsmeistaratitil með sigri í Garðabæ í næsta leik. Liðin mætast í Mýrinni á þriðjudaginn. Það var ekki að sjá að Grótta saknaði þeirra Laufeyjar Guðmundsdóttur og Karólínu Lárusdóttur. En ef til vill reynir enn frekar á það þegar líður á þetta einvígi. En engu að síður mjög góður sigur hjá Gróttu og heimavöllurinn ætlar að reynast liðinu sterkur í þessari úrslitakeppni.Íris Björk Símonardóttir: Vorum með þá útgeislun og þann vilja sem þarf til Íris Björk Símonardóttir átti skínandi leik í marki Gróttu, varði 20 skot, var með 56% markvörslu og var að öðrum ólöstuðum maður leiksins. Hún var að vonum ánægð þegar blaðamaður náði tali af henni eftir leikinn. "Mér leið rosalega vel og ég held að okkur hafi öllum liðið miklu betur en í Mýrinni í síðasta leik. Þetta var sama lið og mætti til leiks í fyrsta leiknum. Fólk hlýtur að sjá það, þetta er allt annað lið sem mætir hingað til leiks í leik eitt og þrjú heldur en í leik tvö," sagði Íris. Hún bætti við að það hafi farið eilítið um hana í síðari hálfleik þegar Stjarnan náði að jafna. "Mér fannst við samt vera með þá útgeislun og þann vilja sem þarf til. Þegar það geislar svona af okkur, þá hef ég ekki miklar áhyggjur. Þó að við séum með marga reynslubolta, þá erum við með marga reynsluminni leikmenn. Við reynsluboltarnir getum líka fengið skrekk í okkur og ég held að við höfum allar misst trúnna í síðasta leik. Við þurfum að halda í þessa trú í næsta leik og klára þetta," sagði Íris sem dauðlangar til að klára einvígið í næsta leik. "Ég þoli ekki fleiri svona spennuleiki. Þetta fer alveg með litla hjartað. En auðvitað hjálpar það að hafa þennan frábær stuðning sem við finnum fyrir hér á Nesinu, læti allan tíman og þvílík stemning," sagði Íris að lokum.Ragnar Hermannsson: Taugaspenna og ótti í liðinu. Ég held að það hafi verið það frekar en hroki Ragnar Hermannsson, annar þjálfara Stjörnunnar, var að vonum ósáttur við leik sinna leikmanna í dag. "Við mættum greinilega mjög strekktar til leiks, taugaspenna og kannski ótti í liðinu. Ég veit ekki út af hverju. Ég held að það hafi verið það frekar en hroki. Við byrjuðum leikinn mjög illa. Fengum ekki markvörslu sem hefði getað haldið okkur inni í leiknum því mér fannst Grótta vera að taka erfið skot. En það gilti um allt liðið, það var enginn mættur. Síðan kemur Heiða inn og ver vel. Við náum áttum og erum í fínni stöðu í hálfleik. Byrjum seinni hálfleik vel, jöfnum og mér fannst við vera komin með leikinn. Þá gerist það sama og gerðist í leik eitt hérna, sama og gerðist í leik eitt í Safamýri [gegn Fram] og sama og gerist í leik þrjú í Safamýri. Þá förum við að fá á okkur alveg undarlega heimskuleg brot. Fólk gleymir innleysingum, fer aftan í, hryndir og sjálfkrafa tvær mínútur. Ekkert við því að segja. Þær nýttu yfirtöluna vel og refsuðu okkur. Við töpuðum skákinni í dag," sagði Ragnar. Stjarnan hefur aðeins unnið tvo af sex útileikjum sínum í úrslitakeppninni hingað til. Nú er ljóst að ætli liðið sér að verða Íslandsmeistari, þá þarf Stjarnan að vinna næsta leik á heimavelli og sækja sigur á Seltjarnarnesið í oddaleik. "Það hefur bara verið kennsluefni vetrarins að breyta góðum leikmönnum í fólk sem kann að vinna. Það þarf miklu meira en getu til að vinna í íþróttum, það þarf haus, það þarf klókindi, það þarf kjark og það þarf smá heppni. Við erum búin að vinna mikið í þessu í allan vetur og við erum komin þetta langt, í hörku einvígi við Gróttu í úrslitum. Og ég hef fulla trú á því að ef við snúum bökum saman og klárum þessa litlu hluti sem þarf til að vinna, þá vinnum við á þriðjudaginn og vinnum hérna á föstudaginn," sagði Ragnar. Það vakti athygli að Florentina Stanciu hafi byrjað síðari hálfleikinn í marki Stjörnunnar, þrátt fyrir góðan leik hjá Heiðu Ingólfsdóttur í þeim fyrri. "Nú ertu að spyrja rangan mann, ég stjórna ekki inn á skiptingunum. Ekki akkúrat núna allavega. En mér fannst mjög eðlilegt að byrja með Floru inn á í seinni hálfleik. Heiða var búin að vera góð en kannski ekki neitt stórkostleg. Hún kom með smá sjálfstraust í vörnina hjá okkur. En alveg eðlilegt að byrja með Floru, allavega tékka á henni í byrjun seinni. Hún er búin að eiga frábæra leiki. Það hefði verið ljótt að láta hana sitja og hún hefði kannski verið í svaka stuði," sagði Ragnar að lokum.vísir/ernir Olís-deild kvenna Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Sjá meira
Grótta er komið með yfirhöndina í einvígi sínu við Stjörnuna eftir fjögurra marka sigur á heimavelli í dag, 22-18. Feykilega sterk byrjun Gróttu reyndist Stjörnunni erfið, en Stjarnan þurfti að eyða miklu púðri í að elta allan leikinn. Íris Björk Símonardóttir átti góðan leik í marki Gróttu og varði 20 skot. Heimastúlkur í Gróttu voru miklu betri aðilinn framan af leik, stemningin í liðinu var frábær, vörnin feykilega góð og Grótta náði mest sex marka forystu í fyrri hálfleik, 11-5.Ernir Eyjólfsson tók ljósmyndirnar sem má sjá hér að ofan. Það munaði um minna hjá Stjörnunni og Florentina Stanciu varði ekki einasta skot þann tíma sem hún var inn á. En eftir u.þ.b. 15 mínútna leik tók Heiða Ingólfsdóttir stöðu Florentinu í marki og hún innkoma hennar skipti sköpum í mjög góðum kafla Stjörnunnar síðari hluta fyrri hálfleiks. Heiða var með 50% markvörslu í fyrri hálfleik og í kjölfarið skoraði Stjarnan auðveld og mikilvæg mörk úr hraðaupphlaupum. Sjö af tíu mörkum Stjörnunnar í fyrri hálfleik komu ýmist úr vítaköstum eða hraðaupphlaupum. Það sýnir kannski líka vandræðin sem liðið var í í opnum leik, þar sem illa gekk að koma sér í fær. Vörn Gróttu var nokkuð góð í fyrri hálfleik en Stjarnan náði að minnka muninn niður í tvö mörk þegar um tvær mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Staðan í hálfleik var 13-10, Gróttu í vil. Þrátt fyrir góða frammistöðu í fyrri hálfleik fékk Heiða ekki að byrja síðari hálfleikinn. Þjálfarar Stjörnunnar ákváðu að setja Florentinu aftur í markið og hún átti góðan síðari hálfleik, varði alls 13 skot. Stjarnan náði að saxa á forskot Gróttu og jafnaði metin í 16-16 þegar um fjórtán mínútur voru eftir. Grótta náði þó aftur yfirhöndinni, jók forskot sitt að nýju og fór að lokum með fjögurra marka sigur af hólmi, 22-18. Grótta er þar með komið með yfirhöndina í þessu einvígi, 2-1, og getur tryggt sér Íslandsmeistaratitil með sigri í Garðabæ í næsta leik. Liðin mætast í Mýrinni á þriðjudaginn. Það var ekki að sjá að Grótta saknaði þeirra Laufeyjar Guðmundsdóttur og Karólínu Lárusdóttur. En ef til vill reynir enn frekar á það þegar líður á þetta einvígi. En engu að síður mjög góður sigur hjá Gróttu og heimavöllurinn ætlar að reynast liðinu sterkur í þessari úrslitakeppni.Íris Björk Símonardóttir: Vorum með þá útgeislun og þann vilja sem þarf til Íris Björk Símonardóttir átti skínandi leik í marki Gróttu, varði 20 skot, var með 56% markvörslu og var að öðrum ólöstuðum maður leiksins. Hún var að vonum ánægð þegar blaðamaður náði tali af henni eftir leikinn. "Mér leið rosalega vel og ég held að okkur hafi öllum liðið miklu betur en í Mýrinni í síðasta leik. Þetta var sama lið og mætti til leiks í fyrsta leiknum. Fólk hlýtur að sjá það, þetta er allt annað lið sem mætir hingað til leiks í leik eitt og þrjú heldur en í leik tvö," sagði Íris. Hún bætti við að það hafi farið eilítið um hana í síðari hálfleik þegar Stjarnan náði að jafna. "Mér fannst við samt vera með þá útgeislun og þann vilja sem þarf til. Þegar það geislar svona af okkur, þá hef ég ekki miklar áhyggjur. Þó að við séum með marga reynslubolta, þá erum við með marga reynsluminni leikmenn. Við reynsluboltarnir getum líka fengið skrekk í okkur og ég held að við höfum allar misst trúnna í síðasta leik. Við þurfum að halda í þessa trú í næsta leik og klára þetta," sagði Íris sem dauðlangar til að klára einvígið í næsta leik. "Ég þoli ekki fleiri svona spennuleiki. Þetta fer alveg með litla hjartað. En auðvitað hjálpar það að hafa þennan frábær stuðning sem við finnum fyrir hér á Nesinu, læti allan tíman og þvílík stemning," sagði Íris að lokum.Ragnar Hermannsson: Taugaspenna og ótti í liðinu. Ég held að það hafi verið það frekar en hroki Ragnar Hermannsson, annar þjálfara Stjörnunnar, var að vonum ósáttur við leik sinna leikmanna í dag. "Við mættum greinilega mjög strekktar til leiks, taugaspenna og kannski ótti í liðinu. Ég veit ekki út af hverju. Ég held að það hafi verið það frekar en hroki. Við byrjuðum leikinn mjög illa. Fengum ekki markvörslu sem hefði getað haldið okkur inni í leiknum því mér fannst Grótta vera að taka erfið skot. En það gilti um allt liðið, það var enginn mættur. Síðan kemur Heiða inn og ver vel. Við náum áttum og erum í fínni stöðu í hálfleik. Byrjum seinni hálfleik vel, jöfnum og mér fannst við vera komin með leikinn. Þá gerist það sama og gerðist í leik eitt hérna, sama og gerðist í leik eitt í Safamýri [gegn Fram] og sama og gerist í leik þrjú í Safamýri. Þá förum við að fá á okkur alveg undarlega heimskuleg brot. Fólk gleymir innleysingum, fer aftan í, hryndir og sjálfkrafa tvær mínútur. Ekkert við því að segja. Þær nýttu yfirtöluna vel og refsuðu okkur. Við töpuðum skákinni í dag," sagði Ragnar. Stjarnan hefur aðeins unnið tvo af sex útileikjum sínum í úrslitakeppninni hingað til. Nú er ljóst að ætli liðið sér að verða Íslandsmeistari, þá þarf Stjarnan að vinna næsta leik á heimavelli og sækja sigur á Seltjarnarnesið í oddaleik. "Það hefur bara verið kennsluefni vetrarins að breyta góðum leikmönnum í fólk sem kann að vinna. Það þarf miklu meira en getu til að vinna í íþróttum, það þarf haus, það þarf klókindi, það þarf kjark og það þarf smá heppni. Við erum búin að vinna mikið í þessu í allan vetur og við erum komin þetta langt, í hörku einvígi við Gróttu í úrslitum. Og ég hef fulla trú á því að ef við snúum bökum saman og klárum þessa litlu hluti sem þarf til að vinna, þá vinnum við á þriðjudaginn og vinnum hérna á föstudaginn," sagði Ragnar. Það vakti athygli að Florentina Stanciu hafi byrjað síðari hálfleikinn í marki Stjörnunnar, þrátt fyrir góðan leik hjá Heiðu Ingólfsdóttur í þeim fyrri. "Nú ertu að spyrja rangan mann, ég stjórna ekki inn á skiptingunum. Ekki akkúrat núna allavega. En mér fannst mjög eðlilegt að byrja með Floru inn á í seinni hálfleik. Heiða var búin að vera góð en kannski ekki neitt stórkostleg. Hún kom með smá sjálfstraust í vörnina hjá okkur. En alveg eðlilegt að byrja með Floru, allavega tékka á henni í byrjun seinni. Hún er búin að eiga frábæra leiki. Það hefði verið ljótt að láta hana sitja og hún hefði kannski verið í svaka stuði," sagði Ragnar að lokum.vísir/ernir
Olís-deild kvenna Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Sjá meira