Þessu áttu rétt á ef flugið þitt verður fellt niður vegna verkfalla Aðalsteinn Kjartansson skrifar 8. maí 2015 11:29 Samkvæmt upplýsingum frá Samgöngustofu hafa farþegar rétt á að fá að velja um hvort þeir fái ferðina endurgreidda eða að fá breytingu á fluginu. Vísir/Vilhelm Tugir þúsunda stefna nú í verkfall í lok mánaðarins og byrjun júní vegna kjaraviðræðna sem hafa verið í hnút um nokkurra vikna skeið. Meðal annars mun það hafa áhrif á flugsamgöngur en starfsmenn í VR og Eflingu sinna meðal annars innritun á Keflavíkurflugvelli. Félagsmenn greiða nú atkvæði um hvort fara eigi í tímabundna vinnustöðvun 31. maí og 1. júní og allsherjarverkfall frá 6. júní. Vísir hafði samband við Samgöngustofu til að kanna hvaða rétt flugfarþegar hafa þegar þriðji aðili, það er ekki starfsmenn flugfélaganna, fara í verkfall með þeim afleyðingum að fresta eða fella þar niður flug.Samkvæmt upplýsingum frá Samgöngustofu hafa farþegar rétt á að fá að velja um hvort þeir fái ferðina endurgreidda eða að fá breytingu á fluginu. Þegar um verkfall þriðja aðila er að ræða, eins og stefnir í nú, flokkast það undir óviðráðanlegar aðstæður og eiga því flugfarþegar ekki rétt á skaðabótum.Flugfarþegar eiga þó rétt á að fá máltíðir og hressingu í samræmi við lengd tafar á flugi, hótelgistingu ef þeir neyðast til að bíða eina eða fleiri nætur eftir fari eða farþegi neyðist til að lengur en hann gerði ráð fyrir og flutning á milli hótels eða annarrar gistiaðstöðu.Flugfélögum er þó ekki skylt að greiða fyrir hótelgistingu þeirra sem geta verið heima hjá sér. Það þýðir því ekki fyrir íbúa á höfuðborgarsvæðinu að fara fram á að gista á hóteli í bænum á meðan beðið er eftir flugi.Ef til verkfalls kemur og flugi er aflýst eða seinkað á flugfélagið að bjóða farþegum að hringja tvö símtöl eða senda skilaboð um fjarrita eða bréfsíma, eins og það er orðað, eða með tölvupósti þeim að kostnaðarlausu. Fréttir af flugi Verkfall 2016 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Tugir þúsunda stefna nú í verkfall í lok mánaðarins og byrjun júní vegna kjaraviðræðna sem hafa verið í hnút um nokkurra vikna skeið. Meðal annars mun það hafa áhrif á flugsamgöngur en starfsmenn í VR og Eflingu sinna meðal annars innritun á Keflavíkurflugvelli. Félagsmenn greiða nú atkvæði um hvort fara eigi í tímabundna vinnustöðvun 31. maí og 1. júní og allsherjarverkfall frá 6. júní. Vísir hafði samband við Samgöngustofu til að kanna hvaða rétt flugfarþegar hafa þegar þriðji aðili, það er ekki starfsmenn flugfélaganna, fara í verkfall með þeim afleyðingum að fresta eða fella þar niður flug.Samkvæmt upplýsingum frá Samgöngustofu hafa farþegar rétt á að fá að velja um hvort þeir fái ferðina endurgreidda eða að fá breytingu á fluginu. Þegar um verkfall þriðja aðila er að ræða, eins og stefnir í nú, flokkast það undir óviðráðanlegar aðstæður og eiga því flugfarþegar ekki rétt á skaðabótum.Flugfarþegar eiga þó rétt á að fá máltíðir og hressingu í samræmi við lengd tafar á flugi, hótelgistingu ef þeir neyðast til að bíða eina eða fleiri nætur eftir fari eða farþegi neyðist til að lengur en hann gerði ráð fyrir og flutning á milli hótels eða annarrar gistiaðstöðu.Flugfélögum er þó ekki skylt að greiða fyrir hótelgistingu þeirra sem geta verið heima hjá sér. Það þýðir því ekki fyrir íbúa á höfuðborgarsvæðinu að fara fram á að gista á hóteli í bænum á meðan beðið er eftir flugi.Ef til verkfalls kemur og flugi er aflýst eða seinkað á flugfélagið að bjóða farþegum að hringja tvö símtöl eða senda skilaboð um fjarrita eða bréfsíma, eins og það er orðað, eða með tölvupósti þeim að kostnaðarlausu.
Fréttir af flugi Verkfall 2016 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira