Enski boltinn

Theódór Elmar lagði upp mark í sigri á Nordsjælland

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Theódór Elmar Bjarnason.
Theódór Elmar Bjarnason. Vísir/Getty
Theódór Elmar Bjarnason og félagar í Randers unnu 2-0 heimasigur á Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Ólafur H. Kristjánsson þjálfar lið Nordsjælland og með liðinu leik íslensku leikmennirnir Guðmundur Þórarinsson, Adam Örn Arnarson, Guðjón Baldvinsson og Rúnar Alex Rúnarsson.

Theódór Elmar Bjarnason lék allan leikinn með Randers og lagði upp seinna mark liðsins á 77. mínútu leiksins en það skoraði Viktor Lundberg.  Nicolai Brock-Madsen skoraði fyrra markið á 27. mínútu.

Guðmundur og Adam Örn voru í byrjunarliðinu hjá Nordsjælland en Guðmundur var tekin af velli í hálfeik þegar staðan var 1-0 fyrir Randers. Guðjón og Rúnar Alex komu ekkert við sögu.

Nordsjælland hefur nú tapað fjórum af síðustu fimm leikjum sínum í dönsku deildinni en lifir á góðri byrjun og er því enn í sjötta sætinu.

Randers-liðið er komið upp að hlið Bröndby í þriðja sæti deildarinnar en Bröndby er bæði með betri markatölu og á líka leik inni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×