Afleiðing nauðgunar oft sektarkennd: „Óviðunandi að stúlkur mæti þessum viðhorfum“ Stefán Árni Pálsson skrifar 20. apríl 2015 20:30 Guðrún Jónsdóttir hefur barist gegn þessum viðhorfum í mörg ár. Vísir/gva/getty „Þetta viðhorf er ekki aðeins óheppilegt, heldur beinlínis skaðlegt,“ segir Guðrún Jónsdóttir framkvæmdastýra Stígamóta. Tvær ungar konur stigu fram í viðtali við Vísi á föstudaginn og töluðu opinskátt um það viðhorf sem enn er viðvarandi í samfélaginu. Báðum hafði verið nauðgað og fengu báðar þau skilaboð að betra væri að minnka áfengisdrykkjuna, það myndi draga úr líkum á því að þeim yrði nauðgað aftur.Sjá einnig: Fórnarlömb nauðgana: „Núna vissi ég áhættuna sem fylgir því að drekka svona mikið“„Þar er ekki langt síðan að umdeild heilsíðu auglýsing frá Lýðheilsustofnun birtist í tímaritinu Monitor og hún átti að vera hvatning til ungs fólks um að drekka ekki. Fyrirsögnin var „Ef þú drekkur ekki“ og það voru nokkrir kostir taldir upp að neðan. Þar á meðal stóð að það væru minni líkur á því að þér yrði nauðgað. Auglýsingin var myndskreytt með stórri mynd af ungri stúlku.“ Guðrún segir aftur á móti mjög sterk tengsl milli þess að nauðga og að vera undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. „Tveir þriðju hlutar nauðgara voru undir áhrifum en það var ekki gerð tilraun til að tala við þá. Það er einnig frægt viðtalið við Björgvin Björgvinsson, fyrrverandi yfirmann kynferðisbrotadeildarinnar, í DV þegar hann er að kvarta yfir þessum fullu stelpum sem eru að reyna koma sökinni á einhvern annan.“ Hún segir þetta viðhorf ansi lífsseigt. „Mér er illa við að gagnrýna neyðarmóttökuna en það er samt sem áður óviðunandi að stúlkur mæti þessum viðhorfum hvar sem er. Ofbeldi er alltaf á ábyrgð þess sem beitir ofbeldinu. Ástanda brotaþolans skiptir engu máli. Vissulega eru margar stúlkur undir áhrifum áfengis eða jafnvel áfengisdauðar þegar þær koma á neyðarmóttökuna en ábyrgðin er aldrei þeirra.“ Guðrún segir aldrei æskilegt að drekka sig ofurölvi. „En það er samt aldrei réttlætanlegt að misnota það ástand. Þetta eru okkar eilífðarskilaboð,“ segir hún en Guðrún er stödd á ráðstefnu í Búkarest og mun hún vera með erindi á morgun um nákvæmlega þetta málefni. „Megin viðfangsefni í yfir tvö þúsund viðtölum sem við tökum á ári er sektarkennd fórnarlambsins. Afleiðingar kynferðisofbeldis eru oftast depurð, kvíði, skömm og sektarkennd. Annarsvegar er þetta aðal viðfangsefnið í þeim viðtölum sem við tökum og hinsvegar er þetta ein megin ástæðan fyrir því að konur kæra ekki nauðganir. Um 80 prósent kvenna segja ástæðuna fyrir því að þær vilja ekki kæra sé skömm og sektarkennd.“ Hún segir að svona umræða dragi undan ábyrgð gerandans og réttlæti að vissu leyti brotið. „Það kemur fólk frá neyðarmóttökunni til okkar á hverju ári og ég hélt satt best að segja að þetta viðhorf væri að breytast. Ég veit samt sem áður að starfsfólkið þar er að gera sitt besta. Við getum reyndar fagnað því að stelpur eru hættar að taka við þessum skilaboðum. Það kemur til með átökum eins og Druslugönguna, #FreetheNipple og #6dagsleikinn. Það er mjög mikil vakning meðal ungs fólks.“ #FreeTheNipple Tengdar fréttir Fórnarlömb nauðgana: „Núna vissi ég áhættuna sem fylgir því að drekka svona mikið“ Fengu báðar sömu skilaboð um að áfengisneysla auki líkurnar á að þeim yrði nauðgað. 17. apríl 2015 19:30 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Fleiri fréttir Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Sjá meira
„Þetta viðhorf er ekki aðeins óheppilegt, heldur beinlínis skaðlegt,“ segir Guðrún Jónsdóttir framkvæmdastýra Stígamóta. Tvær ungar konur stigu fram í viðtali við Vísi á föstudaginn og töluðu opinskátt um það viðhorf sem enn er viðvarandi í samfélaginu. Báðum hafði verið nauðgað og fengu báðar þau skilaboð að betra væri að minnka áfengisdrykkjuna, það myndi draga úr líkum á því að þeim yrði nauðgað aftur.Sjá einnig: Fórnarlömb nauðgana: „Núna vissi ég áhættuna sem fylgir því að drekka svona mikið“„Þar er ekki langt síðan að umdeild heilsíðu auglýsing frá Lýðheilsustofnun birtist í tímaritinu Monitor og hún átti að vera hvatning til ungs fólks um að drekka ekki. Fyrirsögnin var „Ef þú drekkur ekki“ og það voru nokkrir kostir taldir upp að neðan. Þar á meðal stóð að það væru minni líkur á því að þér yrði nauðgað. Auglýsingin var myndskreytt með stórri mynd af ungri stúlku.“ Guðrún segir aftur á móti mjög sterk tengsl milli þess að nauðga og að vera undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. „Tveir þriðju hlutar nauðgara voru undir áhrifum en það var ekki gerð tilraun til að tala við þá. Það er einnig frægt viðtalið við Björgvin Björgvinsson, fyrrverandi yfirmann kynferðisbrotadeildarinnar, í DV þegar hann er að kvarta yfir þessum fullu stelpum sem eru að reyna koma sökinni á einhvern annan.“ Hún segir þetta viðhorf ansi lífsseigt. „Mér er illa við að gagnrýna neyðarmóttökuna en það er samt sem áður óviðunandi að stúlkur mæti þessum viðhorfum hvar sem er. Ofbeldi er alltaf á ábyrgð þess sem beitir ofbeldinu. Ástanda brotaþolans skiptir engu máli. Vissulega eru margar stúlkur undir áhrifum áfengis eða jafnvel áfengisdauðar þegar þær koma á neyðarmóttökuna en ábyrgðin er aldrei þeirra.“ Guðrún segir aldrei æskilegt að drekka sig ofurölvi. „En það er samt aldrei réttlætanlegt að misnota það ástand. Þetta eru okkar eilífðarskilaboð,“ segir hún en Guðrún er stödd á ráðstefnu í Búkarest og mun hún vera með erindi á morgun um nákvæmlega þetta málefni. „Megin viðfangsefni í yfir tvö þúsund viðtölum sem við tökum á ári er sektarkennd fórnarlambsins. Afleiðingar kynferðisofbeldis eru oftast depurð, kvíði, skömm og sektarkennd. Annarsvegar er þetta aðal viðfangsefnið í þeim viðtölum sem við tökum og hinsvegar er þetta ein megin ástæðan fyrir því að konur kæra ekki nauðganir. Um 80 prósent kvenna segja ástæðuna fyrir því að þær vilja ekki kæra sé skömm og sektarkennd.“ Hún segir að svona umræða dragi undan ábyrgð gerandans og réttlæti að vissu leyti brotið. „Það kemur fólk frá neyðarmóttökunni til okkar á hverju ári og ég hélt satt best að segja að þetta viðhorf væri að breytast. Ég veit samt sem áður að starfsfólkið þar er að gera sitt besta. Við getum reyndar fagnað því að stelpur eru hættar að taka við þessum skilaboðum. Það kemur til með átökum eins og Druslugönguna, #FreetheNipple og #6dagsleikinn. Það er mjög mikil vakning meðal ungs fólks.“
#FreeTheNipple Tengdar fréttir Fórnarlömb nauðgana: „Núna vissi ég áhættuna sem fylgir því að drekka svona mikið“ Fengu báðar sömu skilaboð um að áfengisneysla auki líkurnar á að þeim yrði nauðgað. 17. apríl 2015 19:30 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Fleiri fréttir Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Sjá meira
Fórnarlömb nauðgana: „Núna vissi ég áhættuna sem fylgir því að drekka svona mikið“ Fengu báðar sömu skilaboð um að áfengisneysla auki líkurnar á að þeim yrði nauðgað. 17. apríl 2015 19:30