Það eru innan við tvær vikur í stærsta hnefaleikabardaga aldarinnar en samt er ekki enn byrjað að selja miða á viðburðinn.
Vissulega stórfurðulegt og þessi seinkun á miðasölu á slíka stórviðburð á sér enga hliðstæðu. Það sem meira er þá er ekki búið að gefa neina skýringu á því af hverju ekki er byrjað að selja miða á bardagann sem fer fram 2. maí.
Maðurinn sem stendur fyrir bardaganum, Bob Arum, hefur ekki enn svarað spurningum blaðamanna hvernig standi á þessu.
Hermt er að ekki sé búið að semja við MGM Grand, þar sem bardaginn fer fram. Pláss er fyrir 16.500 manns í salnum en aðeins er búist við því að 1.000 miðar fari í almenna sölu.
Þegar miðarnir fara loksins í sölu þá munu þeir kosta frá 205 þúsund og upp í rúma milljón. Ekki fyrir hvern sem er að mæta á þennan bardaga.
Bardaginn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Hvar eru miðarnir?

Mest lesið

Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham
Enski boltinn


ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni
Íslenski boltinn

Brentford bætti við algjöra martröð Leicester
Enski boltinn


Jón Dagur í frystiklefa í Berlín
Fótbolti



