Það eru innan við tvær vikur í stærsta hnefaleikabardaga aldarinnar en samt er ekki enn byrjað að selja miða á viðburðinn.
Vissulega stórfurðulegt og þessi seinkun á miðasölu á slíka stórviðburð á sér enga hliðstæðu. Það sem meira er þá er ekki búið að gefa neina skýringu á því af hverju ekki er byrjað að selja miða á bardagann sem fer fram 2. maí.
Maðurinn sem stendur fyrir bardaganum, Bob Arum, hefur ekki enn svarað spurningum blaðamanna hvernig standi á þessu.
Hermt er að ekki sé búið að semja við MGM Grand, þar sem bardaginn fer fram. Pláss er fyrir 16.500 manns í salnum en aðeins er búist við því að 1.000 miðar fari í almenna sölu.
Þegar miðarnir fara loksins í sölu þá munu þeir kosta frá 205 þúsund og upp í rúma milljón. Ekki fyrir hvern sem er að mæta á þennan bardaga.
Bardaginn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Hvar eru miðarnir?

Mest lesið






Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins
Enski boltinn




Jón Dagur í frystiklefa í Berlín
Fótbolti