Forsætisráðherra kvartar undan leka úr samráðshópi Heimir Már Pétursson skrifar 22. apríl 2015 19:27 Forsætisráðherra sagði á Alþingi í dag að erfitt væri að miðla upplýsingum um áætlanir stjórnvalda um afnám gjaldeyrishafta þegar trúnaðarupplýsingum af fundum samráðshóps þingflokka um málið væri lekið til fjölmiðla. Stjórnarandstaðan sakaði forsætisráðherra um óheilindi vegna þessara ummmæla. Á fyrirspurnartíma á Alþingi í dag var forsætisráðherra spurður um aðgerðir um afnám gjaldeyrishafta. Hann var jafnframt gagnrýndur fyrir skort á upplýsingum til þingsins. Forsætisráðherra sagði bæði þing og kröfuhafa upplýst eins og hægt væri en gæta þyrfti að þjóðarhagsmunum. Guðmundur Steingrímsson formaður Bjartrar framtíðar og Birgitta Jónsdóttir kapteinn Pírata kvörtuðu bæði undan því á Alþingi í dag að fundir í samráðshópi stjórnvalda með formönnum stjórnarandstöðuflokkanna um afnám gjaldeyrishafta væru fátíðir. Sagði Guðmundur stjórnarandstöðuna helst fá misvísandi fréttir um málið í fjölmiðlum. Síðasti fundur samráðshópsins var hinn 8. desember en á landsþingi Framsóknar nýlega boðaði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra frumvarp um losun hafta með útgönguskatti fyrir þinglok. „Hins vegar dreg ég ekki dul á það að það setti töluvert strik í reikninginn þegar eftir einn slíkan fund var farið að dreifa upplýsingum til fjölmiðla og farið í viðtöl jafnvel til að lýsa því sem gerðist á þessum fundi og raunar á margan hátt dregin upp röng mynd af því,“ sagði forsætisráðherra. Stjórnarandstæðingar brugðust margir illa við þessum ásökunum forsætisráðherra við leka. Vegna viðtala sem Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar hafði veitt eftir fundinn í desember töldu þingmenn forsætisráðherra vera að væna hann pesónulega um leka á trúnaðargögnum, en forsætisráðherra nefndi hann ekki á nafn. Steingrímur J. Sigfússon þingmaður VG sagði upplýsingar um áætlanir stjórnvalda hafa birst dagana fyrir fund samráðsnefndarinnar í desember og þá aðallega í Morgunblaðinu. „Það komu engar nýjar upplýsingar fram í fjölmiðlum eftir þennan fund. Enga. Það er hægt að sanna með því að fara yfir umfjöllun fjölmiðla dagana á undan. Í einhverju geðvonskukasti einhvers starfsmanns í fjármálaráðuneytinu var sendur tölvupóstur um að þarna hefði átt sér stað eitthvað trúnaðarbrot sem er innistæðulaust með öllu,“ sagði Steingrímur. Foræstisráðherra sagði í fyrsta lagi óviðeigandi að tala með þessum hætti um embættismenn. „Í örðu lagi var þetta ekki einhver önugur embættismaður. Þetta var formaður nefndarinnar. Sem gerði fulltrúum flokkanna í nefndinni grein fyrir því, að í ljósi þess að það hefði orðið þessi alvarlegi trúnaðarbrestur sæi hann ekki ástæðu til að halda fleiri fundi fyrr en að úr þeim málum hefði verið leyst,“ sagði Sigmundur Davíð. Alþingi Gjaldeyrishöft Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Forsætisráðherra sagði á Alþingi í dag að erfitt væri að miðla upplýsingum um áætlanir stjórnvalda um afnám gjaldeyrishafta þegar trúnaðarupplýsingum af fundum samráðshóps þingflokka um málið væri lekið til fjölmiðla. Stjórnarandstaðan sakaði forsætisráðherra um óheilindi vegna þessara ummmæla. Á fyrirspurnartíma á Alþingi í dag var forsætisráðherra spurður um aðgerðir um afnám gjaldeyrishafta. Hann var jafnframt gagnrýndur fyrir skort á upplýsingum til þingsins. Forsætisráðherra sagði bæði þing og kröfuhafa upplýst eins og hægt væri en gæta þyrfti að þjóðarhagsmunum. Guðmundur Steingrímsson formaður Bjartrar framtíðar og Birgitta Jónsdóttir kapteinn Pírata kvörtuðu bæði undan því á Alþingi í dag að fundir í samráðshópi stjórnvalda með formönnum stjórnarandstöðuflokkanna um afnám gjaldeyrishafta væru fátíðir. Sagði Guðmundur stjórnarandstöðuna helst fá misvísandi fréttir um málið í fjölmiðlum. Síðasti fundur samráðshópsins var hinn 8. desember en á landsþingi Framsóknar nýlega boðaði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra frumvarp um losun hafta með útgönguskatti fyrir þinglok. „Hins vegar dreg ég ekki dul á það að það setti töluvert strik í reikninginn þegar eftir einn slíkan fund var farið að dreifa upplýsingum til fjölmiðla og farið í viðtöl jafnvel til að lýsa því sem gerðist á þessum fundi og raunar á margan hátt dregin upp röng mynd af því,“ sagði forsætisráðherra. Stjórnarandstæðingar brugðust margir illa við þessum ásökunum forsætisráðherra við leka. Vegna viðtala sem Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar hafði veitt eftir fundinn í desember töldu þingmenn forsætisráðherra vera að væna hann pesónulega um leka á trúnaðargögnum, en forsætisráðherra nefndi hann ekki á nafn. Steingrímur J. Sigfússon þingmaður VG sagði upplýsingar um áætlanir stjórnvalda hafa birst dagana fyrir fund samráðsnefndarinnar í desember og þá aðallega í Morgunblaðinu. „Það komu engar nýjar upplýsingar fram í fjölmiðlum eftir þennan fund. Enga. Það er hægt að sanna með því að fara yfir umfjöllun fjölmiðla dagana á undan. Í einhverju geðvonskukasti einhvers starfsmanns í fjármálaráðuneytinu var sendur tölvupóstur um að þarna hefði átt sér stað eitthvað trúnaðarbrot sem er innistæðulaust með öllu,“ sagði Steingrímur. Foræstisráðherra sagði í fyrsta lagi óviðeigandi að tala með þessum hætti um embættismenn. „Í örðu lagi var þetta ekki einhver önugur embættismaður. Þetta var formaður nefndarinnar. Sem gerði fulltrúum flokkanna í nefndinni grein fyrir því, að í ljósi þess að það hefði orðið þessi alvarlegi trúnaðarbrestur sæi hann ekki ástæðu til að halda fleiri fundi fyrr en að úr þeim málum hefði verið leyst,“ sagði Sigmundur Davíð.
Alþingi Gjaldeyrishöft Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira