Afnám gjaldeyrishafta áhættusamara samhliða miklum launahækkunum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 23. apríl 2015 19:05 Afnám fjármagnshaftanna gæti orðið áhættusamara ef mjög miklar launahækkanir verða á öllum vinnumarkaðnum. Þetta segir seðlabankastjóri og að hækkununum myndi fylgja aukin verðbólga og vaxtahækkanir. Þeim hefur fjölgað hratt síðustu vikur kjaradeilunum sem komnar eru á borð ríkissáttasemjara. Á annað hundrað kjarasamningar bæði á almenna og opinbera markaðnum eru lausir um þessar mundir. Mikið ber á milli í mörgum deilunum þar sem launafólk vill sjá ríflegar launahækkanir jafnvel upp á tugi prósenta en atvinnurekendur og ríkið hafa lítið boðið umfram 3,5% launahækkanir. Seðlabankinn óttast að gangi kröfur um miklar launahækkanir eftir og nái þær til stórs hluta vinnumarkaðarins sé hætta á að verðbólgan fari af stað. „Náttúrulega ef það verða mjög miklar launahækkanir yfir allan vinnumarkaðinn. Þá er ég ekki að tala um einstakir hópir eða eitthvað því um líkt. Yfir allan vinnumarkaðinn og upp og niður allan launastigann einhverjar tveggja stafa tölur. Þá er öllum ljóst að þá fer náttúrulega verðbólgan af stað og við munum þurfa að bregðast við með því að hækka vexti,“ segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Mikil hækkun launakostnaðar er einnig til þess fallin að grafa undan efnahagsbatanum og hafa slæm áhrif á áform um losun fjármagnshafta. Már segir hækkun vaxta bankans koma til með að hafa áhrif á gengi krónunnar. „Þá hækkar raungengið það grefur undan, allavega um hríð, grefur undan viðskipta afgangnum. Líka innlend eftirspurn eykst vegna þess auðvitað kaupmátturinn tímabundið er að aukast og það grefur líka undan honum og ef að viðskiptaafgangurinn sveiflast yfir í viðskiptahalla þá verður afnám fjármagnshafta áhættusamara,“ segir Már Gjaldeyrishöft Tengdar fréttir Fátt virðist geta komið í veg fyrir að 10.000 manns leggi niður störf „Ég sé engin teikn á lofti um annað en að verkfallið 30. apríl komi til framkvæmda.“ 23. apríl 2015 18:48 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira
Afnám fjármagnshaftanna gæti orðið áhættusamara ef mjög miklar launahækkanir verða á öllum vinnumarkaðnum. Þetta segir seðlabankastjóri og að hækkununum myndi fylgja aukin verðbólga og vaxtahækkanir. Þeim hefur fjölgað hratt síðustu vikur kjaradeilunum sem komnar eru á borð ríkissáttasemjara. Á annað hundrað kjarasamningar bæði á almenna og opinbera markaðnum eru lausir um þessar mundir. Mikið ber á milli í mörgum deilunum þar sem launafólk vill sjá ríflegar launahækkanir jafnvel upp á tugi prósenta en atvinnurekendur og ríkið hafa lítið boðið umfram 3,5% launahækkanir. Seðlabankinn óttast að gangi kröfur um miklar launahækkanir eftir og nái þær til stórs hluta vinnumarkaðarins sé hætta á að verðbólgan fari af stað. „Náttúrulega ef það verða mjög miklar launahækkanir yfir allan vinnumarkaðinn. Þá er ég ekki að tala um einstakir hópir eða eitthvað því um líkt. Yfir allan vinnumarkaðinn og upp og niður allan launastigann einhverjar tveggja stafa tölur. Þá er öllum ljóst að þá fer náttúrulega verðbólgan af stað og við munum þurfa að bregðast við með því að hækka vexti,“ segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Mikil hækkun launakostnaðar er einnig til þess fallin að grafa undan efnahagsbatanum og hafa slæm áhrif á áform um losun fjármagnshafta. Már segir hækkun vaxta bankans koma til með að hafa áhrif á gengi krónunnar. „Þá hækkar raungengið það grefur undan, allavega um hríð, grefur undan viðskipta afgangnum. Líka innlend eftirspurn eykst vegna þess auðvitað kaupmátturinn tímabundið er að aukast og það grefur líka undan honum og ef að viðskiptaafgangurinn sveiflast yfir í viðskiptahalla þá verður afnám fjármagnshafta áhættusamara,“ segir Már
Gjaldeyrishöft Tengdar fréttir Fátt virðist geta komið í veg fyrir að 10.000 manns leggi niður störf „Ég sé engin teikn á lofti um annað en að verkfallið 30. apríl komi til framkvæmda.“ 23. apríl 2015 18:48 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira
Fátt virðist geta komið í veg fyrir að 10.000 manns leggi niður störf „Ég sé engin teikn á lofti um annað en að verkfallið 30. apríl komi til framkvæmda.“ 23. apríl 2015 18:48