Jón Heiðar: Líklega minn síðasti handboltaleikur Anton Ingi Leifsson skrifar 26. apríl 2015 19:22 Jón Heiðar Gunnarsson hefur skorað sitt síðasta mark. vísir/ernir Jón Heiðar Gunnarsson, línumaður ÍR, spilaði líklega sinn síðasta handboltaleik þegar ÍR tapaði fyrir Aftureldingu í undanúrslitum Olís-deildar karla í handknattleik í kvöld. ÍR tapaði fyrir Aftureldingu í ævintýralegum oddaleik, en meira um þann leik má lesa hér. Vísir greip Jón Heiðar að tali í leikslok. „Þetta er ansi svekkjandi, en þetta er að komast inn. Þetta eru gífurleg vonbrigði," sagði Jón Heiðar í leikslok. „Heilt yfir erum við að spila fínan leik. Þetta eru tvö frábær handboltalið og mikið um mjög góða takta. Við erum betri stóra hluta leiksins og seinni hálfleikurinn var mjög góður." „Við vorum lengi í gang varnarlega, en lokuðum vörninni í síðari hálfleik. Við leiddum í seinni hálfleik, en við erum bara klaufar. Við erum þremur mörkum yfir þegar ein og hálf mínúta er eftir." „Við fórum dálítið á taugum sóknarlega. Við misstum boltann þrisvar á skömmum tíma og það ræður úrslitum. Við gefum þeim þetta á silfurfati," en hvað gerðist í síðastu sókninni þegar boltinn var dæmdur af ÍR? „Hann dæmir leiktöf. Þetta er dálítið umdeildur dómur. Við vorum búnir að vera í tuttugu sekúndur í sókn og Sturla fer í árás. Við héldum að það hafi verið brotið á honum, en það var ekkert dæmt." „Í staðinn fer höndin upp og þetta gerist allt rosalega hratt. Ég á eftir að sjá þetta á myndbandi, en mér fannst þetta ansi harður dómur. Það er ekki við það að sakast. „Við erum bara klaufar og klúðruðum þessu í síðustu sóknunum án þess að gera lítið úr Aftureldingu. Þetta eru bara tvö frábær lið." ÍR kom mörgum á óvart með því að fara eins langt og raunin var. Hann segir að markmiðið hafi alltaf verið að verða Íslandsmeistarar. „Markmiðið var að fara alla leið og verða Íslandsmeistarar. Ég á eftir að verða Íslandsmeistari, en búinn að vinna flest annað. Menn spáðu okkur fyrst sjötta sæti, spáðu að við myndum detta út fyrir Akureyri og svo detta út fyrir Aftureldingu." „Menn hafa ekki haft mikla trú á okkur, en ég er gífurlega ánægður með hópinn. Við erum hársbreidd frá því að fara í úrslit, en heilt yfir erum við að spila yfir væntingum annara." „Þetta var líklega minn síðasti handboltaleikur og að sjálfsögðu hefði það verið skemmtilegra að klára þetta með sigri," sagði þessi frábæri línumaður að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum Handbolti Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Handbolti Tryllt eftirspurn eftir miðum Körfubolti Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Fótbolti Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Fótbolti De Bruyne kvaddur með stæl Enski boltinn „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjör: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Sjá meira
Jón Heiðar Gunnarsson, línumaður ÍR, spilaði líklega sinn síðasta handboltaleik þegar ÍR tapaði fyrir Aftureldingu í undanúrslitum Olís-deildar karla í handknattleik í kvöld. ÍR tapaði fyrir Aftureldingu í ævintýralegum oddaleik, en meira um þann leik má lesa hér. Vísir greip Jón Heiðar að tali í leikslok. „Þetta er ansi svekkjandi, en þetta er að komast inn. Þetta eru gífurleg vonbrigði," sagði Jón Heiðar í leikslok. „Heilt yfir erum við að spila fínan leik. Þetta eru tvö frábær handboltalið og mikið um mjög góða takta. Við erum betri stóra hluta leiksins og seinni hálfleikurinn var mjög góður." „Við vorum lengi í gang varnarlega, en lokuðum vörninni í síðari hálfleik. Við leiddum í seinni hálfleik, en við erum bara klaufar. Við erum þremur mörkum yfir þegar ein og hálf mínúta er eftir." „Við fórum dálítið á taugum sóknarlega. Við misstum boltann þrisvar á skömmum tíma og það ræður úrslitum. Við gefum þeim þetta á silfurfati," en hvað gerðist í síðastu sókninni þegar boltinn var dæmdur af ÍR? „Hann dæmir leiktöf. Þetta er dálítið umdeildur dómur. Við vorum búnir að vera í tuttugu sekúndur í sókn og Sturla fer í árás. Við héldum að það hafi verið brotið á honum, en það var ekkert dæmt." „Í staðinn fer höndin upp og þetta gerist allt rosalega hratt. Ég á eftir að sjá þetta á myndbandi, en mér fannst þetta ansi harður dómur. Það er ekki við það að sakast. „Við erum bara klaufar og klúðruðum þessu í síðustu sóknunum án þess að gera lítið úr Aftureldingu. Þetta eru bara tvö frábær lið." ÍR kom mörgum á óvart með því að fara eins langt og raunin var. Hann segir að markmiðið hafi alltaf verið að verða Íslandsmeistarar. „Markmiðið var að fara alla leið og verða Íslandsmeistarar. Ég á eftir að verða Íslandsmeistari, en búinn að vinna flest annað. Menn spáðu okkur fyrst sjötta sæti, spáðu að við myndum detta út fyrir Akureyri og svo detta út fyrir Aftureldingu." „Menn hafa ekki haft mikla trú á okkur, en ég er gífurlega ánægður með hópinn. Við erum hársbreidd frá því að fara í úrslit, en heilt yfir erum við að spila yfir væntingum annara." „Þetta var líklega minn síðasti handboltaleikur og að sjálfsögðu hefði það verið skemmtilegra að klára þetta með sigri," sagði þessi frábæri línumaður að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum Handbolti Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Handbolti Tryllt eftirspurn eftir miðum Körfubolti Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Fótbolti Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Fótbolti De Bruyne kvaddur með stæl Enski boltinn „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjör: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Sjá meira
Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn