Kennitöluflakk í Brestum: „Glæpir borga sig“ Bjarki Ármannsson skrifar 27. apríl 2015 21:00 Í nýjasta þætti Bresta lagðist Lóa Pind Aldísardóttir í leiðangur til að reyna að finna kennitöluflakkara. Vísir Í nýjasta þætti Bresta lagðist Lóa Pind Aldísardóttir í leiðangur til að reyna að finna kennitöluflakkara og grafast fyrir um það hvenær ítrekuð gjaldþrot eru orðin misnotkun á kerfinu. Í þeim leiðangri rakst hún á fyrirbærið „útfararstjóra“ – menn sem leppa einkahlutafélög sem eru á leið í þrot til að eigandinn geti haldið óflekkuðu mannorði.Þrífst í skjóli stjórnvalda Kennitöluflakk athafnamanna er brotastarfsemi sem þrífst í skjóli stjórnvalda, segir Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ. Vel þekkt sé að athafnamenn fái leppa til að fylgja félögum í þrot, svo þeirra eigin nöfn haldist óflekkuð. Halldór áætlar að árin 2011 og 2012 hafi samfélagið tapað samanlagt um hundrað milljörðum króna á kennitöluflakki. Hann hefur barist fyrir breyttu regluverki til að sporna við kennitöluflakki. ASÍ lagði fram sextán tillögur til úrbóta árið 2013 en Halldór segir stjórnvöld ekki hafa gert neitt í málinu síðan. „Annað en jú, ráðherrann er búinn að auðvelda fólki að stofna einkahlutafélög af því nú er hægt að gera það á netinu," segir hann. „Þess vegna segjum við að þessi brotastarfsemi, hún er í skjóli stjórnvalda.“ Þess má geta að ríkisstjórnin segist í stjórnarsáttmála sínum ætla að vinna gegn slíkri starfsemi. „Það er ekki glæpur að verða gjaldþrota, ef fólk fær góða hugmynd en síðan gengur það ekki upp af einhverjum ástæðum,“ segir Halldór í þætti kvöldsins. „Það er hinsvegar glæpur þegar þú ert kerfisbundið að nýta þér þessa takmörkuðu ábyrgð til að hafa fé af fólki, fyrirtækjum og samfélaginu.“Fékk félagið með „vafasömum leiðum“Í þættinum var einnig rætt við Árna Elvar, mann sem kannast við það að gerast „útfararstjóri“ einkahlutafélaga. „Ég hef alveg gefið út reikninga út á félag sem var ónýtt,“ segir Árni Elvar. „Ég átti einkahlutafélag með engan rekstur og ekkert í gangi. Svo eru menn að vinna sem verktakar og þá gef ég út reikningana fyrir það. Ég held virðisaukanum og þeir fá launin sín.“ Árni segir að hann hafi ekki stofnað umrætt einkahlutafélag sjálfur, heldur fengið það frá öðrum eftir „vafasömum leiðum.“ Hann er á bótum frá fjárhagsaðstoð Reykjavíkur og segist aðspurður ekki hafa samviskubit yfir því að halda eftir peningi ætluðum hinu opinbera. „Af hverju ætti ég að fá samviskubit?“ spyr hann. „Ég fæ 118 þúsund á mánuði, hvernig á ég að lifa á því?“ Árni Elvar segist þekkja til margra sem stunda kennitölusvik með þessum hætti. Enda séu eftirmálar engir. „Það er ekkert vesen, auðvitað heldur fólk þessu áfram,“ segir hann. „Glæpir borga sig.“ Tengdar fréttir Brestir: Útfararstjórar í kennitölubraski Kennitöluflakk og raðgjaldþrot verður tekið fyrir í lokaþætti Bresta verður á dagskrá Stöðvar 2 á mánudagskvöld kl. 20:25. 25. apríl 2015 16:46 Mest lesið Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Hvar er opið um páskana? Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Í nýjasta þætti Bresta lagðist Lóa Pind Aldísardóttir í leiðangur til að reyna að finna kennitöluflakkara og grafast fyrir um það hvenær ítrekuð gjaldþrot eru orðin misnotkun á kerfinu. Í þeim leiðangri rakst hún á fyrirbærið „útfararstjóra“ – menn sem leppa einkahlutafélög sem eru á leið í þrot til að eigandinn geti haldið óflekkuðu mannorði.Þrífst í skjóli stjórnvalda Kennitöluflakk athafnamanna er brotastarfsemi sem þrífst í skjóli stjórnvalda, segir Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ. Vel þekkt sé að athafnamenn fái leppa til að fylgja félögum í þrot, svo þeirra eigin nöfn haldist óflekkuð. Halldór áætlar að árin 2011 og 2012 hafi samfélagið tapað samanlagt um hundrað milljörðum króna á kennitöluflakki. Hann hefur barist fyrir breyttu regluverki til að sporna við kennitöluflakki. ASÍ lagði fram sextán tillögur til úrbóta árið 2013 en Halldór segir stjórnvöld ekki hafa gert neitt í málinu síðan. „Annað en jú, ráðherrann er búinn að auðvelda fólki að stofna einkahlutafélög af því nú er hægt að gera það á netinu," segir hann. „Þess vegna segjum við að þessi brotastarfsemi, hún er í skjóli stjórnvalda.“ Þess má geta að ríkisstjórnin segist í stjórnarsáttmála sínum ætla að vinna gegn slíkri starfsemi. „Það er ekki glæpur að verða gjaldþrota, ef fólk fær góða hugmynd en síðan gengur það ekki upp af einhverjum ástæðum,“ segir Halldór í þætti kvöldsins. „Það er hinsvegar glæpur þegar þú ert kerfisbundið að nýta þér þessa takmörkuðu ábyrgð til að hafa fé af fólki, fyrirtækjum og samfélaginu.“Fékk félagið með „vafasömum leiðum“Í þættinum var einnig rætt við Árna Elvar, mann sem kannast við það að gerast „útfararstjóri“ einkahlutafélaga. „Ég hef alveg gefið út reikninga út á félag sem var ónýtt,“ segir Árni Elvar. „Ég átti einkahlutafélag með engan rekstur og ekkert í gangi. Svo eru menn að vinna sem verktakar og þá gef ég út reikningana fyrir það. Ég held virðisaukanum og þeir fá launin sín.“ Árni segir að hann hafi ekki stofnað umrætt einkahlutafélag sjálfur, heldur fengið það frá öðrum eftir „vafasömum leiðum.“ Hann er á bótum frá fjárhagsaðstoð Reykjavíkur og segist aðspurður ekki hafa samviskubit yfir því að halda eftir peningi ætluðum hinu opinbera. „Af hverju ætti ég að fá samviskubit?“ spyr hann. „Ég fæ 118 þúsund á mánuði, hvernig á ég að lifa á því?“ Árni Elvar segist þekkja til margra sem stunda kennitölusvik með þessum hætti. Enda séu eftirmálar engir. „Það er ekkert vesen, auðvitað heldur fólk þessu áfram,“ segir hann. „Glæpir borga sig.“
Tengdar fréttir Brestir: Útfararstjórar í kennitölubraski Kennitöluflakk og raðgjaldþrot verður tekið fyrir í lokaþætti Bresta verður á dagskrá Stöðvar 2 á mánudagskvöld kl. 20:25. 25. apríl 2015 16:46 Mest lesið Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Hvar er opið um páskana? Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Brestir: Útfararstjórar í kennitölubraski Kennitöluflakk og raðgjaldþrot verður tekið fyrir í lokaþætti Bresta verður á dagskrá Stöðvar 2 á mánudagskvöld kl. 20:25. 25. apríl 2015 16:46