Kennitöluflakk í Brestum: „Glæpir borga sig“ Bjarki Ármannsson skrifar 27. apríl 2015 21:00 Í nýjasta þætti Bresta lagðist Lóa Pind Aldísardóttir í leiðangur til að reyna að finna kennitöluflakkara. Vísir Í nýjasta þætti Bresta lagðist Lóa Pind Aldísardóttir í leiðangur til að reyna að finna kennitöluflakkara og grafast fyrir um það hvenær ítrekuð gjaldþrot eru orðin misnotkun á kerfinu. Í þeim leiðangri rakst hún á fyrirbærið „útfararstjóra“ – menn sem leppa einkahlutafélög sem eru á leið í þrot til að eigandinn geti haldið óflekkuðu mannorði.Þrífst í skjóli stjórnvalda Kennitöluflakk athafnamanna er brotastarfsemi sem þrífst í skjóli stjórnvalda, segir Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ. Vel þekkt sé að athafnamenn fái leppa til að fylgja félögum í þrot, svo þeirra eigin nöfn haldist óflekkuð. Halldór áætlar að árin 2011 og 2012 hafi samfélagið tapað samanlagt um hundrað milljörðum króna á kennitöluflakki. Hann hefur barist fyrir breyttu regluverki til að sporna við kennitöluflakki. ASÍ lagði fram sextán tillögur til úrbóta árið 2013 en Halldór segir stjórnvöld ekki hafa gert neitt í málinu síðan. „Annað en jú, ráðherrann er búinn að auðvelda fólki að stofna einkahlutafélög af því nú er hægt að gera það á netinu," segir hann. „Þess vegna segjum við að þessi brotastarfsemi, hún er í skjóli stjórnvalda.“ Þess má geta að ríkisstjórnin segist í stjórnarsáttmála sínum ætla að vinna gegn slíkri starfsemi. „Það er ekki glæpur að verða gjaldþrota, ef fólk fær góða hugmynd en síðan gengur það ekki upp af einhverjum ástæðum,“ segir Halldór í þætti kvöldsins. „Það er hinsvegar glæpur þegar þú ert kerfisbundið að nýta þér þessa takmörkuðu ábyrgð til að hafa fé af fólki, fyrirtækjum og samfélaginu.“Fékk félagið með „vafasömum leiðum“Í þættinum var einnig rætt við Árna Elvar, mann sem kannast við það að gerast „útfararstjóri“ einkahlutafélaga. „Ég hef alveg gefið út reikninga út á félag sem var ónýtt,“ segir Árni Elvar. „Ég átti einkahlutafélag með engan rekstur og ekkert í gangi. Svo eru menn að vinna sem verktakar og þá gef ég út reikningana fyrir það. Ég held virðisaukanum og þeir fá launin sín.“ Árni segir að hann hafi ekki stofnað umrætt einkahlutafélag sjálfur, heldur fengið það frá öðrum eftir „vafasömum leiðum.“ Hann er á bótum frá fjárhagsaðstoð Reykjavíkur og segist aðspurður ekki hafa samviskubit yfir því að halda eftir peningi ætluðum hinu opinbera. „Af hverju ætti ég að fá samviskubit?“ spyr hann. „Ég fæ 118 þúsund á mánuði, hvernig á ég að lifa á því?“ Árni Elvar segist þekkja til margra sem stunda kennitölusvik með þessum hætti. Enda séu eftirmálar engir. „Það er ekkert vesen, auðvitað heldur fólk þessu áfram,“ segir hann. „Glæpir borga sig.“ Tengdar fréttir Brestir: Útfararstjórar í kennitölubraski Kennitöluflakk og raðgjaldþrot verður tekið fyrir í lokaþætti Bresta verður á dagskrá Stöðvar 2 á mánudagskvöld kl. 20:25. 25. apríl 2015 16:46 Mest lesið Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Samstarf Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Fleiri fréttir Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Sjá meira
Í nýjasta þætti Bresta lagðist Lóa Pind Aldísardóttir í leiðangur til að reyna að finna kennitöluflakkara og grafast fyrir um það hvenær ítrekuð gjaldþrot eru orðin misnotkun á kerfinu. Í þeim leiðangri rakst hún á fyrirbærið „útfararstjóra“ – menn sem leppa einkahlutafélög sem eru á leið í þrot til að eigandinn geti haldið óflekkuðu mannorði.Þrífst í skjóli stjórnvalda Kennitöluflakk athafnamanna er brotastarfsemi sem þrífst í skjóli stjórnvalda, segir Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ. Vel þekkt sé að athafnamenn fái leppa til að fylgja félögum í þrot, svo þeirra eigin nöfn haldist óflekkuð. Halldór áætlar að árin 2011 og 2012 hafi samfélagið tapað samanlagt um hundrað milljörðum króna á kennitöluflakki. Hann hefur barist fyrir breyttu regluverki til að sporna við kennitöluflakki. ASÍ lagði fram sextán tillögur til úrbóta árið 2013 en Halldór segir stjórnvöld ekki hafa gert neitt í málinu síðan. „Annað en jú, ráðherrann er búinn að auðvelda fólki að stofna einkahlutafélög af því nú er hægt að gera það á netinu," segir hann. „Þess vegna segjum við að þessi brotastarfsemi, hún er í skjóli stjórnvalda.“ Þess má geta að ríkisstjórnin segist í stjórnarsáttmála sínum ætla að vinna gegn slíkri starfsemi. „Það er ekki glæpur að verða gjaldþrota, ef fólk fær góða hugmynd en síðan gengur það ekki upp af einhverjum ástæðum,“ segir Halldór í þætti kvöldsins. „Það er hinsvegar glæpur þegar þú ert kerfisbundið að nýta þér þessa takmörkuðu ábyrgð til að hafa fé af fólki, fyrirtækjum og samfélaginu.“Fékk félagið með „vafasömum leiðum“Í þættinum var einnig rætt við Árna Elvar, mann sem kannast við það að gerast „útfararstjóri“ einkahlutafélaga. „Ég hef alveg gefið út reikninga út á félag sem var ónýtt,“ segir Árni Elvar. „Ég átti einkahlutafélag með engan rekstur og ekkert í gangi. Svo eru menn að vinna sem verktakar og þá gef ég út reikningana fyrir það. Ég held virðisaukanum og þeir fá launin sín.“ Árni segir að hann hafi ekki stofnað umrætt einkahlutafélag sjálfur, heldur fengið það frá öðrum eftir „vafasömum leiðum.“ Hann er á bótum frá fjárhagsaðstoð Reykjavíkur og segist aðspurður ekki hafa samviskubit yfir því að halda eftir peningi ætluðum hinu opinbera. „Af hverju ætti ég að fá samviskubit?“ spyr hann. „Ég fæ 118 þúsund á mánuði, hvernig á ég að lifa á því?“ Árni Elvar segist þekkja til margra sem stunda kennitölusvik með þessum hætti. Enda séu eftirmálar engir. „Það er ekkert vesen, auðvitað heldur fólk þessu áfram,“ segir hann. „Glæpir borga sig.“
Tengdar fréttir Brestir: Útfararstjórar í kennitölubraski Kennitöluflakk og raðgjaldþrot verður tekið fyrir í lokaþætti Bresta verður á dagskrá Stöðvar 2 á mánudagskvöld kl. 20:25. 25. apríl 2015 16:46 Mest lesið Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Samstarf Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Fleiri fréttir Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Sjá meira
Brestir: Útfararstjórar í kennitölubraski Kennitöluflakk og raðgjaldþrot verður tekið fyrir í lokaþætti Bresta verður á dagskrá Stöðvar 2 á mánudagskvöld kl. 20:25. 25. apríl 2015 16:46
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent