Greinagerð frá stjórn Óperunnar: „Kafað var ofan í feril umsækjenda“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 29. apríl 2015 14:26 Júlíus Vífill Ingvarsson er fráfarandi formaður stjórnar Óperunnar. Steinunn Birna var ráðin í stöðuna. Vísir/Samsett mynd Stjórn Íslensku óperunnar hefur sent frá sér greinagerð með það að markmiði að skýra hvernig staðið var að ráðningu nýs óperustjóra nú í mánuðinum. Eins og kunngert hefur verið var Steinunn Birna Ragnarsdóttir, fyrrum tónlistarstjóri Hörpu, ráðin í starfið. Það var mikið gagnrýnt í kjölfarið. Sjá einnig: Steinunn Birna nýr óperustjóriÍ greinagerðinni segir að af þeim 16 sem sóttu um stöðuna hafi tveir dregið umsóknir sínar tilbaka. Í henni er farið yfir ráðningarferlið en Capacent sá að mestu leyti um að fara yfir umsóknir og taka viðtöl. Sú sem ráðin var, Steinunn Birna, var sú eina sem kölluð var í viðtal af hálfu stjórnar Óperunnar. Hún var síðan ráðin daginn eftir. Sjá einnig: Kurr í heimi óperusöngvara: Ráðning nýs óperustjóra veldur hneykslanEftirfarandi fer sú atvikalýsing sem fram kemur í greinagerð stjórnar Óperunnar. „Formaður stjórnar átti fund með fulltrúa Capacent og fór yfir umsóknirnar. Í framhaldinu var boðað til stjórnarfundar þar sem stjórnin fór yfir allar umsóknir. Ljóst var að allir umsækjendur uppfylltu skilyrði sem tilgreind voru í auglýsingunni. Stjórnin ákvað síðan að boða skyldi alla umsækjendur í viðtöl til Capacent,“ segir í greinagerðinni. Auglýsinguna má sjá hér að neðan.Hér má sjá auglýsinguna um stöðu óperustjóra.„Kafað var ofan í feril umsækjenda“„Stjórn Óperunnar hitti fulltrúa Capacent á fundi þar sem farið var yfir umsóknirnar og viðtöl sem tekin höfðu verið við alla umsækjendur,“ heldur greinagerðin áfram. „Stjórnarmenn spurðu um mörg atriði og kafað var ofan í feril umsækjenda, menntun, stjórnunarreynslu og framtíðarsýn hvers um sig varðandi óperuna á Íslandi. Spurningar vöknuðu og þess var óskað að einstök atriði yrðu könnuð betur varðandi nokkra umsækjendur. Upplýsingar bárust um þessi atriði og stjórnarmenn fóru í kjölfarið aftur yfir umsóknirnar með hliðsjón af þeim.“Í greinagerðinni segir að í kjölfar yfirferðarinnar hafi verið tekin ákvörðun af hálfu stjórnarinnar að kalla Steinunni Birnu Ragnarsdóttur, tónlistarstjóra Hörpu, til viðtals. Það hafi verið einróma skoðun allra stjórnarmeðlima að ganga að því loknu til samninga við Steinunni. Hún hefði verið talin hæfust til starfsins að mati stjórnarinnar „þegar litið væri m.a. til menntunar Steinunnar Birnu, stjórnunarreynslu hennar og starfa sem frumkvöðuls ekki síst sem tónlistarstjóri Hörpu,“ samkvæmt greinagerð. Síðan segir: „að öllum öðrum ólöstuðum.“ Stjórn Óperunnar segir í lok skýrslunnar að nokkrir umsækjenda hafi tekið fram að trúnaður væri þeim sérstaklega mikilvægur, auglýsingin hafi gert ráð fyrir trúnaði og að því verði nöfn allra umsækjenda ekki birt.Þá er jafnframt tekið fram að Íslenska Óperan sé stjórnvald og falli því ekki undir stjórnsýslulög. Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Erlent Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Innlent Fleiri fréttir Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Pallborðið: Síðasta einvígið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Sjá meira
Stjórn Íslensku óperunnar hefur sent frá sér greinagerð með það að markmiði að skýra hvernig staðið var að ráðningu nýs óperustjóra nú í mánuðinum. Eins og kunngert hefur verið var Steinunn Birna Ragnarsdóttir, fyrrum tónlistarstjóri Hörpu, ráðin í starfið. Það var mikið gagnrýnt í kjölfarið. Sjá einnig: Steinunn Birna nýr óperustjóriÍ greinagerðinni segir að af þeim 16 sem sóttu um stöðuna hafi tveir dregið umsóknir sínar tilbaka. Í henni er farið yfir ráðningarferlið en Capacent sá að mestu leyti um að fara yfir umsóknir og taka viðtöl. Sú sem ráðin var, Steinunn Birna, var sú eina sem kölluð var í viðtal af hálfu stjórnar Óperunnar. Hún var síðan ráðin daginn eftir. Sjá einnig: Kurr í heimi óperusöngvara: Ráðning nýs óperustjóra veldur hneykslanEftirfarandi fer sú atvikalýsing sem fram kemur í greinagerð stjórnar Óperunnar. „Formaður stjórnar átti fund með fulltrúa Capacent og fór yfir umsóknirnar. Í framhaldinu var boðað til stjórnarfundar þar sem stjórnin fór yfir allar umsóknir. Ljóst var að allir umsækjendur uppfylltu skilyrði sem tilgreind voru í auglýsingunni. Stjórnin ákvað síðan að boða skyldi alla umsækjendur í viðtöl til Capacent,“ segir í greinagerðinni. Auglýsinguna má sjá hér að neðan.Hér má sjá auglýsinguna um stöðu óperustjóra.„Kafað var ofan í feril umsækjenda“„Stjórn Óperunnar hitti fulltrúa Capacent á fundi þar sem farið var yfir umsóknirnar og viðtöl sem tekin höfðu verið við alla umsækjendur,“ heldur greinagerðin áfram. „Stjórnarmenn spurðu um mörg atriði og kafað var ofan í feril umsækjenda, menntun, stjórnunarreynslu og framtíðarsýn hvers um sig varðandi óperuna á Íslandi. Spurningar vöknuðu og þess var óskað að einstök atriði yrðu könnuð betur varðandi nokkra umsækjendur. Upplýsingar bárust um þessi atriði og stjórnarmenn fóru í kjölfarið aftur yfir umsóknirnar með hliðsjón af þeim.“Í greinagerðinni segir að í kjölfar yfirferðarinnar hafi verið tekin ákvörðun af hálfu stjórnarinnar að kalla Steinunni Birnu Ragnarsdóttur, tónlistarstjóra Hörpu, til viðtals. Það hafi verið einróma skoðun allra stjórnarmeðlima að ganga að því loknu til samninga við Steinunni. Hún hefði verið talin hæfust til starfsins að mati stjórnarinnar „þegar litið væri m.a. til menntunar Steinunnar Birnu, stjórnunarreynslu hennar og starfa sem frumkvöðuls ekki síst sem tónlistarstjóri Hörpu,“ samkvæmt greinagerð. Síðan segir: „að öllum öðrum ólöstuðum.“ Stjórn Óperunnar segir í lok skýrslunnar að nokkrir umsækjenda hafi tekið fram að trúnaður væri þeim sérstaklega mikilvægur, auglýsingin hafi gert ráð fyrir trúnaði og að því verði nöfn allra umsækjenda ekki birt.Þá er jafnframt tekið fram að Íslenska Óperan sé stjórnvald og falli því ekki undir stjórnsýslulög.
Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Erlent Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Innlent Fleiri fréttir Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Pallborðið: Síðasta einvígið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Sjá meira