Kári: Landsliðið var staðnaður vinaklúbbur Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. apríl 2015 09:45 Kári Árnason segir tvennt ólíkt að vera í landsliðinu nú en á árum áður. vísir/epa Kári Árnason, leikmaður Rotherham í ensku B-deildinni í fótbolta og landsliðsmiðvörður Íslands, segir allt annað að vera í íslenska landsliðinu í dag en áður en Lars Lagerbäck tók við árið 2011. Árangur liðsins hefur verið magnaður undanfarin misseri. Strákarnir okkar komust í umspil fyrir HM 2014 og eru nú í góðri stöðu í undankeppni EM 2016. Þrír heimasigrar koma íslenska liðinu til Frakklands. „Þetta er tvennt ólíkt. Þetta var svolítið staðnað í að vera einhver vinaklúbbur. Þetta snerist meira um að mæta og hittast heldur en að ná árangri. Það var búið að afskrifa árangur því við erum svo lítil þjóð,“ segir Kári í viðtali í sjónvarpsþættinum 433.is á Hringbraut. „Auðvitað vildu þeir sem voru að vinna að þessu ná árangri, en stemningin hjá leikmönnum og allt í kringum þetta var ekki jafngóð og í dag. Þetta hefur breyst mikið og nú eru ungir og metnaðarfullir strákar í liðinu sem vilja ná árangri. Það er bara gaman að vera hluti af þessu.“Strákarnir okkar hafa fagnað sigrum gegn Tékklandi og Hollandi í undankeppni EM 2016.vísir/valliArnór Smárason og Guðlaugur Victor Pálsson, sem hafa verið í og í kringum landsliðshópinn undanfarin ár, sögðu svipaða sögu og Kári í viðtali við Helsinborgs Dagblad á síðasta ári. „Áður fyrr snerist þetta allt um að fara út á lífið með landsliðsfélögunum,“ sögðu þeir báðir og Victor bætti við: „Þetta snerist um að fara heim, hitta fjölskylduna og fara á pöbbinn með strákunum.“ Guðlaugur Victor var þó fljótur að bregðast við þegar viðtalið var birt og sagði orð sín slitin úr samhengi. Pétur Pétursson, sem var aðstoðarþjálfari Ólafs Jóhannessonar hjá landsliðinu, tók ekki vel í orð Arnórs og Victors og velti því fyrir sér hvort þeir tveir hefðu verið á pöbbnum þegar leikskipulag landsliðsins var rætt, en það var einnig gagnrýnt. Aðspurður hvort landsliðsverkefnin hafi verið pöbbahittingar fyrir leikmennina segir Kári svo ekki vera. „Nei, alls ekki. Ég myndi ekki segja það. Menn voru kannski of góðir félagar. Það er ekkert hægt að kenna leikmönnum eða starfsliði um. Það þurfti bara eitthvað að breytast. Ég held að engan hafi órað fyrir þeim árangri sem náðist strax í framhaldinu. Við höfum komið sjálfum okkur á óvart,“ segir Kári, en hvað er það sem hefur breyst með komu Lars Lagerbäck? „Það eru taktískar breytingar. Það eru miklar endurtekningar um hvernig við spilum og hvernig við verjumst. Það vantaði alltaf. Liðin sem við spilum við oftast eru betri en við mann fyrir mann, en Lars og Heimir eru búnir að koma inn þeirri trú hjá mannskapnum að hinir eru ekki betri fótboltamenn ef við erum með bestu liðsheildina og skipulagðastir. Það er þannig sem við vinnum leiki. Við verjumst sem ein heild og það skilar liðinu áfram.“Nú róa allir í sömu átt.vísir/anton brinkMiðvörðurinn segir mikla samheldni innan liðsins og allt í kringum það. Það séu allir að róa í sömu átt að stóra markmiðinu; að komast á EM 2016. „Þetta er allt annað. Nú býst bara þjóðin við að við vinnum alla leiki. Við sjálfir ætlum okkur alltaf að vinna en erum ekki svo kokhraustir að halda við vinnum alltaf, en við ætlum okkur að vinna. Það er svo miklu skemmtilegra þegar þú hugsar að þú ætlir að taka þetta. Þannig eru allir í kringum þetta núna. Það eru allir um borð,“ segir Kári Árnason. Allan þáttinn má sjá hér að neðan en landsliðsumræðan er undir lok þáttarins. Íslenski boltinn Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Sjá meira
Kári Árnason, leikmaður Rotherham í ensku B-deildinni í fótbolta og landsliðsmiðvörður Íslands, segir allt annað að vera í íslenska landsliðinu í dag en áður en Lars Lagerbäck tók við árið 2011. Árangur liðsins hefur verið magnaður undanfarin misseri. Strákarnir okkar komust í umspil fyrir HM 2014 og eru nú í góðri stöðu í undankeppni EM 2016. Þrír heimasigrar koma íslenska liðinu til Frakklands. „Þetta er tvennt ólíkt. Þetta var svolítið staðnað í að vera einhver vinaklúbbur. Þetta snerist meira um að mæta og hittast heldur en að ná árangri. Það var búið að afskrifa árangur því við erum svo lítil þjóð,“ segir Kári í viðtali í sjónvarpsþættinum 433.is á Hringbraut. „Auðvitað vildu þeir sem voru að vinna að þessu ná árangri, en stemningin hjá leikmönnum og allt í kringum þetta var ekki jafngóð og í dag. Þetta hefur breyst mikið og nú eru ungir og metnaðarfullir strákar í liðinu sem vilja ná árangri. Það er bara gaman að vera hluti af þessu.“Strákarnir okkar hafa fagnað sigrum gegn Tékklandi og Hollandi í undankeppni EM 2016.vísir/valliArnór Smárason og Guðlaugur Victor Pálsson, sem hafa verið í og í kringum landsliðshópinn undanfarin ár, sögðu svipaða sögu og Kári í viðtali við Helsinborgs Dagblad á síðasta ári. „Áður fyrr snerist þetta allt um að fara út á lífið með landsliðsfélögunum,“ sögðu þeir báðir og Victor bætti við: „Þetta snerist um að fara heim, hitta fjölskylduna og fara á pöbbinn með strákunum.“ Guðlaugur Victor var þó fljótur að bregðast við þegar viðtalið var birt og sagði orð sín slitin úr samhengi. Pétur Pétursson, sem var aðstoðarþjálfari Ólafs Jóhannessonar hjá landsliðinu, tók ekki vel í orð Arnórs og Victors og velti því fyrir sér hvort þeir tveir hefðu verið á pöbbnum þegar leikskipulag landsliðsins var rætt, en það var einnig gagnrýnt. Aðspurður hvort landsliðsverkefnin hafi verið pöbbahittingar fyrir leikmennina segir Kári svo ekki vera. „Nei, alls ekki. Ég myndi ekki segja það. Menn voru kannski of góðir félagar. Það er ekkert hægt að kenna leikmönnum eða starfsliði um. Það þurfti bara eitthvað að breytast. Ég held að engan hafi órað fyrir þeim árangri sem náðist strax í framhaldinu. Við höfum komið sjálfum okkur á óvart,“ segir Kári, en hvað er það sem hefur breyst með komu Lars Lagerbäck? „Það eru taktískar breytingar. Það eru miklar endurtekningar um hvernig við spilum og hvernig við verjumst. Það vantaði alltaf. Liðin sem við spilum við oftast eru betri en við mann fyrir mann, en Lars og Heimir eru búnir að koma inn þeirri trú hjá mannskapnum að hinir eru ekki betri fótboltamenn ef við erum með bestu liðsheildina og skipulagðastir. Það er þannig sem við vinnum leiki. Við verjumst sem ein heild og það skilar liðinu áfram.“Nú róa allir í sömu átt.vísir/anton brinkMiðvörðurinn segir mikla samheldni innan liðsins og allt í kringum það. Það séu allir að róa í sömu átt að stóra markmiðinu; að komast á EM 2016. „Þetta er allt annað. Nú býst bara þjóðin við að við vinnum alla leiki. Við sjálfir ætlum okkur alltaf að vinna en erum ekki svo kokhraustir að halda við vinnum alltaf, en við ætlum okkur að vinna. Það er svo miklu skemmtilegra þegar þú hugsar að þú ætlir að taka þetta. Þannig eru allir í kringum þetta núna. Það eru allir um borð,“ segir Kári Árnason. Allan þáttinn má sjá hér að neðan en landsliðsumræðan er undir lok þáttarins.
Íslenski boltinn Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Sjá meira