Þekktir íslenskir leikarar taka þátt í opnunarsviðsverkinu Stefán Árni Pálsson skrifar 10. apríl 2015 20:32 Íslenskir leikarar verða fyrirferðamiklir í verkinu. mynd/skjáskot Dansverkið Svartar fjaðrir eftir Sigríði Soffíu Níelsdóttur verður opnunarsviðsverk 29. Listahátíðar í Reykjavík. Á miðvikudaginn var dagskrá komandi hátíðar kynnt en hún fer fram dagana 13. maí til 7. júní. Sjá einnig: Konur í aðalhlutverkiSigríður Soffía hefur vakið athygli á síðustu árum fyrir flugeldadanssýningar á Menningarnótt en í þessu verki taka nokkrir ástsælustu leikarar Íslands þátt og dansarar í fremstu röð. Í verkinu er unnið með fjölbreytt úrval ljóða eftir skáldið Davíð Stefánsson sem náði þjóðarhylli með fyrstu ljóðabók sinni, Svörtum fjöðrum, sem kom út þegar Davíð var aðeins 24 ára. Persónur verksins eru byggðar á ljóðum Davíðs; jafnt harmþrungnum ástarljóðum sem ættjarðarsöngvum. Myndlíkingar úr kvæðum hans eru gæddar lífi á sviðinu og hughrifin sem kvæðin vekja eru túlkuð af leikhópnum, með leik, upplestri, dansi og lifandi dúfum. Ólíkir miðlar og form hreyfingar eru leiðarstefið í sköpun Sigríðar Soffíu sem hefur samið verk fyrir bæði svið og kvikmyndir. Þau Atli Rafn Sigurðsson, Dóra Jóhannsdóttir, Lovísa Ósk Gunnarsdóttir, Hannes Egilsson, Oddur Júlíusson, Saga Garðarsdóttir, Sigríður Soffía Níelsdóttir, Ásgeir Helgi Magnússon, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir og Ingar E. Sigurðsson taka þátt í verkinu. Tónlistina semja Jónas Sen og Valdimar Jóhannsson. Búningar eru eftir Hildi Yeoman og leikmyndina hönnuðu Daníel Björnsson og Helgi Már Kristinsson. Hér að neðan má sjá myndband frá undirbúningi verksins. Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Fleiri fréttir Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Sjá meira
Dansverkið Svartar fjaðrir eftir Sigríði Soffíu Níelsdóttur verður opnunarsviðsverk 29. Listahátíðar í Reykjavík. Á miðvikudaginn var dagskrá komandi hátíðar kynnt en hún fer fram dagana 13. maí til 7. júní. Sjá einnig: Konur í aðalhlutverkiSigríður Soffía hefur vakið athygli á síðustu árum fyrir flugeldadanssýningar á Menningarnótt en í þessu verki taka nokkrir ástsælustu leikarar Íslands þátt og dansarar í fremstu röð. Í verkinu er unnið með fjölbreytt úrval ljóða eftir skáldið Davíð Stefánsson sem náði þjóðarhylli með fyrstu ljóðabók sinni, Svörtum fjöðrum, sem kom út þegar Davíð var aðeins 24 ára. Persónur verksins eru byggðar á ljóðum Davíðs; jafnt harmþrungnum ástarljóðum sem ættjarðarsöngvum. Myndlíkingar úr kvæðum hans eru gæddar lífi á sviðinu og hughrifin sem kvæðin vekja eru túlkuð af leikhópnum, með leik, upplestri, dansi og lifandi dúfum. Ólíkir miðlar og form hreyfingar eru leiðarstefið í sköpun Sigríðar Soffíu sem hefur samið verk fyrir bæði svið og kvikmyndir. Þau Atli Rafn Sigurðsson, Dóra Jóhannsdóttir, Lovísa Ósk Gunnarsdóttir, Hannes Egilsson, Oddur Júlíusson, Saga Garðarsdóttir, Sigríður Soffía Níelsdóttir, Ásgeir Helgi Magnússon, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir og Ingar E. Sigurðsson taka þátt í verkinu. Tónlistina semja Jónas Sen og Valdimar Jóhannsson. Búningar eru eftir Hildi Yeoman og leikmyndina hönnuðu Daníel Björnsson og Helgi Már Kristinsson. Hér að neðan má sjá myndband frá undirbúningi verksins.
Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Fleiri fréttir Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Sjá meira