Segist hafa greint frá afnámi gjaldeyrishafta í samráði við Bjarna Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 11. apríl 2015 19:00 Leiðarljósið við afnám gjaldeyrishaftanna verður að standa vörð um almenning, koma í veg fyrir að krónan hrynji og verja stöðugleikann. Þetta segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og ítrekar að höftum verði aflétt alveg á næstunni. Hann hafnar því að ágreiningur sé milli stjórnarflokkanna. Samstarfið gangi mjög vel. Sigmundur Davíð fékk nær einróma stuðning til formanns á flokksþingi Framsóknarflokksins í dag, sem og aðrir í forystu flokksins.Sjá einnig: „Við munum áfram hafa nóg að gera, framsóknarmenn“ Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur þagað þunnu hljóði eftir yfirlýsingu forsætisráðherra um afnám gjaldeyrishafta en það hefur ýtt undir sögusagnir þess efnis að hún hafi ekki verið gefin í góðu samkomulagi. Það segir forsætisráðherra hinsvegar af og frá. Hann sé í reglulegu sambandi við formann Sjálfstæðisflokksins um þau skref sem hafi verið tekin í málinu þótt þeir gangi ekki svo langt að lesa yfir ræður hvors annars á landsfundum eða flokksþingum. Svokallaður stöðugleikaskattur á að skila hundruðum milljarða samkvæmt ræðunni. Sigmundur Davíð segir þó að þar sé ekki um eiginlega tekjuleið að ræða. Þetta fari ekki í rekstur ríkissjóðs eða framkvæmdir. Það sé einfaldlega verið að skapa svigrúm svo hægt sé að aflétta höftunum.Sjá einnig: Segir sálgreiningar gerðar á stjórnmálamönnum og blaðamönnum Slitabúin og kröfuhafar bankanna fengu harða útreið í ræðu ráðherrans sem hélt því fram að þau stunduðu njósnir og sálgreiningar og hefðu varið átján milljörðum í verja hagsmuni sína. Ráðherrann ræddi hinsvegar ekki fylgistap flokksins og ásakanir um að hann hafi gengið bak orða sinna varðandi þjóðina og Evrópumálin. Hann segir nú að hann hafi átt við heildarkostnað, til að mynda af öllum rekstri slitabúanna, allri umsýslu þeirra sem og lögfræðikostnaði. Hann tekur því fjarri að hann hafi reynt að grýluvæða kröfuhafa heldur hafi hann verið að gera grein fyrir hversu mikilir hagsmunir væru í húfi. Gjaldeyrishöft Tengdar fréttir Segir yfirlýsingar forsætisráðherra digurbarkalegar Forsætisráðherra sagði á flokksþingi Framsóknarflokksins að frumvarp um afnám hafta yrði lagt fyrir á Alþingi fyrir þinglok. 20 þingfundardagar eru eftir af þingi. Digurbarkalegar yfirlýsingar, segir Árni Páll Árnason 11. apríl 2015 09:00 Sigmundur hlaut yfirburða kosningu: Verður formaður næstu tvö árin Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var í dag endurkjörinn formaður Framsóknarflokksins á flokksþingi. 11. apríl 2015 15:07 „Við munum áfram hafa nóg að gera, framsóknarmenn“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson flutti yfirlitsræðu á 33. flokksþingi framsóknarmanna sem hófst í dag. 10. apríl 2015 15:30 Segir sálgreiningar gerðar á stjórnmálamönnum og blaðamönnum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði í ræðu sinni á flokksþingi framsóknarmanna að kröfuhafar hafi tekið saman persónulegar upplýsingar um stjórnmálamenn, blaðamenn og aðra. 10. apríl 2015 14:44 Byrjað að afnema gjaldeyrishöftin fyrir þinglok Segir kröfuhafa hafa njósnað um íslenska blaða- og stjórnmálamenn. 10. apríl 2015 19:09 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira
Leiðarljósið við afnám gjaldeyrishaftanna verður að standa vörð um almenning, koma í veg fyrir að krónan hrynji og verja stöðugleikann. Þetta segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og ítrekar að höftum verði aflétt alveg á næstunni. Hann hafnar því að ágreiningur sé milli stjórnarflokkanna. Samstarfið gangi mjög vel. Sigmundur Davíð fékk nær einróma stuðning til formanns á flokksþingi Framsóknarflokksins í dag, sem og aðrir í forystu flokksins.Sjá einnig: „Við munum áfram hafa nóg að gera, framsóknarmenn“ Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur þagað þunnu hljóði eftir yfirlýsingu forsætisráðherra um afnám gjaldeyrishafta en það hefur ýtt undir sögusagnir þess efnis að hún hafi ekki verið gefin í góðu samkomulagi. Það segir forsætisráðherra hinsvegar af og frá. Hann sé í reglulegu sambandi við formann Sjálfstæðisflokksins um þau skref sem hafi verið tekin í málinu þótt þeir gangi ekki svo langt að lesa yfir ræður hvors annars á landsfundum eða flokksþingum. Svokallaður stöðugleikaskattur á að skila hundruðum milljarða samkvæmt ræðunni. Sigmundur Davíð segir þó að þar sé ekki um eiginlega tekjuleið að ræða. Þetta fari ekki í rekstur ríkissjóðs eða framkvæmdir. Það sé einfaldlega verið að skapa svigrúm svo hægt sé að aflétta höftunum.Sjá einnig: Segir sálgreiningar gerðar á stjórnmálamönnum og blaðamönnum Slitabúin og kröfuhafar bankanna fengu harða útreið í ræðu ráðherrans sem hélt því fram að þau stunduðu njósnir og sálgreiningar og hefðu varið átján milljörðum í verja hagsmuni sína. Ráðherrann ræddi hinsvegar ekki fylgistap flokksins og ásakanir um að hann hafi gengið bak orða sinna varðandi þjóðina og Evrópumálin. Hann segir nú að hann hafi átt við heildarkostnað, til að mynda af öllum rekstri slitabúanna, allri umsýslu þeirra sem og lögfræðikostnaði. Hann tekur því fjarri að hann hafi reynt að grýluvæða kröfuhafa heldur hafi hann verið að gera grein fyrir hversu mikilir hagsmunir væru í húfi.
Gjaldeyrishöft Tengdar fréttir Segir yfirlýsingar forsætisráðherra digurbarkalegar Forsætisráðherra sagði á flokksþingi Framsóknarflokksins að frumvarp um afnám hafta yrði lagt fyrir á Alþingi fyrir þinglok. 20 þingfundardagar eru eftir af þingi. Digurbarkalegar yfirlýsingar, segir Árni Páll Árnason 11. apríl 2015 09:00 Sigmundur hlaut yfirburða kosningu: Verður formaður næstu tvö árin Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var í dag endurkjörinn formaður Framsóknarflokksins á flokksþingi. 11. apríl 2015 15:07 „Við munum áfram hafa nóg að gera, framsóknarmenn“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson flutti yfirlitsræðu á 33. flokksþingi framsóknarmanna sem hófst í dag. 10. apríl 2015 15:30 Segir sálgreiningar gerðar á stjórnmálamönnum og blaðamönnum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði í ræðu sinni á flokksþingi framsóknarmanna að kröfuhafar hafi tekið saman persónulegar upplýsingar um stjórnmálamenn, blaðamenn og aðra. 10. apríl 2015 14:44 Byrjað að afnema gjaldeyrishöftin fyrir þinglok Segir kröfuhafa hafa njósnað um íslenska blaða- og stjórnmálamenn. 10. apríl 2015 19:09 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira
Segir yfirlýsingar forsætisráðherra digurbarkalegar Forsætisráðherra sagði á flokksþingi Framsóknarflokksins að frumvarp um afnám hafta yrði lagt fyrir á Alþingi fyrir þinglok. 20 þingfundardagar eru eftir af þingi. Digurbarkalegar yfirlýsingar, segir Árni Páll Árnason 11. apríl 2015 09:00
Sigmundur hlaut yfirburða kosningu: Verður formaður næstu tvö árin Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var í dag endurkjörinn formaður Framsóknarflokksins á flokksþingi. 11. apríl 2015 15:07
„Við munum áfram hafa nóg að gera, framsóknarmenn“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson flutti yfirlitsræðu á 33. flokksþingi framsóknarmanna sem hófst í dag. 10. apríl 2015 15:30
Segir sálgreiningar gerðar á stjórnmálamönnum og blaðamönnum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði í ræðu sinni á flokksþingi framsóknarmanna að kröfuhafar hafi tekið saman persónulegar upplýsingar um stjórnmálamenn, blaðamenn og aðra. 10. apríl 2015 14:44
Byrjað að afnema gjaldeyrishöftin fyrir þinglok Segir kröfuhafa hafa njósnað um íslenska blaða- og stjórnmálamenn. 10. apríl 2015 19:09