Innlent

Lokað á Hellisheiði og í Þrengslum

Bjarki Ármannsson skrifar
Ekki mun lægja suðvestanlands fyrr en eftir klukkan níu í kvöld.
Ekki mun lægja suðvestanlands fyrr en eftir klukkan níu í kvöld. Vísir/Vilhelm
Uppfært klukkan 19.00: Vegurinn um Þrengsli hefur nú verið opnaður á ný. Hellisheiðin er þó enn lokuð.



Lokað er um Hellisheiði og Þrengsli vegna veðurs en fært um Suðurstrandarveg. Þá er lokað um Lyngdalsheiði og Kjósarskarð ófært. Samkvæmt veðurfræðingum Veðurstofu Íslands mun ekki lægja suðvestanlands fyrr en eftir klukkan níu í kvöld.

Vestan til á Norðurlandi mun hríð og veðurhæð haldast fram á kvöld en lagast síðan. Í Eyjafirði og norðaustanlands hvessir heldur til kvöldsins og talsverður skafrenningur verður austanlands frá því í kvöld og allt til morguns.

Þá er slæmt veður á Vestfjörðum og aðeins opið milli helstu þéttbýlisstaða. Lokað er um Súðavíkurhlíð vegna snjóflóðs. Stórhríð er á Klettshálsi og Hjallahálsi, Þröskuldum og Steingrímsfjarðarheiði. Þarna er ófært og mokstur í biðstöðu vegna veðurs.

Nánari upplýsingar um veður og færð má sjá á heimasíðu Vegagerðarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×