Innlent

Tíu til tólf bílar skildir eftir í Víkurskarði

Bjarki Ármannsson skrifar
Akstursskilyrði hafa verið slæm víða um land í kvöld.
Akstursskilyrði hafa verið slæm víða um land í kvöld. Vísir/Vilhelm
Björgunarsveitir á norðurlandi hafa ferjað ríflega tuttugu manns úr bílum í Víkurskarði frá því á sjöunda tímanum í kvöld. Þar er mikil veðurhæð og lítið skyggni. Bílarnir voru allir skildir eftir, alls um tíu til tólf talsins.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Björgunarsveitir eru enn að störfum á Vopnafjarðarheiði en þar sátu nokkrir bílar fastir og fylgja þarf rútu niður af heiðinni. Heiðinni hefur verið lokað enda veður afar slæmt, vindur um tuttugu metrar á sekúndu og meira í hviðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×