Innlent

Framsókn ætlar að berjast gegn bónusum í bankakerfinu

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Flokksþing Framsóknarflokks samþykkti tillögu Karls Garðarssonar þingmanns um að banna bónusa í bankakerfinu með öllu.
Flokksþing Framsóknarflokks samþykkti tillögu Karls Garðarssonar þingmanns um að banna bónusa í bankakerfinu með öllu. Vísir/Vilhelm
Flokksþing Framsóknarflokksins samþykkti tillögu Karls Garðarssonar þingmanns um að banna eigi bónusgreiðslur í bankakerfinu. Fyrir liggur frumvarp Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um að heimila fjármálafyrirtækjum að greiða bónusa sem nema allt að 25 prósent af heildarlaunum.

Karl hefur gert bónusa í bankakerfinu að umtalsefni síðustu daga og vikur en hann er afar gagnrýninn á slíkar greiðslur.  „Við eigum að vera leiðandi þjóð í þessum málum,“ skrifar hann á Facebook.

Samtök Fjármálafyrirtækja hafa skilað umsögn um frumvarp fjármálaráðherra þar sem fjármálafyrirtækin fram á að kaupaukar geti verið allt að 100 prósent af föstum árslaunum. Þá eigi jafnframt að vera til staðar heimild fyrir hluthafafund að hækka hlutfallið í 200 prósent af árslaunum.

Í samtali við fréttastofu á föstudag sagði Karl þær hugmyndir galnar og spurði hvort bankamenn hefðu ekkert lært af hruninu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×