Velta því fyrir sér hvort Sigmundur og Bjarni séu enn í páskafríi sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 13. apríl 2015 16:24 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra voru fjarverandi fyrsta þingfund eftir tveggja vikna páskaleyfi í dag. Þingmenn stjórnarandstöðunnar segja það sæta furðu að bæði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra skuli vera fjarverandi á fyrsta þingfundi Alþingis eftir tveggja vikna páskaleyfi. Skýringa sé þörf á fréttum síðastliðinna daga.Katrín Jakobsdóttir, þingmaður Vinstri grænna.„Verkfall BHM stendur yfir. Við lesum fréttir um að þar ríki ástand sem geti ekki talist öruggt fyrir sjúklinga og hæstvirtan forsætisráðherra sem nýtir flokksþing Framsóknarflokksins til að tilkynna okkur hinum, hvort sem er öðrum þingmönnum og almenningi í landinu, að ætlunin sé að aflétta höftum fyrir þinglok. Til þess höfum við hvað? Átján þingfundadaga,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri Grænna, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag.„Hér er á ferðinni svo ævintýralega léleg ríkisstjórn að annað eins hefur ekki sést í stjórnmálasögu Íslands,“ sagði Róbert Marshall.vísir/gvaEinar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, sagðist hafa freistað þess að fá ráðherrana tvo í þingsal í dag en að hvorugur hefði haft á því kost. „Ævintýralega léleg ríkisstjórn“ Þingmenn Samfylkingarinnar, Helgi Hjörvar og Katrín Júlíusdóttir, kölluðu bæði eftir því að annar óundirbúinn fyrirspurnartími verði haldinn í upphafi þingfundar á morgun þar sem Sigmundi og Bjarna verði gefinn kostur á að svara spurningum. Þeir þurfi í það minnsta að svara fyrir fjarveru sína. Þá veltu því margir fyrir sér hvort þeir væru enn í páskafríi. Róbert Marshall, þingmaður Bjartrar framtíðar, sagði það algjörlega ótækt að forystumenn skyldu vera fjarverandi á þingi eftir svo stórar yfirlýsingar eins og á föstudag. „Það er að teiknast upp sú mynd hér, enn og aftur, að hér er á ferðinni svo ævintýralega léleg ríkisstjórn að annað eins hefur ekki sést í stjórnmálasögu Íslands,“ sagði hann. Fleiri lögðu orð í belg og sammæltust um það að brýnt væri að halda starfsáætlun. Annað væri vanvirðing við Alþingi. Alþingi Tengdar fréttir Segist hafa greint frá afnámi gjaldeyrishafta í samráði við Bjarna Sigmundur Davíð Gunnlaugsson tekur fyrir það að hann hafi reynt að grýluvæða kröfuhafa. 11. apríl 2015 19:00 „Við munum áfram hafa nóg að gera, framsóknarmenn“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson flutti yfirlitsræðu á 33. flokksþingi framsóknarmanna sem hófst í dag. 10. apríl 2015 15:30 Kallar eftir því að Sigmundur birti sálfræðigreiningar sem hann hefur undir höndum Össur Skarphéðinsson segir sálfræðigreingar á stjórnmálamönnum skemmtilega lesningu en sjálfur hefur hann lesið greiningu CIA á sér. 12. apríl 2015 14:03 Segir sálgreiningar gerðar á stjórnmálamönnum og blaðamönnum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði í ræðu sinni á flokksþingi framsóknarmanna að kröfuhafar hafi tekið saman persónulegar upplýsingar um stjórnmálamenn, blaðamenn og aðra. 10. apríl 2015 14:44 Slitastjórnir kannast ekki við njósnir og sálgreiningar Forsætisráðherra vitnaði óvart í Ásmund Einar en ekki kröfuhafa. 12. apríl 2015 19:13 Framsóknarmenn ekki séð útfærslu stöðugleikaskattsins Forsætisráðherra boðaði á flokksþingi Framsóknarflokksins að lagður yrði á stöðugleikaskattur við afnám gjaldeyrishafta. Vigdís Hauksdóttir og Frosti Sigurjónsson, þingmenn Framsóknarflokksins, hafa ekki séð útfærslu skattsins. 13. apríl 2015 07:15 Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira
Þingmenn stjórnarandstöðunnar segja það sæta furðu að bæði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra skuli vera fjarverandi á fyrsta þingfundi Alþingis eftir tveggja vikna páskaleyfi. Skýringa sé þörf á fréttum síðastliðinna daga.Katrín Jakobsdóttir, þingmaður Vinstri grænna.„Verkfall BHM stendur yfir. Við lesum fréttir um að þar ríki ástand sem geti ekki talist öruggt fyrir sjúklinga og hæstvirtan forsætisráðherra sem nýtir flokksþing Framsóknarflokksins til að tilkynna okkur hinum, hvort sem er öðrum þingmönnum og almenningi í landinu, að ætlunin sé að aflétta höftum fyrir þinglok. Til þess höfum við hvað? Átján þingfundadaga,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri Grænna, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag.„Hér er á ferðinni svo ævintýralega léleg ríkisstjórn að annað eins hefur ekki sést í stjórnmálasögu Íslands,“ sagði Róbert Marshall.vísir/gvaEinar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, sagðist hafa freistað þess að fá ráðherrana tvo í þingsal í dag en að hvorugur hefði haft á því kost. „Ævintýralega léleg ríkisstjórn“ Þingmenn Samfylkingarinnar, Helgi Hjörvar og Katrín Júlíusdóttir, kölluðu bæði eftir því að annar óundirbúinn fyrirspurnartími verði haldinn í upphafi þingfundar á morgun þar sem Sigmundi og Bjarna verði gefinn kostur á að svara spurningum. Þeir þurfi í það minnsta að svara fyrir fjarveru sína. Þá veltu því margir fyrir sér hvort þeir væru enn í páskafríi. Róbert Marshall, þingmaður Bjartrar framtíðar, sagði það algjörlega ótækt að forystumenn skyldu vera fjarverandi á þingi eftir svo stórar yfirlýsingar eins og á föstudag. „Það er að teiknast upp sú mynd hér, enn og aftur, að hér er á ferðinni svo ævintýralega léleg ríkisstjórn að annað eins hefur ekki sést í stjórnmálasögu Íslands,“ sagði hann. Fleiri lögðu orð í belg og sammæltust um það að brýnt væri að halda starfsáætlun. Annað væri vanvirðing við Alþingi.
Alþingi Tengdar fréttir Segist hafa greint frá afnámi gjaldeyrishafta í samráði við Bjarna Sigmundur Davíð Gunnlaugsson tekur fyrir það að hann hafi reynt að grýluvæða kröfuhafa. 11. apríl 2015 19:00 „Við munum áfram hafa nóg að gera, framsóknarmenn“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson flutti yfirlitsræðu á 33. flokksþingi framsóknarmanna sem hófst í dag. 10. apríl 2015 15:30 Kallar eftir því að Sigmundur birti sálfræðigreiningar sem hann hefur undir höndum Össur Skarphéðinsson segir sálfræðigreingar á stjórnmálamönnum skemmtilega lesningu en sjálfur hefur hann lesið greiningu CIA á sér. 12. apríl 2015 14:03 Segir sálgreiningar gerðar á stjórnmálamönnum og blaðamönnum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði í ræðu sinni á flokksþingi framsóknarmanna að kröfuhafar hafi tekið saman persónulegar upplýsingar um stjórnmálamenn, blaðamenn og aðra. 10. apríl 2015 14:44 Slitastjórnir kannast ekki við njósnir og sálgreiningar Forsætisráðherra vitnaði óvart í Ásmund Einar en ekki kröfuhafa. 12. apríl 2015 19:13 Framsóknarmenn ekki séð útfærslu stöðugleikaskattsins Forsætisráðherra boðaði á flokksþingi Framsóknarflokksins að lagður yrði á stöðugleikaskattur við afnám gjaldeyrishafta. Vigdís Hauksdóttir og Frosti Sigurjónsson, þingmenn Framsóknarflokksins, hafa ekki séð útfærslu skattsins. 13. apríl 2015 07:15 Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira
Segist hafa greint frá afnámi gjaldeyrishafta í samráði við Bjarna Sigmundur Davíð Gunnlaugsson tekur fyrir það að hann hafi reynt að grýluvæða kröfuhafa. 11. apríl 2015 19:00
„Við munum áfram hafa nóg að gera, framsóknarmenn“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson flutti yfirlitsræðu á 33. flokksþingi framsóknarmanna sem hófst í dag. 10. apríl 2015 15:30
Kallar eftir því að Sigmundur birti sálfræðigreiningar sem hann hefur undir höndum Össur Skarphéðinsson segir sálfræðigreingar á stjórnmálamönnum skemmtilega lesningu en sjálfur hefur hann lesið greiningu CIA á sér. 12. apríl 2015 14:03
Segir sálgreiningar gerðar á stjórnmálamönnum og blaðamönnum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði í ræðu sinni á flokksþingi framsóknarmanna að kröfuhafar hafi tekið saman persónulegar upplýsingar um stjórnmálamenn, blaðamenn og aðra. 10. apríl 2015 14:44
Slitastjórnir kannast ekki við njósnir og sálgreiningar Forsætisráðherra vitnaði óvart í Ásmund Einar en ekki kröfuhafa. 12. apríl 2015 19:13
Framsóknarmenn ekki séð útfærslu stöðugleikaskattsins Forsætisráðherra boðaði á flokksþingi Framsóknarflokksins að lagður yrði á stöðugleikaskattur við afnám gjaldeyrishafta. Vigdís Hauksdóttir og Frosti Sigurjónsson, þingmenn Framsóknarflokksins, hafa ekki séð útfærslu skattsins. 13. apríl 2015 07:15