Afnám gjaldeyrishafta: „Það er útspil framundan“ Birgir Olgeirsson skrifar 13. apríl 2015 20:54 Aðstæður til að afnema gjaldeyrishöftin eru til staðar og Íslendingar þurfa að vera þátttakendur í alþjóðlegu efnahagslífi. Þetta var á meðal þess sem kom fram í þættinum Umræðunni á Stöð 2 í kvöld sem Heiða Kristín Helgadóttir stjórnar. Heiða ræddi afnám gjaldeyrishafta við Ásdísi Kristjánsdóttur, forstöðumann efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins, og Friðrik Már Baldursson, prófessor við Háskólann í Reykjavík. Heiða Kristín spurði Ásdísi hvort það sé mögulegt að leggja fram áætlun um afnám gjaldeyrishafta nú þegar styttist í þinglok. „Ég ætla svo sannarlega að vona að svo sé. Það er útspil fram undan,“sagði Ásdís og vitnaði þar til að bæði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefðu lofað því að það myndi gerast um mitt árið. „Það eru klárlega aðstæður í dag í okkar hagkerfi til að stíga mikil og stór skref,“sagði Ásdís. Friðrik var spurðu hverjar eru kjöraðstæður til að afnema höftin og nefndi hann í því sambandi góðan hagvöxt, góðan afgang á viðskiptum við útlönd þannig að gjaldeyrisforðinn byggist upp, lága verðbólgu og lítið atvinnuleysi. „Það er engin ástæða fyrir neinn til að flýja með fé frá Íslandi, það eitt og sér skapar aðstæður sem eru góðar til að létta af höftum,“sagði Friðrik. Ásdís nefndi einnig að unnið hefði verið á snjóhengjunni jafnt og þétt með gjaldeyrisútboðum Seðlabankans og það hafi losað um óþolinmóða fjármagnseigendur en bæði voru á því að fara yrði með gát þegar höftin verða afnumin. Íslendingar skapa ekki nægan gjaldeyri til að geta hleypt öllum þessum milljörðum út í gegnum gjaldeyrismarkaðinn og því þurfi að fara varlega. Friðrik sagði Íslendinga vera að ná sér eftir hrunið. „Við eigum að hætta að líta á Ísland sem einangraðan aðila eins og ég held að við höfum upplifað okkur eftir hrun. Við erum þátttakendur í alþjóðlegu efnahagslífi og þurfum að vera það svo við höfum það gott á þessu landi og ég held að þetta sé að breytast. Við þurfum að vera fullgildir þátttakendur í alþjóðlegu efnahagslífi og þar með lyfta höftum og ég held við séum farin að upplifa það líka að við getum það.“ Gjaldeyrishöft Umræðan Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Fleiri fréttir Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Sjá meira
Aðstæður til að afnema gjaldeyrishöftin eru til staðar og Íslendingar þurfa að vera þátttakendur í alþjóðlegu efnahagslífi. Þetta var á meðal þess sem kom fram í þættinum Umræðunni á Stöð 2 í kvöld sem Heiða Kristín Helgadóttir stjórnar. Heiða ræddi afnám gjaldeyrishafta við Ásdísi Kristjánsdóttur, forstöðumann efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins, og Friðrik Már Baldursson, prófessor við Háskólann í Reykjavík. Heiða Kristín spurði Ásdísi hvort það sé mögulegt að leggja fram áætlun um afnám gjaldeyrishafta nú þegar styttist í þinglok. „Ég ætla svo sannarlega að vona að svo sé. Það er útspil fram undan,“sagði Ásdís og vitnaði þar til að bæði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefðu lofað því að það myndi gerast um mitt árið. „Það eru klárlega aðstæður í dag í okkar hagkerfi til að stíga mikil og stór skref,“sagði Ásdís. Friðrik var spurðu hverjar eru kjöraðstæður til að afnema höftin og nefndi hann í því sambandi góðan hagvöxt, góðan afgang á viðskiptum við útlönd þannig að gjaldeyrisforðinn byggist upp, lága verðbólgu og lítið atvinnuleysi. „Það er engin ástæða fyrir neinn til að flýja með fé frá Íslandi, það eitt og sér skapar aðstæður sem eru góðar til að létta af höftum,“sagði Friðrik. Ásdís nefndi einnig að unnið hefði verið á snjóhengjunni jafnt og þétt með gjaldeyrisútboðum Seðlabankans og það hafi losað um óþolinmóða fjármagnseigendur en bæði voru á því að fara yrði með gát þegar höftin verða afnumin. Íslendingar skapa ekki nægan gjaldeyri til að geta hleypt öllum þessum milljörðum út í gegnum gjaldeyrismarkaðinn og því þurfi að fara varlega. Friðrik sagði Íslendinga vera að ná sér eftir hrunið. „Við eigum að hætta að líta á Ísland sem einangraðan aðila eins og ég held að við höfum upplifað okkur eftir hrun. Við erum þátttakendur í alþjóðlegu efnahagslífi og þurfum að vera það svo við höfum það gott á þessu landi og ég held að þetta sé að breytast. Við þurfum að vera fullgildir þátttakendur í alþjóðlegu efnahagslífi og þar með lyfta höftum og ég held við séum farin að upplifa það líka að við getum það.“
Gjaldeyrishöft Umræðan Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Fleiri fréttir Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Sjá meira