Bónorð Ingu til Helga: „Vissi ekki hvernig hann tæki í svona bónorð“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 14. apríl 2015 13:36 Inga og Helgi skömmu eftir að sá síðarnefndi sagði já. mynd/úr myndbandinu „Ég bað hans á skátamóti fyrir fullorðna listaskáta í Rieneck-kastala í Þýskalandi,“ segir Inga Auðbjörg Kristjánsdóttir, unnusta þingmannsins Helga Hrafns Gunnarssonar. „Ég hef farið á þetta mót undanfarin tíu ár og Helgi hefur komið með mér síðustu tvö skipti. Þetta er staður sem mér þykir mjög vænt um.“ Inga segir að margir af hennar bestu vinum séu af þessum mótum. „Ég hef farið í brúðkaup, jarðarfarir og skírnir hjá fólki sem ég hef kynnst þarna þannig mér fannst þetta tilvalinn vettvangur fyrir bónorð.“ Um hundrað manns komu að bónorðinu sem var nokkuð óvenjulegt. Helgi Hrafn stendur úti í glugga og horfir út þegar stúlka byrjar að dansa. Smám saman fjölgar í hópnum. Inga stendur fyrir neðan gluggann og stýrir dansinum án þess að Helgi viti af henni. Í lokin bætist hún við hópinn og fólkið ber upp bónorðið með því að lyfta upp klæðum sínum. „Þetta voru skátar frá allri Evrópu og nokkrir frá Suður-Afríku. Þegar þau lyfta upp bolunum þá eru tvær sem víxla stöðum. Þær tvær eru frá Rússlandi.“ Inga segir að hún hafi verið mjög stressuð fyrir þessu. „Ég borðaði eiginlega ekkert í matnum fyrir. Ég hafði sagt flestum í kringum mig frá planinu svo það var erfitt að bakka út,“ svarar hún aðspurð um hvort hún hafi fengið einhverja bakþanka. „Það var aldrei efi í mér að Helgi myndi segja já þegar að því kæmi að biðja hans en ég var ekki viss hvernig hann tæki því með þessu móti. Það hefur alltaf verið kýrskýrt að ég myndi biðja hans og hann sagði já þegar dansinum lauk.“ Inga Auðbjörg er virk í starfi Ungra Jafnaðarmanna á meðan Helgi Hrafn er Pírati. „Við kynntumst í gegnum pólitík og erum yfirleitt nokkuð sammála enda ekki stórkostlegur munur á Pírötum og UJ. Að auki fer ástin létt með að blómstra þvert á flokka,“ segir Inga. Vísir óskar Ingu og Helga til hamingju með trúlofunina. Tengdar fréttir Svona biður maður pírata: Myndband af umtalaðasta bónorði ársins birt Inga Auðbjörg Kristjánsdóttir bað þingmannsins Helga Hrafns Gunnarssonar þann 4. apríl síðastliðinn á ferðalagi þeirra í Þýskalandi. 14. apríl 2015 13:01 Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Laufey á lista Obama Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Fleiri fréttir Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Sjá meira
„Ég bað hans á skátamóti fyrir fullorðna listaskáta í Rieneck-kastala í Þýskalandi,“ segir Inga Auðbjörg Kristjánsdóttir, unnusta þingmannsins Helga Hrafns Gunnarssonar. „Ég hef farið á þetta mót undanfarin tíu ár og Helgi hefur komið með mér síðustu tvö skipti. Þetta er staður sem mér þykir mjög vænt um.“ Inga segir að margir af hennar bestu vinum séu af þessum mótum. „Ég hef farið í brúðkaup, jarðarfarir og skírnir hjá fólki sem ég hef kynnst þarna þannig mér fannst þetta tilvalinn vettvangur fyrir bónorð.“ Um hundrað manns komu að bónorðinu sem var nokkuð óvenjulegt. Helgi Hrafn stendur úti í glugga og horfir út þegar stúlka byrjar að dansa. Smám saman fjölgar í hópnum. Inga stendur fyrir neðan gluggann og stýrir dansinum án þess að Helgi viti af henni. Í lokin bætist hún við hópinn og fólkið ber upp bónorðið með því að lyfta upp klæðum sínum. „Þetta voru skátar frá allri Evrópu og nokkrir frá Suður-Afríku. Þegar þau lyfta upp bolunum þá eru tvær sem víxla stöðum. Þær tvær eru frá Rússlandi.“ Inga segir að hún hafi verið mjög stressuð fyrir þessu. „Ég borðaði eiginlega ekkert í matnum fyrir. Ég hafði sagt flestum í kringum mig frá planinu svo það var erfitt að bakka út,“ svarar hún aðspurð um hvort hún hafi fengið einhverja bakþanka. „Það var aldrei efi í mér að Helgi myndi segja já þegar að því kæmi að biðja hans en ég var ekki viss hvernig hann tæki því með þessu móti. Það hefur alltaf verið kýrskýrt að ég myndi biðja hans og hann sagði já þegar dansinum lauk.“ Inga Auðbjörg er virk í starfi Ungra Jafnaðarmanna á meðan Helgi Hrafn er Pírati. „Við kynntumst í gegnum pólitík og erum yfirleitt nokkuð sammála enda ekki stórkostlegur munur á Pírötum og UJ. Að auki fer ástin létt með að blómstra þvert á flokka,“ segir Inga. Vísir óskar Ingu og Helga til hamingju með trúlofunina.
Tengdar fréttir Svona biður maður pírata: Myndband af umtalaðasta bónorði ársins birt Inga Auðbjörg Kristjánsdóttir bað þingmannsins Helga Hrafns Gunnarssonar þann 4. apríl síðastliðinn á ferðalagi þeirra í Þýskalandi. 14. apríl 2015 13:01 Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Laufey á lista Obama Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Fleiri fréttir Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Sjá meira
Svona biður maður pírata: Myndband af umtalaðasta bónorði ársins birt Inga Auðbjörg Kristjánsdóttir bað þingmannsins Helga Hrafns Gunnarssonar þann 4. apríl síðastliðinn á ferðalagi þeirra í Þýskalandi. 14. apríl 2015 13:01